Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 16
fréttir og fróðleikur Standa vörð um Varmá Tölvuháskóli varð fullgildur háskóli Tvö ár voru í gær liðin frá því Rafik Hariri forsætis- ráðherra var myrtur í Líbanon. Stuðningsmenn stjórnvalda efndu til úti- fundar og var óttast að til átaka kæmi við stjórnar- andstæðinga. Ótti við að borgarastríð brjótist út á ný í Líbanon hefur magnast í vetur. Stjórnarandstæðingar hafa slegið upp tjaldborg í miðri höfuð- borginni Beirút og krefjast þess að stjórnin segi af sér. Undir for- ystu Hezbollah hefur reglulega verið efnt til mótmælafunda og verkfalla, sem stundum hafa endað með átökum. Sprengingar í tveimur strætis- vögnum skammt fyrir utan höfuð- borgina Beirút á þriðjudaginn áttu að öllum líkindum að tryggja að til harðvítugra átaka kæmi daginn eftir, það er í gær, þegar þess var minnst að tvö ár voru liðin frá morðinu á Hariri. Dagurinn í gær gat því ráðið úrslitum um framtíðarhorfurnar, því ef útifundir stjórnarliða skammt frá tjaldborg stjórnar- andstæðinga færu friðsamlega fram, „þá gæti Líbanon verið borg- ið“, skrifaði breski blaðamaðurinn Robert Fisk í grein í dagblaðinu Independent í gærmorgun. En ef dagurinn snýst upp í stjórnleysi, bætti hann við, „þá virðast horf- urnar á borgarastríði enn raun- verulegri“. Fisk þekkir vel til mála í Líbanon, hefur búið þar í meira en aldar- fjórðung. Óvíða eru stjórnmálin flóknari og átökin harðvítugri en einmitt í Líbanon, og sumir lands- menn eru að komast á þá skoðun að lýðræðislegt stjórnskipulag landsins geri vandann enn erfiðari viðureignar. „Við kusum þá, en kosningar hér eru ekkert líkar kosningum annars staðar í heiminum,“ segir George Khawwam, 26 ára gamall veitingamaður í Beirút, í viðtali við AP-fréttastofuna. Líbanar stæra sig gjarnan af því að þar í landi sé lýðræðið frjálsara og opinskárra en í nokkru öðru arabaríki. Þeir sem berjast fyrir lýðræði, til dæmis í Sýrlandi, geta hæglega átt von á því að lenda í fangelsi, en í Líbanon hefur fólk stjórnarskrárbundinn rétt til þess að skipta um ríkisstjórn og stofna stjórnmálaflokka. Auk þess ríkir fjölmiðlafrelsi í landinu. Það sem flækir málin er að helstu valdaembættum er skipt á milli helstu trúarhópa landsins, það er kristinna manna, súnní- múslíma og sjía-múslíma, eftir fastákveðnum reglum. Ekki er skárra að þessar reglur eru að grunni til frá árinu 1932, eða ellefu árum áður en Líbanon, sem áður hafði verið undir stjórn Frakka, varð sjálfstætt ríki. Á þeim tíma voru kristnir menn í meirihluta en eru nú ekki nema 35 prósent landsmanna, og má rekja það bæði til brottflutninga krist- inna og frjósemi múslíma. Alls eru 18 trúarhópar í landinu og stærstu stjórnmálaflokkarnir eru allir bundnir við trúarhópana. Sjía-múslímar eru langflestir, um það bil 1,2 milljónir. Kristnir menn skiptast í ýmsa trúflokka, en flest- ir þeirra eru svonefndir marón- ítar, um það bil 900 þúsund talsins. Samkvæmt óskráðum reglum á forseti landsins jafnan að koma úr röðum kaþólskra maróníta, for- sætirsáðherrann verður að vera súnní-múslími og þingforsetinn skal vera sjíi. Þingsætum er síðan skipt jafnt á milli múslíma og kristinna manna, samkvæmt sam- komulagi sem gert var árið 1990 til að binda endi á langvinnt borg- arastríð, og ráðherrastólar skipt- ast einnig nokkurn veginn jafnt milli kristinna og múslíma. „Þeir eru með annan fótinn í hefð- inni og hinn fótinn í nútímanum,“ hefur AP eftir Paul Salem, en hann stjórnar bandarískri friðarrann- sóknarstofnun Carnegie-sjóðsins, sem sérhæfir sig í Mið-Austurlönd- um. „Þeir sækjast eftir lýðræði og borgaralegu samfélagi, en eru bundnir félagshópunum og fastir í fortíðinni.“ Nýstárleg lausn á stjórnarkreppunni er þó ef til vill í sjónmáli, að minnsta kosti ef hlust- að er á nýjasta dægurlagið sem hljómar um land allt. Þar er sungið um að senda ætti alla stjórnarherr- ana saman á stórum bát út í hafs- auga – „þá fengjum við frið og ró“ segir í textanum. Spennuþrungið ástand í Beirút Hreinar hendur örugg samskipti 334 kr.237 kr. 5.988 kr. DAX Hár&húðsápa m.dælu 600ml DAX Handsápa mild 600ml m.dælu DAX Skammtari snertifrír Rekstrarvörur 1982–200725ára R V 62 24 B Á tilboð i í febrúar 2007 DAX Han dspritt, krem, sá pur ofl. DAX Handspritt 732kr. Jóhanna Runólfsdóttir sjúkraliði, ráðgjafi hjá RV
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.