Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 86

Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 86
Ég verð nú bara að viðurkenna að mér finnst áramótin framundan barasta ekkert merkileg. Ekki misskilja mig og halda að ég sé fúl á móti, smíði skútur og skerpi skauta. Ég bara nenni ekki að eltast við þetta fár sem einkennir nýtt ár. Fyrir nokkrum árum síðan eyddi ég jólunum í Búdapest. Á aðfanga- dag borðaði ég ferskvatnsfisk í heilu lagi sem hafði sítrónu í kjaft- inum. Mánudagsmat. Bjakk. Eyddi jólunum umkringd Ungverjum sem dældu endalaust í mig ungversku áfengi þar sem þeir töldu konu ætt- aða frá landi víkinga lítið annað gera á jólum en detta í það með sæmd og tilheyrandi uppköstum. Flúði ég svo til Madríd þar sem ég eyddi áramótunum umkringd æstum Spánverjum og komst að því að skortur á leigubílum á nýársnótt er ekki aðeins landlæg- ur á Íslandi. Ég labbaði heim þetta kvöld. Og það að labba heim í Madríd er heldur ólíkt því að labba heim í Reykjavík skal ég segja ykkur. Komst heim rétt fyrir þrettándann. Þannig fór um hátíð þá, minn- ingin er ljúf og hælsæri heimgöng- unnar löngu gróin. Ég hins vegar lærði að stundum er gott að hvíla rótgrónar hefðir, brjóta út af van- anum og reyna eitthvað nýtt. Hvort sem það er ungverskt heimabrugg ungverskrar ömmu eða maraþon- ganga um Madríd þvera og endi- langa þá leiða slík stílbrot af sér þakklæti fyrir gömlum hefðum. Því hef ég ákveðið að hvíla aðeins ára- mótin þetta árið. Hanga bara heima. Ég bíð spennt eftir að komast að því hvernig sé að vakna óþunnur á nýársdag og ekki bíða í fjóra tíma eftir leigubíl í fyrsta slagviðri árs- ins. Ó hvað ég á svo eftir að skemmta mér vel í leigubílaröðinni í fyrsta skítaveðri ársins 2008. Ég að sjálfsögðu óska ykkur öllum gæfu á nýju ári og þakka ykkur kærlega fyrir að lesa mig. Munið svo að sá sem aldrei gerir mistök gerir aldrei neitt, svo lifið og njótið á nýju ári. Góð áramót. ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.