Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 10

Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 10
 Hagur barna í iðnríkj- unum mælist að meðaltali verstur í Bretlandi og Bandaríkjunum samkvæmt skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í gær. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem velferð barna í iðnríkjum er mæld út frá sex flokkum. Norðurlöndin, að Íslandi und- anskildu, röðuðu sér ofarlega á heildarlistann. Svíþjóð, Danmörk og Finnland voru í 2., 3. og 4. sæti og Noregur var í 7. sæti. Holland er í efsta sæti af 21 þjóð sem mæld var í öllum flokkunum sex og var á topp tíu í þeim öllum. Níu þjóðir, þar á meðal Ísland, skiluðu ekki inn upplýsingum fyrir alla flokka og eru því ekki taldar með á heildarlistanum yfir meðaltal flokkanna. Flokkarnir sex sem voru notað- ir til að mæla velferð eru efnisleg- ur auður, heilsa og öryggi, mennt- un, samband við jafningja og fjölskyldu, hegðun og áhætta, og huglægur skilningur barnanna á velferð. Staða Íslands var greind í þremur flokkum: heilsa og öryggi, menntun og huglægur skilningur barna á velferð. Ísland var í öðru sæti þjóða í flokknum um heilsu og öryggi á eftir Svíum og í þrett- ánda sæti í menntunarflokknum, neðst Norðurlandanna. Ísland komst ekki í sæti í þriðja flokkn- um þar sem upplýsingar voru ekki fullnægjandi. Athygli vekur að engin augljós tengsl voru á milli velferðar barna og vergrar þjóðarframleiðslu ríkj- anna samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar. Til dæmis var Tékk- land, sem var í 15. sæti, með hærra meðaltal í flokkunum heldur en mun ríkari lönd á borð við Frakk- land, Austurríki, Bandaríkin og Bretland, sem voru neðar á listan- um. Velferð barna mest í norðurhluta Evrópu Bretland er neðst á lista iðnvæddra ríkja yfir velferð barna samkvæmt skýrslu Barnahjálpar SÞ. Norðurlöndin eru í efstu sætum utan Íslands, sem skilaði ekki nægum upplýsingum. Ekki virðast tengsl á milli þjóðarframleiðslu og velferðar. Heldur hallaði á krónuna á málþingi sem nemendafélag við- skiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík boðaði til í hádeginu í gær undir yfirskriftinni „Evran eða krónan“. Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, hvatti til fordómalausrar umræðu um gengismál hér og kallaði eftir hlutlausri úttekt þar sem metinn yrði kostnaður við að taka upp evru og borinn saman við kostnað sem því fylgdi að búa við núverandi kerfi áfram. Hann benti á að verðbólgumarkmið með fljót- andi gengi sem hér var tekið upp árið 2001 hafi í raun verið „þving- aður leikur“ og mætti kalla tilraun þar sem slíkt hafi ekki verið reynt í jafnlitlu hagkerfi áður. „Og árangurinn liggur fyrir,“ segir hann. „Háir vextir, mikill vaxta- munur við útlönd, óstöðugleiki í gengi krónunnar, óviðunandi við- skiptahalli, hættumerki á vett- vangi fjármálastöðugleika.“ Þarna segir hann kominn aðdraganda þeirra efasemda sem vart verði víðs vegar í þjóðfélaginu um ágæti núverandi fyrirkomulags. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, benti á að gengi evrunnar ætti líklega eftir að lækka og það hentaði ekki ríkjum með mikinn hagvöxt líkt og hér væri. Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR, taldi ráð að huga að Evr- ópusambandsaðild og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, taldi rétt að horfa á aðra möguleika en krónuna þar sem peningastefnan sem hér væri rekin skilaði ekki því sem vonast hafði verið til. Peningastefnan virkar ekki Fjórir karlmenn um tvítugt voru handteknir í Reykjavík aðfaranótt miðviku- dags, grunaðir um innbrot. Lögregla stöðvaði bíl eins þeirra í venjubundnu eftirliti og fann töluvert af þýfi sem talið er að hafi verið stolið í nokkrum innbrotum. Fulltrúi lögreglunnar segir mennina vera góðkunningja lögreglunnar og voru þeir yfirheyrðir í gær. Ekki er ljóst hvaðan þýfið kemur en vonast er til að hægt sé að tengja það við innbrot sem hafa verið framin í höfuðborginni á síðustu dögum. Með fullan bíl af innbrotsþýfi Í Japan stendur nú yfir ráðstefna þar sem rætt er hvernig færa megi Alþjóðahval- veiðiráðið aftur nær upprunalegu markmiði sínu; að stýra hvalveið- um. Japanar hófu ráðstefnuna á þriðjudag á því að ávíta fulltrúa þeirra þjóða sem eru andvígar hvalveiðum fyrir að vera fjarverandi. Öllum 72 aðildar- þjóðum ráðsins var boðið og ákváðu 38 þjóðir að sniðganga ráðstefnuna, þar á meðal Bretar, Ástralar og Bandaríkjamenn. Fulltrúi Japans í ráðinu, Minoru Morimoti, sagði fjarveru þjóðanna gera viðræður um umbætur á ráðinu „nánast ómögulegar“. Ræða Alþjóða- hvalveiðiráðið Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Vestur- lands fyrir að hafa valdið hneykslan sakir ölvunar á almannafæri, meðal annars með öskrum og grjótkasti. Atvikið átti sér stað í júlí, bæði á Fellabrekku og við veitingastað- inn Kaffi 59 í Grundarfjarðarbæ. Árið 2006 gekkst maðurinn undir lögreglustjórasátt vegna brots á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann var dæmdur til að greiða tíu þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta tveggja daga fangelsi ella. Sekt fyrir öskur og grjótkast Fulltrúi Vinstri grænna í umhverfisráði Reykjavíkur lagði til að 3.350 milljónir króna sem Vegagerðin eyrnamerkir mislægum gatnamótum við Miklubraut og Kringlumýrarbraut færu frekar í almenningssamgöngur og öryggis- úrbætur. Þar af rynnu 2.800 milljónir til að leggja forgangsa- kreinar fyrir strætisvagna. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu tillögu Vinstri grænna lýsa „ótrúlegum kreddum“. Fulltrúar Samfylkingar- innar sögðust vilja Öskjuhlíðar- göng í forgang og höfnuðu áherslu meirihlutans á mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Vilja ekki mis- læg gatnamót Bæjarlögmað- ur í Kópavogi er að ósk bæjarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar að taka saman álitsgerð um hugsanlega skaðabóta- skyldu Kópavogsbæjar vegna mögulegra bótakrafna bræðranna Sigurðar og Karls Hjaltested. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu gera bræðurnir kröfu til hlutar í Vatnsendajörð- inni sem Kópavogsbær er að eignast nær alla með eignarnámssátt við ábúandann, Þorstein Hjaltested. Hann er bróðursonur Sigurðar og Karls sem hyggjast höfða mál til að hnekkja erfðaskrá er liggur til grundvallar eignarrétti Þorsteins á Vatnsendajörðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.