Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 28

Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 28
Rétt og regluleg húðumhirða skiptir öllu máli til að viðhalda fallegu og heilbrigðu útliti. Til þess að húðin viðhaldi ljóma og sé laus við bólur og óhreinindi er mjög mikilvægt að hreinsa hana kvölds og morgna. Þetta er eitt af undirstöðuatriðum þess að viðhalda fallegu og heilbrigðu útliti og hinum svokallaða æsku- ljóma. Ekki dugar að nota venju- lega handsápu við andlitsþvottinn því húð getur verið misviðkvæm. Hún bregst við því sem við borð- um, veðrabreytingum og andlegu eða líkamlegu álagi. Þess vegna er mikilvægt að nota réttar vörur fyrir hverja húðgerð, drekka vatn, taka inn vítamín og sjá til þess að svefninn sé alltaf nægur. Snyrtifræðingar ráðleggja allir konum að hreinsa húðina vel og nota til þess réttar vörur. Frekari ráðleggingar í þessum efnum má fá hjá þeim, hvort sem er á stofum eða í snyrtivöruverslunum en Fréttablaðið fékk Hildi Ingadóttur snyrtifræðing til að kenna lesend- um grundvallaratriði við almenna húðumhirðu og hreinsun. Hildur starfar hjá Lancôme og hefur gert í ein fimm ár. Hrein húð er falleg húð Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS Veglegur kaupauki fylgir í febrúar með sokkabuxum og nærfötum frá Levante í Lyf og Heilsu. *Gildir meðan birgðir endast. JL-Húsinu, Austurveri og Kringlunni 1.hæð. ® Vor í lofti!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.