Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2006, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 30.12.2006, Qupperneq 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Nei, þetta er nú ekki eitthvað sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Heimir Jónasson aðspurður hvort uppsögn hans sem forstöðumaður Stöðvar 2 hefði átt sér lang- an aðdraganda. Heimir lætur af störfum hjá fyrir- tækinu nú um áramótin. Tilkynnt hefur verið að Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs, taki við starfinu en hann verð- ur titlaður sjónvarpstjóri Stöðvar 2. Heimir segir að árin sjö í starfi hafi verið einu orði sagt frábær en Heimir er ábyrgur fyrir vinsælum þáttum á borð við Viltu vinna milljón og Idol-stjörnuleit. „Ég hef farið í gegn- um margar sveiflur hjá stöðinni og starfað með frábæru fólki. Ég er ánægð- ur með mín störf og þetta hefur verið frábær rússí- banareið,“ segir Heimir sem sagði að meginástæðan fyrir brotthvarfi sínu væru mismunandi áherslur hjá sér og Ara Edwald, for- stjóra 365 miðla. Heimir þekkir vel til Pálma Guðmunds- sonar, arftaka síns, og sagði fyrirtækið varla geta fundið betri mann í starfið. „Pálmi er toppmaður, einn af mínum bestu félög- um í vinnunni og það eru allir í góðum höndum hjá honum,“ segir Heimir sem vildi ekki upplýsa hvert hans næsta verkefni eftir það yrði. Heimir Jónasson hættur á Stöð 2 „Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. Eins og greint var frá um miðjan október var Magna ásamt Toby, Dilönu og húshljóm- sveitinni víðfrægu ýtt út af borð- inu vegna launamála en samning- ar hafa náðst að nýju. „Ég er ekki að fara að meika það og hef ekkert sérstakt upp úr þessu. Ég er hins vegar viss um að hver ein- asti maður sem kann að glamra á kassagítar myndi ekki slá hend- inni á móti svona tilboði,“ svarar Magni aðspurður hvort nú bíði hans ekki bara gull og grænir skógar úti í hinum stóra heimi. Hljómsveitin fer til allra stærstu borga í Norður-Ameríku, kemur við í Kanada og herlegheit- unum lýkur svo í Los Angeles þar sem þættirnir voru einmitt teknir upp og stjarna Magna reis sem hæst. Söngvarinn hefur ferðast um landið með hljómsveit sinni Á móti sól en hann segir þessar tón- leikaferðir ekki sambærilegar. „Þetta er svolítið öðruvísi en að troða upp í Hreðavatnsskála, bæði verður rútan mun flottari og svo erum við að spila á tónleikastöðum sem hýsa tugþúsundir áhorfenda,“ segir Magni í gríni. Rock Star: Supernova hefur ráðið til sín nýjan bassaleikara eftir að Jason New- sted slasaðist rétt áður en tónleika- ferðin átti að hefjast. Sá heitir Johnny Colt og spilaði áður með bandarísku rokkhljómsveitinni Black Crowes og að sögn Magna þykir hann víst ögn hressari en forveri hans Newsted sem löngum hefur haft orð á sér fyrir að vera hálfgerður fýlupúki. Magni ætlar hins vegar ekki að kveðja landið þegjandi og hljóða- laust því Á móti sól stendur fyrir stórdansleik á Broadway í kvöld. Söngkonan Dilana hyggst troða upp með sveitinni en Magni upp- lýsir að hljómsveitin sé farin í óformlegt frí um óákveðinn tíma. „Hljómsveitir hætta ekki, þær taka sér bara smá pásu,“ segir Magni. ... fær Ísleifur Þórhallsson sem ætlar að bæta bíómenningu landans með fjölgun óháðra kvikmynda, færri auglýsingum og afnámi hléa. Vesturportsparinu Gísla Erni Garðarssyni og Nínu Dögg Filipp- usdóttur fæddist lítil stelpa á fimmtudaginn, en hún er fyrsta barn þeirra hjóna. Prins- essan hefur hlotið nafnið Rakel María, og heit- ir þar með í höfuð- ið á föðursystur sinni, Rakel Garð- arsdóttur sem er framkvæmda- stjóri Vesturports. Rakel var að vonum stolt af nöfnu sinni og sagði alla vera við hestaheilsu þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær, en hún var þá búin að heilsa upp á splunkunýja frænku sína. „Hún er bara lítil, sæt stelpa. Falleg og eiturhress,“ sagði hún sposk. Rakel María var einar 16 merkur þegar hún kom í heiminn. „Þetta er stór og stæðileg stelpa,“ sagði Rakel hin eldri. „Það eru náttúrulega allir í skýjunum með þetta, eins og alltaf þegar börn fæðast. Það er voða sjaldan eitthvað annað í gangi,“ bætti hún við. Nína Dögg hefur haft hægt um sig að undanförnu og dvaldist til dæmis heima við á meðan Vesturport lagðist í leikleiðangur um Evrópu. Í síðasta afkvæmi Vesturports, kvikmyndinni Börnum, fór Nína Dögg hins vegar á kostum í hlutverki fjögurra barna móður og hefur því ein- hverja reynslu af hlutverkinu sem hún spreytir sig nú á í veru- leikanum. Vesturportsprinsessa fædd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.