Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 24

Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 24
Þann 22. janúar tók vinstrimaður- inn Evo Morales, Aymara-indíáni kominn af fátæku bændafólki, við embætti forseta Bólivíu fyrstur manna úr röðum innfæddra. Meira en helmingur íbúa Bólivíu er af frumbyggjaættum og kosning Morales var talin marka tímamót í baráttu frumbyggja Suður-Amer- íku fyrir pólitískum völdum. Þegar hann tók við völdum byrjaði hann á að þjóðnýta hinar miklu náttúruauðlindir Bólivíu og lagði jafnframt af alla baráttu gegn ræktun kókaplöntunnar. For- sendurnar voru þær að þrátt fyrir að hægt sé að vinna kókaín úr blöðum plöntunnar, megi nýta þau með ýmsum löglegum hætti, til dæmis sé framleitt úr þeim te sem er vinsæll drykkur í landinu. Sam- kvæmt fregnum New York Times hefur Morales heitið því að fá rík- isstjórnir annarra landa til að opna markaði sína fyrir þessari fram- leiðslu. Í kosningum sem fram fóru í Palestínu 25. janúar unnu hin her- skáu samtök Hamas stórsigur á hinum hófsamari en spillta flokki Fatah, sem áður var undir forystu hins fallna leiðtoga Yassers Araf- at. Þar með var endi bundinn á samfellda stjórn Fatah-manna í Palestínu síðan þing var þar fyrst kvatt saman 1996. Hamas-samtökin eiga sér tvær hliðar. Hófsamari armur þeirra hefur komið á fót heilsugæslu- stöðvum, skólum og annarri almenningsþjónustu á svæðum Palestínumanna og öðlast miklar vinsældir fyrir vikið. Hernaðar- armur þeirra stóð hins vegar fyrir herferð sjálfsmorðsárása í Ísrael á árunum 1994–2005 sem gerir það að verkum að flest vestræn lönd líta á samtökin sem hryðjuverka- samtök. Viðbrögð Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri landa við kosningasigri Hamas voru að stöðva alla beina aðstoð við stjórn- völd í Palestínu þangað til samtök- in létu af ofbeldisverkum og viður- kenndu tilverurétt Ísraelsríkis. Þann 9. febrúar tilkynnti banda- ríska krabbameinsstofnunin að dauðsföllum af völdum krabba- meins í Bandaríkjunum hefði fækkað á milli ára í fyrsta sinn síðan byrjað var að halda skrár um þetta árið 1930, þegar krabba- meinsúrskurður jafngilti dauða- dómi. Fyrsta árið sem tölur staðfestu þetta var 2003 en það ár létust 556.902 úr krabba í Bandaríkjun- um, 369 færri en árið á undan. Sér- fræðingar leiða líkur að því að þetta megi þakka minnkandi reyk- ingum og framþróun í meðferð krabbameins. Tölur um neyslu á gosdrykkjum í Bandaríkjunum sem birtar voru 8. mars, sýndu minnkandi neyslu í fyrsta sinn síðan mælingar hófust fyrir rúmum tuttugu árum. Neyslan minnkaði um 0,7 af hundraði 2005 sem vissulega er afar lítið, en sérfræðingar telja að þessi þróun muni halda áfram. Vegna vaxandi vitundar um heilsu- far og þyngd, hefur neysla Banda- ríkjamanna á vatni, ávaxtasafa og orkudrykkjum aukist og má því segja að gosdrykkjaþamb sé ekki lengur í tísku. Þetta gæti verið vatn á myllu Pepsi Cola í baráttunni við Coca- Cola, en Pepsi hefur mun fleiri drykkjartegundir á markaðnum en þeir kókmenn. Þann 9. mars var tilkynnt að pak- istanski gamanleikarinn og leik- stjórinn Omar Sharif, sem forðast ber að rugla saman við nafna hans leikarann egypska, myndi leik- stýra Bollywood-myndinni Tum Mere Ho (Þú ert mín) og þar með verða fyrsti Pakistaninn til að leikstýra indverskri kvikmynd. Kvikmyndir frá Bollywood eru bannaðar í Pakistan, en njóta samt gífurlegra vinsælda þar, en þeim er einkum dreift á svörtum mark- aði á mynddiskum. Menningarleg samskipti af þessu tagi milli þjóð- anna hafa aukist í seinni tíð þrátt fyrir pólitískar erjur, kjarnorku- tilraunir og deiluna um yfirráð yfir Kasmír. Hin þekkta breska leyniþjónusta MI6 hratt auglýsingaherferð af stað í dagblaðinu Times þann 27. apríl, þar sem hún auglýsti í fyrsta sinn í 97 ára sögu sinni eftir nýjum njósnurum. Stofnunin sem eitt sinn var athvarf hvítra yfirstétt- armanna, sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að starfsmenn hennar þyrftu breiðari og fjölbreyttari bakgrunn til að hún gæti betur tekist á við verkefni eins og alþjóð- lega hryðjuverkastarfsemi. Síðar á árinu veittu tveir yfir- menn stofnunarinnar BBC nafn- laust viðtal um þessa auglýsingu, nokkuð sem áður var óhugsandi. Aðdáendum myndanna um njósn- arann James Bond til mikilla von- brigða, sögðu þeir að þótt starfið sé iðulega ljóma vafið séu ein- kunnarorð Bonds „licence to kill“ einungis goðsögn. Hins vegar sé í raun og veru starfandi tæknisér- fræðingur hjá stofnuninni sem kallast Q. Þann 25. maí efndi ríkisstjórn Suður-Kóreu í fyrsta sinn til kosn- inga á smáeyjunum Dokdo, sem er umdeildur eyjaklasi miðja vegu milli Suður-Kóreu og Japan. Íbú- arnir tveir, fiskimaður og kona hans greiddu atkvæði ásamt opin- berum starfsmönnum sem eru staðsettir á eyjunum. Ríkisstjórn- ir beggja landa gera tilkall til eyj- anna, sem kallast Takeshima í Japan, en þær eru á svæði þar sem vonir standa til að megi finna nátt- úrulegar gaslindir. Hinn 66 ára gamli fiskimaður og kona hans fluttu til baka til eyj- anna á þessu ári, tíu árum eftir að þau neyddust til að yfirgefa þær vegna ofviðris sem lagði heimili þeirra í rúst. Þann 1. júlí tók Hu Jintao forseti Kína í notkun fyrstu járnbrautina milli Kína og Tíbet, en hún tengir saman hið fornfræga og einangr- aða Tíbet og iðnaðarhéruð Austur- Kína. Búist er við að Kínverjum í Tíbet fjölgi til muna með tilkomu járnbrautarinnar og þar með herði þeir tök sín á landinu, en sjálf- stæðis þess hefur verið krafist allar götur síðan það var hernum- ið af Kína árið 1949. Samkvæmt fréttum New York Times er járnbrautin milli Kína og Tíbet ein sú hæsta í heimi, fer upp í rúmlega fimm kílómetra hæð yfir sjávarmáli og eru lestarvagn- arnir búnir jafnþrýstibúnaði eins og flugvélar til að koma í veg fyrir að farþegar veikist vegna hæðar- innar. Gyanendra konungur Nepals varð sextugur þann 7. júlí og fór afmælisfagnaðurinn að mestu fram í kyrrþey. Samkvæmt frétt- um Reuters voru opinberar stofn- anir og skólar opin í fyrsta sinn í mörg ár á afmælisdegi konungs og ráðherrar létu ekki sjá sig við veisluhöldin. Gyanendra erfði konungdæm- ið eftir bróður sinn eftir að kon- ungsfjölskyldan var myrt með dularfullum hætti árið 2001 og tók sér alræðisvald árið 2005. Almenn mótmæli urðu hins vegar til þess að fyrr á þessu ári varð hann að láta undan kröfum um að endurreisa þing landsins. Ríkis- stjórnin sem tók við í kjölfarið svipti hann völdum og forréttind- um að mestu, þar á meðal skatt- leysi og heimildum til að stjórna her landsins. BBC sagði frá því að ríkis- stjórnin hefði sent konungi skeyti í stað sendisveitar háttsettra embættismanna eins og venja hefur verið. Í fyrsta sinn í sögunni... Á hverju ári gerist eitthvað sem aldrei hefur gerst áður og árið 2006 var engin undantekning á því. James Bond varð ljóshærður og bláeygður, frumbyggi varð forseti í Bólivíu, Hamas komust í stjórn í Palestínu og fyrsta heilsugæslustöðin var opnuð fyrir vél- menni, svo eitthvað sé nefnt. Patti Sonntag fer yfir það nýja, það skrítna og það fréttnæma sem gerðist í fyrsta sinn árið 2006.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.