Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 2
Er ekki sjálfsmyndin í molum
eftir þetta, Berglind?
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
FORD ESCAPE
Nýskr. 10.04 - Sjálfskiptur - Ekinn 40 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.460
.000.
-
Tugþúsundir Líbana
tóku í gær þátt í minningarfund-
um um Rafik Hariri, fyrrverandi
forsætisráðherra landsins, í tilefni
af því að rétt tvö ár eru liðin síðan
hann var myrtur í Beirút.
Mikil spenna er í borginni milli
ólíkra fylkinga. Þrír fórust þegar
sprengjur sprungu í tveimur
strætisvögnum á þriðjudag.
Skammt frá gröf Hariris í
miðborg Beirút, þar sem fjöl-
mennasti útifundurinn var í gær,
hafa andstæðingar stjórnarinnar
haldið uppi nánast stöðugum
mótmælafundum mánuðum
saman til að krefjast þess að
stjórnin segi af sér.
Spenna í Beirút
eftir tilræði
„Ef formaður KSÍ
ætlar ekki að þiggja boð okkar
væri gott að hann myndi þá svara
nefndinni því,“ segir Marsibil J.
Sæmundardóttir, formaður mann-
réttindanefndar Reykjavíkur.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu í gær óskaði mannréttinda-
nefndin eftir því fyrir þremur og
hálfum mánuði að fá formann KSÍ
á fund sinn til að ræða stöðu og
kjör karla og kvenna innan vébanda
knattspyrnusambandsins.
Eggert Magnússon, fyrrver-
andi formaður KSÍ, mætti aldrei
til fundar og Geir Þorsteinsson,
nýkjörinn formaður sambandsins,
segist ekki skilja hvað það sé sem
mannréttindanefndin vilji ræða.
Geir bendir á að misháar dagpen-
ingagreiðslur til landsliðskvenna
og -karla hafi verið jafnaðar um
miðjan síðasta mánuð.
„Við erum ekki að biðja for-
mann KSÍ að koma á fund ein-
göngu út af dagpeningagreiðslun-
um. Við erum einfaldlega að óska
eftir því að fá formanninn á fund
til að ræða almennt hvernig jafn-
réttismálum er háttað innan sam-
bandsins,“ segir Marsibil, sem
enn óskar eftir því að formaður-
inn komi til fundar: „Það er ekki
verið að boða formann KSÍ til
yfirheyrslu og hann er ekki sá
eini sem mannréttindanefnd
hefur óskað eftir því að mæti til
fundar. Flestir hafa komið með
glöðu geði og það eru yfirleitt
mjög upplýsandi og gagnlegir
fundir.“ -
Ekki boðaður til yfirheyrslu
Erfiðleikar
bandaríska hersins við að fá
sjálfboðaliða til hermennsku
aukast enn. Vandkvæði við að fá
sjálfboðaliða sem uppfylla
ströngustu kröfur valda því að nú
er æ algengara að menn með
sakaskrá séu teknir í herinn.
Á árinu 2006 veitti herinn
tvöfalt fleiri undanþágur en árið
2003 fyrir sjálfboðaliða með
brotaferil eða heilsuvandamál eða
þá sem koma illa út úr hæfnis-
prófum, en þetta myndi að öllu
jöfnu útiloka þá frá herþjónustu,
að því er fram kemur í gögnum
frá bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu.
Fleiri með saka-
skrá teknir inn
Þrír piltar á ungl-
ingsaldri voru handteknir um
hádegisbilið í gær vegna gruns
um að þeir hafi framið fjöldamörg
skemmdarverk víðs vegar í
Hafnarfirði nóttina áður. Talið er
að tjónið geti numið tugum millj-
óna króna.
Rúður voru brotnar í að minnsta
kosti þrjátíu bifreiðum og margar
þeirra dældaðar og rispaðar tölu-
vert. Í nokkrum tilfellum voru
járnteinar reknir í gegnum hurðir
og vélarhlífar bifreiðanna. Þá
voru einnig brotnar rúður í heima-
húsi og vinnuskúr í bænum auk
þess sem grunur leikur á um að
piltarnir, sem eru á aldrinum
fimmtán til sautján ára, hafi verið
á stolnum bíl. Að sögn lögreglu er
ekki loku fyrir það skotið að slóð
piltanna liggi víðar, en þeir hafa
játað skemmdarverkin að hluta.
Tilkynningar um spellvirkin
tóku að streyma inn til lögreglu
snemma í gærmorgun og fór ört
fjölgandi eftir því sem leið á dag-
inn. Þær fyrstu bárust frá hest-
húsahverfinu í Almannadal þar
sem fjölmargar bifreiðar höfðu
verið skemmdar, en margar þeirra
voru nýlegar. Þær tilheyrðu flest-
ar verktökum sem eru þar að
störfum um þessar mundir. Auk
þess brutu skemmdarvargarnir
rúður í þeim hesthúsum sem búið
var að setja gler í.
Síðar um daginn bárust tilkynn-
ingar frá iðnaðarsvæðinu í Hellu-
hverfi, austan við álverið í
Straumsvík, þar sem rúður höfðu
verið brotnar í bifreiðum, járn-
teinar reknir í gegnum hurðir og
vélarhlífar og þær dældaðar á
ýmsa aðra vegu. Þar urðu stærri
vinnuvélar einnig fyrir töluverð-
um skemmdum af hendi spell-
virkjanna.
Lögreglan telur að sömu aðil-
ar hafi verið að verki í öllum til-
vikum. Ekki er ljóst hvað þeim
gekk til né hvers kyns tól þeir
notuðu við verknaðinn.
Piltarnir sem eru í haldi hafa
allir komið áður við sögu lögreglu.
Sökum ungs aldurs þeirra er málið
unnið í samvinnu við barnaverndar-
yfirvöld en þeir hafa þó allir náð
sakhæfisaldri. Rannsóknardeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu hefur nú fengið málið til með-
ferðar og yfirheyrslur yfir piltun-
um fóru fram í gærkvöldi.
Unglingspiltar hafa játað
skemmdarverkin að hluta
Skemmdarverk voru framin víðs vegar í Hafnarfirði í fyrrinótt. Á fjórða tug bifreiða voru skemmdar og
rúður brotnar víða annars staðar. Þrír piltar á unglingsaldri hafa játað spellvirkin að hluta.
Framboðslistar
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs á höfuðborgarsvæðinu
fyrir komandi alþingiskosningar
voru samþykktir á félagsfundi í
gærkvöldi.
Ögmundur Jónasson alþingis-
maður mun leiða lista flokksins í
Suðvesturkjördæmi og Guðfríður
Lilja Grétars-
dóttir verður í
öðru sæti.
Gestur
Svavarsson
skipar síðan
þriðja sætið. Í
Reykjavík-
norður er
Katrín Jakobs-
dóttir í efsta
sæti, Árni Þór
Sigurðsson skipar annað sætið og
Paul Nikolov er í því þriðja.
Kolbrún Halldórsdóttir situr í
fyrsta sæti í Reykjavík-suður,
Álfheiður Ingadóttir kemur þar
næst á lista og Auður Lilja
Erlingsdóttir verður í þriðja
sætinu.
Framboðslistar
VG samþykktir
Íbúar í heimili sem Samhjálp rekur á
Miklubraut 18 segja nánast einum rómi að matur
sem þar sé á boðstólum sé afar slæmur. Þetta kemur
fram í úttekt sem gerð var á starfsemi heimilsins.
„Þeir telja allir nema einn að hann sé oft gamall
og útrunninn og segja að það komi alltof oft fyrir að
hann sé hreinlega skemmdur,“ hefur skýrsluhöfund-
ur eftir íbúunum um gæði þess matar sem var
borinn á borð á Miklubraut 18.
Íbúarnir eru sagðir vilja breytingar, til dæmis að
maturinn á stuðningsheimili verði sendur þangað
frá utanaðkomandi þjónustueldhúsi.
Ráðgjafar sem rætt var við hjá félagsþjónustu
Reykjavíkur taka undir gagnrýni íbúanna á matinn.
Segir í skýrslunni að þeir telji matinn yfirleitt ekki
nógu góðan.
Stuðningsbýli Samhjálpar á Miklubraut 18 nýtur
rekstrarstyrkja frá Reykjavíkurborg samkvæmt
samningi þar um. Í samningnum kemur fram að
heimilið er ætlað til þess að styðja fólk sem er hætt
neyslu áfengis og vímuefna svo það geti aðlagast
samfélaginu á nýjan leik. Átta manns geta búið á
heimilinu hverju sinni.