Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 22
fréttir og fróðleikur Hefur alhliða eftirlit með markaðinum Þrjú ný framboð eru að íhuga að bjóða fram til Alþingis í kosningunum í vor. Þessi framboð eru tveir hópar öryrkja og eldri borgara og samtökin Framtíðarlandið. Fyrri tvo hópana má staðsetja vinstra megin við miðlínu stjórn- málanna en Framtíðarland- ið virðast vera Hægri-græn umhverfisverndarsamtök. Sérframboð á vegum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Margrétar Sverrisdóttur hafa einnig verið nefnd til sögunnar. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að ástæðan fyrir framboðinu sé fyrst og fremst sú að þeir sem standi að þeim séu fullir af gremju í garð stjórnvalda og hvernig þau hafa staðið að mál- efnum aldraðra, öryrkja og að umhverfismálum. „En það getur einnig verið að þessir hópar treysti ekki stjórnar- andstöðunni til að bæta stöðuna komist hún til valda eftir kosning- ar,“ segir Baldur og bætir því við að það sé athyglisvert að þessir hópar vilji ekki leita á náðir stjórn- arandstöðunnar með sín mál. „Það er umhugsunarvert fyrir stjórnar- andstöðuna, sem hefur fjallað mikið um helstu kosningamál þessara framboða, málefni aldr- aðra, öryrkja og umhverfismál, að hugsanlega verði sérstök framboð til að vinna að þeim,“ segir Bald- ur. Auður Styrkársdóttir stjórn- málafræðingur telur að vanga- veltur þessara hagsmunahópa um framboð kunni að þrýsta á stjórn- málaflokkana til að skerpa stefnu sína fyrir kosningar. „Hótunin um framboð kann að duga til að flokk- arnir taki við sér og sinni stefnu- málum hagsmunahópanna betur. Þetta er hugsanlega áskorun til allra flokka,“ segir Auður. Einar Mar Þórðarson, stjórn- málafræðingur hjá félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands, segir að ástæðan fyrir framboði öryrkja og aldraðra sé sú að þessir hópar séu ósáttir við stöðu sína í samfé- laginu og vilji breyta henni. „Þau vilja koma manni á þing eða vekja athygli á stefnumálum sínum með því að fara í framboð.“ Einar segir að Framtíðarlandið sé ósamstæður hópur en að sam- tökin virðist vilja stofna Hægri- grænan flokk á Íslandi. „Það er hins vegar ekki ljóst hvaða stefnu samtökin taka ef þau bjóða fram því þau hafa ekki gefið það út.“ Einar segist halda að fólkið sem stendur að Framtíðarlandinu vilji ekki kjósa vinstri-græna vegna þeirrar vinstrislagsíðu sem er á flokknum. „Þetta er fólk sem skil- greinir sig til hægri en vill setja umhverfismálin á odinn.“ Baldur telur að ef Framtíðarland- ið, sem hefur umhverfismál sem sitt helsta stefnumál, bjóði fram sé líklegt að framboðið taki fylgi frá vinstri-grænum og Samfylk- ingunni. „Það er áfall fyrir báða flokkana ef Framtíðarlandið fer fram. Umhverfisverndarsinnar sem annars myndu kjósa þessa flokka gætu kosið Framtíðarland- ið.“ Baldur telur að framboð aldr- aðra og öryrkja muni einnig taka fylgi af Samfylkingunni og vinstri- grænum en einnig af stjórnar- flokkunum, sérstaklega Sjálfstæð- isflokknum sem njóti mikils stuðnings meðal aldraðra. Auður telur að ef af framboð- unum verður muni þau taka fylgi af vinstriflokkunum, Samfylkingu og vinstri grænum, því þau séu sprotinn úr þeim farvegi. „Ég held hins vegar að þessi framboð muni ekki fá mikið fylgi ef þau bjóða fram, þetta eru framboð sem berj- ast fyrir einhverju einu máli,“ segir Auður. Einar Mar segir að ef flokkarn- ir bjóði fram muni þeir fyrst og fremst taka fylgi frá vinstriflokk- unum. „Fólkið sem mun kjósa þessa flokka er óánægt með núver- andi stöðu í stjórnmálunum og myndi líklega frekar kjósa stjórn- arandstöðuflokkana,“ segir Einar. Hann telur að stjórnarandstöðu- flokkarnir muni hagnast á fram- boði flokkanna. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, að hann hyggðist ekki stofna til framboðs í kosningunum í vor. Hann útilokaði hins vegar ekki að hann myndi bjóða sig fram til Alþingis í ein- hverjum stjórnmálaflokki. Margrét Sverrisdóttir, sem nýlega gekk út úr Frjálslynda flokknum, segir að hún útiloki ekki að stofna til framboðs á lands- vísu í kosningunum í haust. „Ég útiloka ekkert. Þetta fer allt eftir því hvað fólkið mitt, þeir sem fylgdu mér út úr flokknum og fleiri, vill gera og það liggur ekki fyrir enn,“ segir Margrét. Hún segist ekki hafa átt í neinum form- legum viðræðum við stjórnmála- flokka um að ganga til liðs við þá. Taka fylgi frá vinstriflokkunum Opna fyrir samskipti Hreinar hendur örugg samskipti R V 62 24 A Á tilboði ífebrúar 2007 DAX Handspritt, krem, sápur ofl. Rekstrarvörur 1982–200725ára Jóhanna Runólfsdóttir sjúkraliði, ráðgjafi hjá RV DAX Handáburður 250 ml 2 6 8 k r .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.