Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 32

Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 32
„Ágiskun konu er áreiðan- legri en fullvissa karl- manns.“ Þrautseigur munkur tekinn af lífi AFMÆLI Örn Arnarson, sundmaður úr SH, var í vikunni útnefndur íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 2006. Örn hlaut bronsverðlaun í 50 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug fyrr í þessum mánuði og setti nokkur Íslandsmet á sama móti. Fyrir skömmu var Örn einnig útnefndur sundmaður ársins hjá Sundsambandi Íslands. „Það er nú einu sinni svo að þegar maður er að æfa svona stíft þá er lítið svigrúm fyrir annað. Auðvitað var þetta afar ánægjulegt en ég fagnaði þessu bara á minn hátt; fór heim að borða og svo á æfingu morguninn eftir,“ segir Örn og tekur þessu öllu með mikilli ró. Þetta er í sjötta skiptið sem Örn hlýtur sæmdarheitið íþróttamaður Hafnarfjarðar en áður hafði hann verið kjörinn í ein fimm ár í röð, frá 1997 til 2001. „Já, ég flutti mig til Keflavíkur í tvö ár og svo er þetta búið að vera vesen með meiðsli og önnur heilsufarsvandamál.“ Örn glímdi við hjartagalla sem þurfti að komast fyrir með tveimur hjarta- þræðingum og fór hann í þá seinni eftir að vandinn tók sig upp á HM í Kína fyrr á árinu. „En nú virðist mér að þessi mál séu öll að baki og það er frábært. Auðvitað er maður alltaf samt með einhverja verki sem fylgja álaginu af því að æfa svona mikið. Það væri frekar að ég héldi eitthvað vera að ef ég væri alveg verkja- og óþæg- indalaus vegna þess að æfingarnar ganga talsvert út á að ganga eins nærri mörkum ofþjálfunar og hægt er. Eins og þetta er alla jafna þá æfi ég um fimmtán sinnum í viku og það tekur auðvitað á skrokkinn. Það er þó ómetanlegt hvað ég hef mætt miklum skilningi hjá stjórnendum lauganna í Hafnarfirði og svo auðvitað hjá for- ystusveit SH. Það er starf þessa fólks og fleiri góðra stuðningsaðila minna sem gerir mér kleift að standa í þessu. Á milli þess sem ég æfi þá er ég að vinna við þjálfun yngstu iðkendanna hjá SH og það er gríðarlega gefandi og skemmtilegt að vinna með öllum þessum duglegu og efnilegu krökk- um,“ segir Örn. Örn hefur sem sagt í nógu að snú- ast þessa dagana enda stefnir hann á fjölda stórmóta á næstunni. „Ég er á leiðinni á mót í Lúxemborg í janúar, heimsmeistaramótið í Ástralíu í mars, smáþjóðaleikana í Mónakó í júni og er auk þess að skoða möguleikana á fleiri mótum. Ég geri svo ráð fyrir að fara óvenju snemma í sumarfrí þetta árið eða í byrjun júlí, það þýðir að þegar ég kem aftur úr fríi í lok þess mánað- ar bíður mín stíft 12–13 mánaða æfingaprógramm fram að Ólympíu- leikunum í Peking. Ég verð líka að játa að leikarnir í London virðast ætla að verða ansi glæsilegir og freistandi svo það er aldrei að vita nema ég setji stefnuna á þá.“ Okkar ástkæri og góði faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Jóhannsson húsasmíðameistari, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.00. Margrét Guðmundsdóttir Friðrik Ágúst Helgason Jóhann Bogi Guðmundsson Gerður Guðmundsdóttir Þór Whitehead Dröfn Guðmundsdóttir Sigurður Skúlason barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Snæborgar Jóhönnu Stefánsdóttur Eiðsvallagötu 36, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Bakkahlíðar og Skógarhlíðar fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Með ósk um farsæld á nýju ári. Bragi Stefánsson Helga Sigurlaug Aðalgeirsdóttir Guðmundur H. Svavarsson Allý Halla Aðalgeirsdóttir Hilmar Brynjólfsson Ingibjörg Bragadóttir Stefanía Bragadóttir Gunnar Örn Guðmundsson Vala Bragadóttir Hallur Eyfjörð Þórðarson ömmubörn og langömmubarn. Móðir mín, amma og langamma, Kristjana Ragnheiður Ágústsdóttir frá Búðardal, sem andaðist á Landspítala - háskólasjúkrahúsi föstudaginn 23. desember, sl. verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju 2. janúar nk. kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Magnúsdóttir, Íris Hrund Grettisdóttir, Magnús Þór Guðmundsson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og vinur Kristján Kristjánsson frá Miðkoti, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Upsum. María Kristjánsdóttir Jón Benediktsson Björg Jónsdóttir Ísleifur Kristinsson Kristján Ingi Jónsson Benedikt Hrólfur Jónsson Hafsteinn Pálsson og Filipía Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Guðmundsdóttir Hjallavegi 3, Flateyri, andaðist á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar mánu- daginn 25. desember. Útför hennar verður gerð frá Flateyrarkirkju 30. desember kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar njóta þess. Páll Önundarson Úlfar Önundarson Barði Önundarson Elva Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og tengdafaðir, Helgi Aðalsteinsson Helgi tattoo, húðflúrmeistari, lést mánudaginn 25. desember. Útför hans fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Sigríður Óskarsdóttir og börn. 50 ára afmæli Hún er fimmtug í dag !!! Hún Gréta okkar er fimmtug í dag þótt ótrúlegt megi virðast. Afmæliskveðjur og þúsund kossar frá fjölskyldumeðlimum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.