Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 104

Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 104
Króatar unnu átta marka sigur á Spánverjum, 35-27, í leik um að fá að spila um 5. sætið á morgun. Króatar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, en misstu átta marka forskot niður í 3 mörk þegar tólf mínútur voru eftir. Spánverjar komust hins vegar ekki lengra og spila því um 7. sætið á morgun. Ivano Balic átti frábæran leik með Króatíu, skoraði 9 mörk úr 11 skotum og gaf 6 stoðsendingar. Victor Tomas Gonzalez var markahæstur Spánverja með sex mörk en þetta er slakasta titilvörn heimsmeistara síðan að Sovétmenn urðu í 10. sæti á HM í Sviss 1986. Átta marka sig- ur Króata HM í handbolta „Tapið gegn Dönum sat enn í mönnum og svo er liðið orðið frekar þreytt þar sem við getum ekki skipt eins mikið og aðrar sterkari þjóðir. Í dag var það samt þannig að við vorum komnir með þennan leik í hendurnar og ég veit ekki hvað við klúðrum mörgum dauðafærum á síðustu mínútun- um. Það var með hreinum ólíkind- um. Það er hundfúlt að hafa kastað leik sem við vorum með frá okkur. Við gáfum þetta hreinlega,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari eftir leik en hann var eðlilega frekar þungur á brún. „Við erum ekki að fá nein mörk af bekknum í leiknum. Ásgeir finnur sig ekki sem var slæmt því við þurftum á því að halda er Rúss- arnir tóku Óla úr umferð. Síðan koma nánast engin mörk úr vinstri skyttunni og á móti svona liði er það dauðadómur,“ sagði Alfreð sem gat ekki neitað því að það væri erfitt að kyngja niðurstöð- unni á mótinu eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. „Það er mjög fúlt en þetta er þannig að með hverjum leik verð- ur þetta erfiðara og þeir sem minna hafa spilað verða að skila meiru en þeir gerðu í dag. Róður- inn þyngist með hverjum leik út af álaginu. Það er verðugt verkefni að koma mönnum á lappir fyrir Spánverjaleikinn því hann verður mjög erfiður enda Spánn með mun betra lið en Rússland. Menn verða bara að rífa sig í gang á ný,“ sagði Alfreð en efstu sjö sætin á HM gefa rétt á sæti í riðlakeppni fyrir Ólympíuleikana en líklegt er að áttunda sætið muni einnig gefa sæti í riðlakeppninni en þá í erfið- um riðli með tveim öðrum Evr- ópuþjóðum. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari var þungur á brún eftir Rússaleikinn enda nið- urstaðan gríðarleg vonbrigði. Fyrir vikið leikur Ísland um 7. sæti mótsins. Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson átti mjög góðan leik í gær og hann hefur staðið sig alveg frábærlega á þessu móti. „Mér fannst þetta vera mjög slakur leikur hjá okkur og það vantaði allan neista. Menn virtust ekki vera búnir að jafna sig eftir Danaleikinn. Það er ömurlegt að enda mótið svona eftir að hafa verið búnir að gera góða hluti,“ sagði Birkir Ívar. Vantaði neista „Það var svakalega þungt í okkur og þreytan er klárlega farin að segja til sín,“ sagði Logi Geirsson sem gat ekki neitað því að hann væri orðinn örmagna. „Ég er alveg búinn á því og rétt svo dríf á markið. Álagið er orðið það mikið og svo taka meiðslin líka sinn toll. Þetta eru tvö áföll í röð en vonandi náum við okkur á strik gegn Spánverj- um.“ Ég er alveg bú- inn á því Ólafur Stefánsson var einna best stemmdur í íslenska liðinu í gær og dró vagninn lengi vel en þegar hann var tekinn úr umferð hrundi leikur íslenska liðsins. „Þetta var næstum því jafn slappt og gegn Úkraínu. Rússarnir voru ekki góðir og Birkir varði vel í markinu. Við gáfum þennan leik í dag. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Ólafur sem var augljóslega mjög vonsvikinn. „Það er vissulega búið að vera erfitt eftir Danaleikinn en þetta er það sem þessar keppnir ganga út á. Þær eru ekki auðveldar og í svona leik kemur í ljós hvaða lið hefur meiri vilja og þol. Þetta var mjög dapurt,“ sagði Ólafur sem er ekki hættur að leika með landslið- inu. „Ég stefni ótrauður á Ólympíu- leika með landsliðinu og vil halda áfram að spila með landsliðinu á meðan ég spila með Ciudad. Á meðan menn vilja nýta krafta mína þá býð ég mig fram í lands- liðið.“ Held áfram ef krafta minna er óskað Henning Fritz var hetja þýska landsliðsins í gær. Hann varði skot Frakka á síðustu sek- úndu síðari framlengingar leiks- ins í undanúrslitunum gegn Frökk- um. Þar með unnu Þjóðverjar leikinn, 32-31. Eins og gefur að skilja var leik- urinn ævintýralega spennandi. Grípa þurfti tvívegis til framleng- ingar og ekki mátti miklu muna að leikurinn hefði ráðist í víta- keppni. Frakkar voru þó með pálmann í höndunum. Þegar tæpar tvær mín- útur voru til leiksloka var staðan jöfn og Þjóðverjar manni færri. Bæði lið skoruðu þó sitt markið hvort og Frakkar héldu í sókn þegar þrjátíu sekúndur voru til leiksloka. Klaufaleg mistök urðu til þess að Frakkar misstu boltann en náðu honum þó aftur fimmtán sekúnd- um síðar. En Þjóðverjar vörðust vel og héldu út til leiksloka. Gríðarlegur fögnðuður var í höllinni í Köln þar sem nítján þús- und áhorfendur voru viðstaddir. Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, virtist merkilega róleg- ur á hliðarlínunni og hann hafði skýringu á því í leikslok. „Ég einfaldleg naut þess að horfa á leikinn. Fyrir tveimur vikum hefði mig aldrei órað fyrir því að við kæmumst í þessa stöðu,“ sagði Brand kampakátur. Henning Fritz enn á ný hetja Þjóðverja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.