Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 48
 { Heima er best } 4 „Þetta er eikarskrifborð sem er smíðað í Svíþjóð 1947. Það er merkt SMV sem stendur fyrir Skandinavisk möbelverk,“ segir Kolbeinn Bjarna- son flautuleikari brosandi um leið og hann sýnir gamalt skrifborð sem stendur undir súð á heimili hans í Þingholtunum. Það erfði hann eftir föður sinn, Bjarna Benediktsson rit- höfund frá Hofteigi á Jökuldal sem dó árið 1978, aðeins 46 ára að aldri. Borðið er með djúpum skúffum, einni í miðjunni og fjórum hvorum megin. Aftan til í þeim eru nokkurs konar leynihólf því allar eru þær tvöfaldar. Einnig eru útdraganlegar plötur sitt hvoru megin við miðju, líkastar skurðarbrettum í eldhúsi. „Ef maður er búinn að hlaða drasli á borðið sjálft getur maður enn bætt við með því að draga þessar plötur út,“ segir Kolbeinn og hlær. Borðið er Kolbeini kært enda hefur það tilfinningalegt gildi fyrir hann auk þess að vera mjög eigu- legt. „Pabbi var náttúrlega ekki ríkur en hlutir voru bara svo vand- aðir á hans tíð. Hann keypti þetta borð þegar hann var í námi í bók- menntafræði við Uppsalaháskóla eftir stríð og kom með það heim,“ lýsir hann og strýkur af natni yfir borðplötuna. „Hann vann á þessu borði allt sem eftir hann liggur. Var með Erica-ritvél sem ég á ennþá og er í nothæfu ástandi en hefur ekki verið notuð eftir að tölvurnar tóku yfirhöndina,“ Kolbeinn kveðst hafa fengið skrifborðið fljótlega eftir lát föður síns. Lært við það þegar hann var í Laugarnes- og Laugalækjarskóla, Menntaskólanum við Tjörnina og síðar Háskólanum en notað það minna eftir að hann sneri sér að tónlistinni. Um tíma hafði hann heimilistölvuna á því og geymdi lyklaborðið í miðskúffunni. „Ég íhugaði meira að segja að gera breytingar á borðinu svo það nýtt- ist betur. Taka framstykkið af skúff- unni til að geta dregið þar tölvu- borð út en svo áttaði ég mig á að það væri fullkomin eyðilegging á þessari ágætu mublu,“ viðurkennir hann. „Nú erum við búin að hag- ræða þannig á heimilinu að tölvan hefur verið færð og gamla borðið heldur sínum virðuleik.“ gun@frettabladid.is Aukaplötur og leynihólf Kolbeinn Bjarnason flautuleikari á forláta skrifborð sem hann erfði eftir föður sinn, Bjarna Benediktsson rithöfund frá Hofteigi. Það getur verið notalegt að sitja við kertaljós á köldum vetrarkvöldum og dreypa á rauðvíni. Þá er nú ekki verra að glösin séu falleg en það ýtir bara enn frekar undir stemning- una. Víða má finna falleg rauð- vínsglös og má segja að almennt sé einfaldleikinn ráðandi í glösun- um í dag. Þá er bara að finna hvað fólki líkar best því úr nógu er að velja. Hér má líta eitthvað af því úrvali sem er í boði í verslunum um þessar mundir. - sig Rauðvín á vetrarkvöldi Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum. Spar Þín Verslun Kópavogi, Fjarðarkaup Hafnarfirði og Lipurtá. NÝTT Fáðu fæturnar mjúkar og fínar á aðeins 2 vikum með nýja , Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.