Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 56

Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 56
 { Dýrin okkar } 12 Snjólfur er myndarlegur köttur í Reykjavík sem virðist við fyrstu sýn jafnvel geta átt ættir að rekja til ísbjarna. Hann er stór og stæðileg- ur, með þykkan hvítan feld og örlít- ið yfir kjörþyngd, eða um átta kíló. Það stendur hins vegar allt til bóta þar sem Snjólfur er í megrun og kvartar hann mikið yfir því. Snjólf- ur er þó alíslenskur fjósaköttur frá Flúðum og var bjargað frá svæf- ingu þegar hann var fjögurra mán- aða. Þá skipti hann líka um kyn en fram að fjögurra mánaða aldri hafði hann verið kallaður Snæfríður þar sem allir héldu að hann væri læða. Nú er Snjólfur sex og hálfs árs og er hann hinn hressasti. Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Flugmálastjórnar Íslands, er stoltur eigandi kattarins Snjólfs. Halla er hins vegar ekki viss um að Snjólfur átti sig á því, hann lítur frekar svo á að þau séu sambýlisfólk og telur Halla jafnvel óvíst að Snjólfur átti sig á því yfirhöfuð að hann sé kött- ur. Hann vill sofa í rúmi eigandans, samkjaftar með mjálmi og vill fá sérsæti í partíum. Um sambýlinginn segir Halla: „Snjólfur er einstaklega ljúfur og félagslyndur kisi. Hann er tölu- verður hefðarköttur, elskar hið ljúfa líf og er afar heimaríkur. Það hefur reyndar aukist með aldrinum og verður hann sífellt vanafast- ari. Hann vill stjórna sínu svæði og eitt af fáum skiptum sem hann reynir að vera ógnandi er í kring- um hunda. Honum er rosalega illa við hunda og gerir sjálfan sig enn stærri þegar þeir eru nálægt og eltir þá. Hann skilur því ekki alveg hver á í raun að flýja. Hann umber börn en er þó ekki yfir sig hrifinn af þeim og reynir að forða sér en í kringum fullorðna er hann hrókur alls fagn- aðar.“ Snjólfur er líkt og flestir kett- ir afskaplega forvitinn og fylgist grannt með öllum framkvæmdum á heimilinu. Hann er duglegur að ferðast og slappar bara af í búrinu sínu í ökuferðum, enda vanur þeim. Hann hlýðir kalli og þekkir nafnið sitt og er hann vel kunnugur fólk- inu í hverfinu. Halla segir að sumir þekki hana jafnvel á kettinum og átti sig á því hver hún sé þegar hún er tengd við stóra hvíta köttinn! Snjólfur er því vinsæll kisi og vekur athygli víða. Halla er afar ánægð með sambýlinginn sem fylgt hefur henni meira og minna í rúm sex ár: „Það er mjög notalegt að koma heim og fá blíðar móttökur. Það eina sem ég gæti kannski sett út á Snjólf er að hann mætti vera aðeins minna frekur við að troða sér í rúmið en annars er hann yndislegur.“ - hs Húsbóndinn á heimilinu Að vera eða vera ekki köttur? Það er spurningin. Undanfarin ár hefur gæludýrum fjölgað gríðarlega og um leið hefur verðið hækkað á ákveðnum teg- undum hunda og katta. Ekki er óal- gengt að fólk eigi hund og kött fyrir 3-400.000 krónur þannig að dýrin eru orðin heilmiklar fjárfestingar. Tryggingafélög hafa boðið upp á gæludýratryggingar undanfarin ár og var Tryggingamiðstöðin með þeim fyrstu til að taka upp slík- ar tryggingar hér á landi. Sigmar Scheving, vörustjóri hjá TM, segir félagið hafa boðið fyrst upp á gælu- dýratryggingar árið 2003. „Það er hægt að fá tryggingar fyrir allar helstu dýrategundir eins og hunda, ketti og fugla. Það er alveg hægt að fá tryggingu fyrir músina sína líka þótt fæstir séu nú í því,“ segir Sig- mar og bætir því við að hestatrygg- ingar séu í sérflokki. „Við bjóðum upp á sjúkratrygg- ingar fyrir kanínur, páfagauka og hamstra en mest eru þó keyptar tryggingar fyrir þau dýr sem kosta 50.000 krónur og þar yfir.“ Sigmar segir dýratryggingarnar skiptast í fernt. „Það eru líf- og sjúkdóma- tryggingar ef dýrið drepst eða miss- ir algerlega heilsu, sjúkratrygging ef þarf að fara með dýrið mikið til dýralæknis, ábyrgðartrygging fyrir þeim skaða sem dýrið veldur á eignum og loks gæslutrygging til að greiða fyrir gæslu á dýrinu ef eig- andi þess veikist það mikið að hann geti ekki annast dýrið sjálfur.“ Að sögn Sigmars fer það algjör- lega eftir verðmati á dýrinu hvað kostar að tryggja það. „Síðan eru náttúrlega ákveðin aldursmörk á tryggingunum og fellur hunda- trygging til dæmis niður við átta ára aldur en kattatrygging við ell- efu ára aldur,“ segir Sigmar. - sig Tryggingar fyrir ferfætlinga Þegar talað er um hundaól hugsa sjálfsagt flestir um stóra leðuról með hring fyrir tauminn. Sumir ganga jafnvel svo langt að ímynda sér gadda á ólinni eins og sumir pönkarar hafa tileinkað sér að ganga með. Úrval hundaóla hefur hins vegar aukist gríðarlega hin síðari ár með tilkomu aukinnar hundaeignar og þá sérstaklega smáhundaeignar. Litlar, mjóar og fínlegar ólar, settar gimsteinum og öðru skrauti. Hér eru tvö dæmi um slíka skartgripi fyrir besta vininn. Heyrðu snöggvast, Snati minn, snjalli vinur kæri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.