Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 1
brúðkaupFIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 Myndar og málarSilla Páls starfar sem ljós-myndari en hún er einnigförðunarmeistari BLS. 12 Gamlir brúðarkjólar háskóladagurinn FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 Hagræðing fyrir almenning BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag www.prooptik.is Fíklar geta þurft að bíða í allt að þrjá mánuði til að komast í meðferð á Vogi. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir þar. Fréttablaðið ræddi í gær við móður nítján ára pilts sem er contalgin-fíkill. Hann hefur verið í fráhvörfum undanfarna daga og faðir hans hefur farið með hann á Vog daglega til að reyna að koma honum inn. Í gær fékk pilturinn vilyrði fyrir því að kom- ast inn á morgun, að sögn Krist- ínar Snorradóttur, móður hans. „Við reynum að taka þá inn sem fyrst sem eru í hvað mestri þörf en við önnum því engan veg- inn,“ segir Þórarinn. „Sumir þurfa að bíða lengur en þetta og allt upp í þrjá mánuði, eins og áður sagði. Það er fólkið sem oft á mjög erfitt, er félagslega mjög illa statt og hefur átt erfitt með að fóta sig í meðferðarkerfinu. Það hefur fallið eftir að hafa verið hjá okkur í styttri eða lengri meðferð og við getum ekki sinnt þörfum þess strax. Við höfum ekki getað kallað mikið inn af biðlistunum því við höfum haft nóg með það sem að okkur steðj- ar á hverjum tíma.“ Forráðamenn Vogs hafa lengi barist í bökkum hvað fjármuni til rekstrar stofnunarinnar varðar og útlit er fyrir áframhaldandi baráttu í þeim efnum, að sögn Þórarins. Vogi eru ætlaðar 400 milljónir króna á fjárlögum þessa árs og segir Þórarinn að búast megi við að minnsta kosti 120 milljóna króna hallarekstri á því tímabili. „Þetta þýðir það að nú er útstreymi á sjóðum okkar sem komnir eru á núll eftir að við greiddum rekstrarhalla síðasta árs upp á 110 milljónir. Við verð- um því að taka lán fyrir rekstrin- um. Eins og dæmið lítur út þurf- um við um það bil sextíu milljóna króna rekstrarlán mjög fljótlega til þess að hafa þetta ár af. Skuld- ir okkar hafa þá aukist sem því nemur, en eignir okkar drabbast niður því við þurfum að ráðast í viðhald á þeim sem fyrst.“ Meðal annars liggur fyrir núna áætlun um að gera átak á Vogi sem kostar hundrað milljón- ir á næstu tveimur árum. „Það er því ekki nóg með að við séum að tapa beinhörðum peningum held- ur eru eignir okkar einnig að rýrna.“ Þriggja mánaða bið á Vog Bið eftir að komast inn á Vog getur verið allt að þrír mánuðir, að sögn yfirlæknisins þar. Þeir sem bíða eiga oft mjög erfitt. Þá steðjar rekstrarvandi að stofnuninni. Taka þarf sextíu milljóna króna rekstrarlán. Sjö ára gömul stúlka og sex ára drengur drukknuðu í Færeyjum laust fyrir hádegi í gær. Færeyskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu á netsíðum sínum í gær. Samkvæmt frásögn dagblaðs- ins Dimmalætting voru börnin í göngutúr með hópi barna frá gæsluvelli í bænum Trangisvági á Suðurey, en voru komin á undan hópnum þegar annað barnið féll út í á. Hitt reyndi að koma því til bjargar en féll þá líka út í. Kalla þurfti út björgunarlið, slökkvilið og sjálfboðaliða til að leita að börnunum og fundust þau síðar í sjónum skammt frá ármynninu. Tvö lítil börn drukknuðu „Við elduðum núðlusúpu og borðuðum hana svo úti,“ sagði Kolfinna Gautadóttir, sem er í 5. L í Laugarnesskóla. Krakkarnir í fimmta bekk í Laugarnesskóla eru þessa vikuna í heimilisfræði úti undir beru lofti. „Þeim finnst þetta alveg mergjað,“ segir Guð- mundur Finnbogason heimilisfræðikennari. Engin skólastofa er fyrir heimilisfræði í Laugarnesskóla en elstu krakkarnir, sem eru komnir í sjötta bekk, komast í kennslueldhús í Laugalækjarskóla. „Við erum að gera tilraun með að kenna fimmtu bekkjunum okkar þremur heimilisfræði úti einu sinni á dag þessa viku. Þau eru alveg himinlifandi. Bæði með það að fá að vera úti og líka að fá að fara í heimilisfræði,“ segir Guðmundur. Á þriðjudag hituðu krakkarnir kakó og í gær útbjuggu þau núðlusúpu. Kolfinna kvartar ekki yfir því að vera í heimilis- fræðitíma úti um hávetur. „Það var svolítið kalt en samt allt í lagi,“ segir Kolfinna. „Við borðuðum súpuna líka úti. Það var tjald fyrir þá sem vilja en sumir sátu bara úti á stólum.“ Í dag ætla krakkarnir í Laugarnesskóla að steikja hamborgara. Á morgun verða grillaðar pylsur. Elda úti alla þessa viku Við höfum ekki getað kallað mikið inn af bið- listunum því við höfum haft nóg með það sem að okkur steðjar á hverjum tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.