Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.12.2006, Qupperneq 22
M eðvitund í samfélagi okkar um grundvallarat- riði er stundum eins og grynningar. Á háfjöru stinga skerin upp úfnum kolli en þess á milli eru þau leynd og gleymd undir sléttum vatns- fletinum. Allt með kyrrum kjörum og eng- inn varar sig. Hættan er samt söm og verður ekki umflúin nema skerjagarðurinn verði vandlega kortlagður svo allir megi varast hann jafnt á flóði sem fjöru. Skerjagarðurinn varð sýnilegur í vor þegar Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vakti athygli á þeim símahlerunum sem stundað- ar voru hér á dögum kalda stríðsins. Menn hafa að vonum brugðist ókvæða við. Umræð- an hefur þó einkum snúist um það hvaða símar hafi verið hleraðir. Með semingi hafa yfirvöld fallist á að upplýsa einstaklinga um það hvort símar þeirra sjálfra eða vanda- manna þeirra hafi verið hleraðir, en gætt þess jafnframt að halda öðrum símanúmer- um leyndum, jafnvel strikað yfir þau með breiðum penna á afritum hlerunarúrskurða, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þannig fara yfirvöld undan í flæmingi, eins og þau hafi sjálf átt hlut að máli og þurfi að verja gerðir sínar og hylja spor sín. Hvers vegna er ekki upplýst refjalaust hvaða símar voru hleraðir? Sú röksemd að með því sé verið að gæta hagsmuna þeirra sem hleraðir voru er ekki sannfærandi. Mér vitanlega hefur enginn farið fram á slíka vernd. Þvert á móti má færa fyrir því rök, að almannahagsmunir krefjist þess, að leyndinni verði aflétt. Umfram allt verða forsendur hlerunarúrskurðanna ekki rann- sakaðar nema ljóst sé hvaða símar voru hleraðir og hvaða rök voru færð fyrir þeirri nauðsyn. Símahleranir eiga sér langa sögu hér á landi og hafa fyrr valdið úlfaþyt í samfélaginu. Sjálfvirk símstöð var tekin í notkun í Reykjavík í árslok 1932 og eftir það áttu bæjarbúar að geta treyst því að símtöl væru einkamál. Það er augljós eðlismunur á því að tala í einkasíma eða í síma sem vitað er að auðveldlega má hlera. Það átti við um sveitasímann víðast um land fram yfir 1980. Öllum sem notuðu hann var ljóst að símtöl þeirra væru álíka opin og skilaboð á opnu póstkorti. Þessir símar teljast því ekki til hleraðra síma. Vorið 1936 kvað lögreglustjórinn í Reykjavík upp úrskurð um að símar leigu- bílastöðva og nokkurra leigubílstjóra skyldu hleraðir, að sögn til þess að komast fyrir leynivínsölu. Símamálastjóri mótmælti úrskurðinum með þeim orðum að hann væri trúnaðarmaður símnotenda og gæti ekki fallist á að síminn væri notaður með þess- um hætti nema í landráðamálum, glæpa- málum og þegar um víðtæk lögreglubrot væri að ræða. Þó fór svo að hann laut úrskurðinum. Mál þetta vakti harðvítug við- brögð og í þeirri orrahríð kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem símar voru skipu- lega hleraðir. Fyrr um veturinn höfðu atvinnubílstjórar efnt til verkfalls vegna tollahækkana á eldsneyti. Þá hafði einnig verið felldur úrskurður um að símar ýmissa forvígismanna aðgerðanna skyldu hleraðir. Yfirvöldum fannst vera tilefni til þess. Þau töldu leynivínsölu og verkfall leigubílstjóra varða almannaheill svo mjög að það rétt- lætti hlerun á símum þeirra sem fyrir þessu stóðu. Þá, eins og nú, veigruðu yfirvöld sér við að upplýsa hvaða símar hefðu verið hlerað- ir og báru því við að mönnum leiddist að láta það fréttast um sinn síma! Það er fróðlegt að kynnast þeim umræðum sem urðu í kjölfar þessa fyrsta stóra síma- hleranamáls hér á landi. Ólíkt umræðunum nú, tókust menn þá fyrst og fremst á um grundvallaratriði. Þeir varnaglar sem rekn- ir voru gegn hlerunum standa enn óhaggað- ir. Grundvallaratriðið er traust. Menn verða að geta treyst því að sími þeirra sé ekki hleraður og að símtöl heyri undir friðhelgi einkalífsins. Það er grundvallarréttur sím- notandans. Við felum þessa hagsmuni okkar í hendur forsvarsmönnum og starfsmönn- um símafyrirtækjanna og treystum því að þeir verði ekki beittir ofríki til að bregðast okkur. Eiga þá engin frávik að vera? Í hverju gætu þau verið fólgin? Hvað þarf til að menn séu sviptir þessum grundvallarrétti símnotandans? Nú, eins og þá, verður ekki fallist á brot á þessari friðhelgi einkalífsins nema um landráð eða stórfelld glæpamál sé að ræða. Málið þarf að varða ótvíræða almannaheill og vega upp það brot gegn réttindum borgaranna sem rof á friðhelgi símans er. Við símhlerun er svikist aftan að símnotendum, ekki aðeins þeim sem ætlun- in er að hlera, heldur einnig öðrum sem símann nota. Heimild til símhlerana verður að vera torsótt, lúta ströngum skilyrðum og vera borin undir dóm hlutlægra og óvil- hallra manna, sem með engum hætti séu háðir gerðarbeiðanda. Þessu markmiði er vandnáð í okkar litla samfélagi, þar sem svo stutt er á milli manna og vinabönd liggja víða. En þessu markmiði verða menn að ná til að vinna gegn þeim skaða sem símhler- unarúrskurður felur óhjákvæmilega í sér. Úrskurður um símahlerun felur í sér aðför að grundvallaratriðum heilbrigðs réttar- fars. Bjarni Benediktsson benti á það 1936 að með úrskurði um símahlerun sé í fyrsta lagi tekinn af mönnum rétturinn til vitn- eskju um dómsathöfn sem beint er gegn þeim, og í öðru lagi séu þeir sviptir rétti til að áfrýja úrskurðinum. Þetta eigi ekki aðeins við um þann sem aðgerðin beinist gegn, heldur alla þá sem hringja úr eða í viðkomandi símanúmer. Með lögum um meðferð opinberra mála frá 1951 er sú breyting gerð að dómari skuli kveða upp úrskurð um heimild til símahler- unar í stað ráðherra áður. Þar með er kom- inn formlegur aðskilnaður milli fram- kvæmdavalds og dómsvalds sem væntanlega á að tryggja að vinnubrögðin séu hlutlæg og óvilhöll. Það er því fróðlegt að skoða dæmi um þau. Hjá mér eru hægust heimatökin að skoða þá heimild sem veitt var til hlerunar á síma tengdaföður míns, Hannibals Valdi- marssonar, árið 1961. Á meðfylgjandi mynd er bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sakadómarans í Reykjavík dagsett 26. febrúar 1961, þar sem farið er fram á hler- unarúrskurð. Þar segir: „Með því að óttast má að tilraunir verði gerðar til að trufla starfsfrið Alþingis á næstu dögum, en þar verða til umræðu mál- efni, sem valdið hafa miklum deilum á þessu þingi og einnig valdið hótunum um ofbeldisaðgerðir, er til frekari meðferðar kemur á því, þannig að öryggi ríkisins geti stafað hætta af er því beint til yðar, herra sakadómari, að mál þetta verði tekið til athugunar og vill ráðuneytið í því sambandi benda á hvort ekki þætti tiltækilegt að láta hlusta á samtöl í eftirtöldum símanúmerum í því skyni að afla upplýsinga um þetta efni. Símanúmer þau sem til greina koma eru“ (hér sjást aðeins tvö númer, 19348 sem er sími Alþýðusambands Íslands en Hannibal var forseti ASÍ og 36171 sem er heimasími Hannibals og Sólveigar, – önnur númer eru yfirstrikuð). Undir þetta skrifar ráðuneyt- isstjórinn. Ekki getur þetta talist ítarlegur mál- flutningur eða sannfærandi rök. En saka- dómari bregst skjótt við og setur samdæg- urs rétt í sjálfu dómsmálaráðuneytinu, en þangað hlýtur hann að hafa verið boðaður, og skráir í gerðabók eigin hendi: „Ár 1961, sunnudaginn 26. febrúar, var sakadómur Reykjavíkur settur í Arnarhváli og haldinn af Valdimar Stefánssyni saka- dómara með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið 1. Framlagt bréf dómsmálaráðu- neytisins. Dómari leggur fram nr. 1, bréf dóms- málaráðuneytisins dagsett í dag, svohljóð- andi (vitnað í ofangreint bréf) Dómari kvað upp svofelldan úrskurð: Með tilliti til hins framlagða bréfs dóms- málaráðuneytisins þykir rétt að ákveða, að hlustað skuli fyrst um sinn á símtöl þau, sem fram fara frá eftirtöldum símum hér í bænum, til öflunar upplýsinga um þau efni sem í framlögðu ráðuneytisbréfi greinir. Símanúmerin eru: (upptalning eins og að ofan). Því úrskurðast: Hlusta skal fyrst um sinn í framangreindu skyni á þau samtöl sem fara fram í nefndum símum. Undir þetta rita sakadómari og vottar. Ekki getur þetta talist flókin málsmeð- ferð, engin eftirgrennslan, enginn vitnis- burður, engar frekari röksemdir með eða á móti. Ekkert sem bendir til að dómarinn hafi þarna vegið og metið hagsmuni ríksis- ins á móti þeim grundvallarrétti manna sem friðhelgi einkalífs, og þar með síma, er. Í mínum augum er þetta samráð valdhafa og dómara, eða eins og Bretar segja: Your wish is my command. Í þessu tilfelli er aðskilnaður framkvæmdavalds og dóms- valds bara að forminu til, – en enginn í raun. Víst eru liðin bráðum 50 ár síðan þetta gerð- ist og tíðarandinn er annar. En þörfin á að virða grundvallarrétt manna er söm. Við bætum ekki aðferðir okkar né athafnir nema með því að læra af reynslunni. Það verður best gert með því að sópa ærlega undan teppinu. Norðmenn gerðu það í kjöl- far þess að upp komst um víðtækar sím- hleranir og persónunjósnir á dögum kalda stríðsins, sem í mörgum tilfellum vörðuðu við lög. Þeir byrjuðu á því að aflétta þagnar- skyldu af öllum sem starfað höfðu að þess- um vafasömu eða ólöglegu athöfnum, veittu þeim fyrirfram sakaruppgjöf og opnuðu aðgang fyrir alla að öllum skjölum sem vörðuðu þessi mál. Þannig tókst þeim að hreinsa andrúmsloftið. Það sama þurfum við að gera – refjalaust og ganga hreint til verks. Ekki til þess að koma sök á menn eða varpa skugga á minn- ingu stjórnmálamanna eða embættismanna, – heldur til þess að læra af reynslunni. Kort- leggja skerjagarðinn. Grundvallarréttur símnotenda Það var sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson sem hristi upp í samfélagsumræðunni í vor, þegar hann hélt því fram á Söguþingi, að hann hefði heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld hefðu látið hlera síma nokkurs fjölda á meðan kalda stríðinu stóð. Í framhaldinu var deilt um hver hefði aðgang að þeim skjölum sem Guðni fékk að sjá, hver hafi verið hleraður og hvern mátti hlera. Guðrún Pétursdóttir skrifar um símhleranir, sérstaklega hjá tengdaföður sínum Hannibal Valdimarssyni. Þegar hans sími var hleraður var hann forseti ASÍ, formaður Alþýðubandalagsins og þingmaður. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegs- stofnunar Háskóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.