Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 34

Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 34
Eldra fólk um alla borg og utan hennar líka stundar líkamsrækt reglulega. Auk þess æfir það af kappi fyrir íþróttadag aldraðra sem verð- ur á öskudaginn. Á milli 10 og 15 hópar eldri borgara koma til með að sýna íþróttir, dans og alls konar hreyfingu á íþrótta- degi aldraðra sem haldinn verður 22. febrúar. Hátíð- in verður í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti og markar upphaf menningarhátíðar eldri borgara sem verður næstu dagana á eftir. „Það er búið að halda svona hátíð árlega í mörg ár. Ég held þetta sé fimmtánda skiptið núna. Það eru hópar sem æfa sér- staklega fyrir þessa hátíð og svo eru aðrir sem æfa leikfimi og íþróttir allt árið um kring og koma líka og sýna,“ segir Þráinn Hafsteinsson frístundaráðgjafi. „Í fyrra held ég að það hafi verið um 700 manns í húsinu, þar af um helmingurinn að sýna,“ segir hann og ljóst er að mikið fjör verður í Austurberginu. Einn þeirra staða sem eldri borgarar hittast á og stunda sína líkamsrækt er Félagsmiðstöðin í Mjódd- inni. Þar leiðbeinir hin franska Janick Mosian þeim og hún kveðst reyndar þjálfa fólk á sjö stöðum í borg- inni. Hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár og þegar haft er orð á hversu gott vald hún hafi á málinu bros- ir hún og segir: „Það er eldra fólkið sem kenndi mér íslenskuna.“ Hún segir iðkendur sem hún hafi kennt vera á aldrinum 67 til 100 ára og áherslu vera á teygjuæfingar og svo alls konar leikfimi. „Við þjálf- um allan líkamann með æfingunum og svo dönsum við fyrir sálina,“ segir hún og svo er haldið áfram með æfingar og teygjur. Þjálfa líkamann og dansa fyrir sálina Í febrúartölublaði Farsóttar- frétta er rætt um inflúensuna sem hefur lagt marga í rúmið síðustu vikurnar. Annað tölublað þriðja árgangs Farsóttarfrétta er komið út á vef Landlæknisembættisins, www. landlaeknir.is. Í febrúartölublað- inu er fjallað um tvö mál, annars vegar klamydíutilfelli á síðast- liðnu ári og hins vegar inflúensu og RS-sýkingar sem mikið hefur verið um síðustu vikurnar, sér- staklega hjá börnum. Tvö mál til umfjöllunar ALCO-GEL Sótthreinsandi handgel. Engin flörf fyrir sápu og vatn. Fæst í apótekum um land allt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.