Fréttablaðið - 30.12.2006, Síða 98

Fréttablaðið - 30.12.2006, Síða 98
„Það sem veldur mest- um áhyggjum er hversu fáir dóm- arar eru til staðar og álagið á þá er þar af leiðandi gríðarlegt. Þetta er eitthvað sem þarf að bæta úr,“ segir Bjarni Gaukur Þórmundsson, formaður dómaranefndar Körfu- knattleikssambands Íslands. Bjarni segir sérstakt áhyggju- efni vera hversu fáir dómarar eru á höfuðborgarsvæðinu en staðan er betri á Suðurlandi. Dæmi eru um að félög í Reykjavík hafi þurft að borga fjórfaldar upphæðir fyrir dómara til að fá þá frá Flúð- um þar sem engir dómarar voru til taks í borginni. „Þetta er mjög slæmt fyrir félögin þar sem það er enginn jöfnunarsjóður í körfu- boltanum, þessi mikli kostnaður gengur ekki til lengdar.“ Bjarni hefur lengi verið viðrið- inn körfuboltann og hefur meðal annars dæmt sjálfur en neyddist til að taka sér hlé vegna álags- meiðsla á hné. Tveir af A-dómurum KKÍ eru nú frá vegna hnémeiðsla, þeir Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmundur Herbertsson. „Hnéð þoldi ekki að dæma fjögur til fimm kvöld í viku,“ segir Bjarni sem segir hugarfarsbreytingar gagn- vart dómurum vera þörf hjá þeim sem koma að körfuboltanum. „Það eru alltof fáir sem vilja vera dómarar, margir halda að þetta sé bara niðrandi og algjör hörmung, sem það er auðvitað ekki. Það er lífsstíll að vera dóm- ari. Þetta er frábær líkamsrækt og það er ákveðinn lífsstíll að halda sér í formi fyrir leikina. Félög, áhorfendur og stjórnar- menn þurfa að einblína á að hætta að hrauna yfir dómara þegar þeir eiga það ekki skilið. Því miður er það alltof algengt og nokkur skemmd epli innan um áhorfend- ur eiga það til að æsa múginn upp gagnvart dómurum, sem auðvitað gera sín mistök, eins og leikmenn. Það þarf að koma fram við dómara af sömu virðingu og við leikmenn,“ segir Bjarni. Aðsókn á dómaranámskeið á vegum KKÍ hefur verið mjög dræm og til að mynda skráði sig enginn á námskeið á vegum sam- bandsins í haust auk þess sem fleiri námskeið hafa fallið niður. „Þetta liggur einnig hjá KKÍ. Við munum vera duglegri að bjóða upp á námskeið og það er metnað- ur minn sem formaður dómara- nefndar að fjölga dómurum í stétt- inni og hlúa vel að þeim sem koma inn í hana. Það er mjög mikil- vægt,“ sagði Bjarni sem hvetur félög til að leita að mönnum til að senda á dómaranámskeið á nýju ári. Bjarni Gaukur Þórmundsson, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur miklar áhyggjur af dómaramálum í körfuboltanum á Íslandi. Hugarfarsbreytingar er þörf, segir Bjarni sem lýsir eftir nýjum dómurum alls staðar á landinu. Alan Pardew, nýráðinn knattspyrnustjóri Charlton Athletic, hefur gengið frá fyrstu kaupum sínum. Í gær var það kunngert að kínverski landsliðs- maðurinn Zheng Zhi muni vera á láni hjá Charlton út yfirstandandi leiktíð. Zheng Zhi er miðjumaður. Charlton er einnig á eftir skoska varnarmanninum Steven Pressley, sem nýlega rifti samningi sínum við Hearts, en auk Charlton eru Southampton og Celtic einnig sögð á höttunum eftir Pressley. Kínverji til liðs við Charlton Obafemi Martins, sóknarmaður Newcastle, hefur verið á skotskónum að undan- förnu og hann segir að Newcastle liðið verði óstöðvandi á árinu 2007. „Ég þakka Guði fyrir að vera að standa mig betur núna en þegar ég kom fyrst til liðsins. Það hefur tekið tíma en ég er farinn að skilja enskuna og enska fótboltann betur. Ég erfi það sem sagt var um mig í byrjun ekki við neinn. Roeder er góður leiðtogi og hann veitti okkur sjálfstraust. Ég mun alltaf reyna að gera mitt besta fyrir hann. Næsta ár verður gott. New- castle er metnaðargjarnt félag og það er allt til staðar til að standa sig vel á næsta ári. Þegar Damien Duff og fleiri koma aftur úr meiðslum þá verðum við óstöðv- andi,“ sagði Martins. Við verðum óstöðvandi Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hótar því að hann gæti yfirgefið félagið ef það selur ungstirnið Micah Richards sem er undir smásjá allra helstu stórliðanna á Englandi, þá sér í lagi Chelsea. „Ef ég segi nei við því að selja hann, þá vona ég að það þýði að klúbburinn segi nei líka, annars getur einhver annar tekið við félaginu. Ég held að hann vilji vera hérna áfram og það er auðvitað ekki skynsamlegt að selja lykilmenn í liðinu sínu,“ sagði Pearce. Ég fer ef Micah verður seldur Didier Drogba, leikmað- ur Chelsea, viðurkennir að hann hafi íhugað framtíð sína hjá Eng- landsmeisturunum vandlega síð- asta sumar. Drogba hefur svo sannarlega fundið fjölina sína á undanförnu misserum en hann hefur nú skorað tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni og samtals nítján mörk í öllum keppnum. „Eftir hvert tímabil verður maður að leggjast yfir það sem maður hefur áorkað. Það voru nokkur lið sem vildu kaupa mig síðasta sumar og því varð ég að skoða það vandlega þar sem ég var búinn að vinna deildina hérna tvö ár í röð. Ég hugsaði þó ekki lengi um þetta þar sem Chelsea sýndi mér hversu mikið félagið metur mig og vildi að ég yrði hér áfram,“ sagði Drogba. Þessi ógnarsterki framherji varð miðpunktur athyglinnar þegar Chelsea eyddi 30 milljónum punda í einn nafntogaðasta sóknarmann heims, Andriy Shevchenko. Þrátt fyrir allt hafði það engin áhrif á val Drogba að vera áfram hjá Chelsea. „Þetta snerist ekkert um komu Shevchenko, þetta snerist bara um mig og Chelsea,“ sagði Fílabeins- strendingurinn knái sem hefur verið hrósað í hástert að undan- förnu af samherjum sínum. „Didier hefur verið magnaður á tímabilinu. Hann er ótrúlega sterk- ur og erfiður við að eiga. Hann er markaskorari af Guðs náð og hefur aldrei litið betur út en núna. Með hann í þessu formi getum við vel unnið titilinn og ég á ekki von á því að hann slaki neitt á eftir áramót. Drogba er klárlega líklegastur til að hreppa markakóngstitilinn,“ sagði miðjumaðurinn Arjen Robb- en um samherja sinn í liði Chelsea. Ég íhugaði framtíð mína vandlega í sumar Fyrir yfirstandandi leik- tímabil í ensku úrvalsdeildinni var talið að framtíð Cristianos Ron- aldo hjá Manchester United væru í hættu. Margir stuðningsmenn enska landsliðsins ákváðu að kenna Ronaldo um að liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í sumar eftir samskipti hans við Wayne Rooney í átta liða úrslitum keppninnar. Ronaldo ákvað þó á endanum að vera áfram í herbúðum United og er nú talinn hvað líklegastur til að vera valinn leikmaður ársins í Englandi fyrir frammistöðu sína. „Hann er búinn að vera hreint frábær, en gleymum því ekki að hann er bara 21. árs og á eftir að verða enn betri. Hann er sífellt að taka framförum og er stöðugt hættulegur, varnarmenn eiga oft mjög erfitt með að ráða við hann,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Ronaldos sem er búinn að leika lykilhlutverk með United á leik- tíðinni og skorað alls tíu mörk. Ronaldo fær oftast óblíðar mót- tökur frá stuðningsmönnum ann- arra liða á Englandi sem kenna honum um að Wayne Rooney, sam- herji hans hjá United, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign Portú- gala og Englendinga á HM. Þrátt fyrir að það sé í sífellu púað á hann svarar hann á réttan hátt, með frammistöðu sinni á vellinum. David Beckham fékk svipaðar móttökur á Englandi eftir að hafa fengið rautt spjald í leik gegn Arg- entínu á HM 1998. „David gekk í gegnum það sama og Ronaldo er að gera núna. Hann komst í gegnum þetta og það styrkti hann bara enn meira, það sama er að gerast með Ronaldo,“ sagði Ferguson. Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Ferguson, hefur einnig lofsungið Ronaldo og segir að hann sé tekinn við kyndlinum af Luis Figo sem helsti knatt- spyrnumaður Portúgala. „Svo lengi sem hann lendir ekki í meiðslum getur hann verið einn besti leikmaður heims. Ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins frammistöðu eins og hjá honum leik eftir leik,“ sagði Queroz um Ronaldo. Gengur í gegnum það sama og Beckham Í gær bárust þær fregnir að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, væri tilbúinn til að selja sóknar- manninn Peter Crouch til Newcastle og ætlaði sér að kaupa Spánverjann David Villa í hans stað. Benitez svaraði þessum fregnum í gær og sagði að ekkert væri hæft í þeim. „Ég get sagt ykkur það að ég hef ekki áhuga á David Villa. Hann er frábær leikmaður en á þessari stundu er ég ekki að spá í að kaupa hann og það þýðir að við erum ekki að spá í að selja Crouch,“ sagði Benitez. Auk þess bar Glenn Roeder, stjóri Newcastle, þessar sögur til baka og sagði að ekkert væri hæft í þeim. Ætlar ekki að selja Crouch Mike Fratello, þjálfari Memphis Grizzlies, segir að sýna þurfi Spánverjanum Pau Gasol þolinmæði og gefa honum tíma til að jafna sig almennilega eftir að hann fótbrotnaði á heimsmeist- aramótinu í körfubolta í sumar. Hefur Gasol aðeins spilað sjö leiki fyrir Memphis í haust en liðinu hefur gengið illa. „Ég er auðvitað ánægður með að fá hann aftur,“ sagði Fratello. „En það gefur augaleið að maðurinn getur ekki mætt aftur eftir fjögurra mánaða fjarveru og gert það sem allir aðrir hafa verið að gera.“ Sýnið Gasol þolinmæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.