Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 36
fréttablaðið brúðkaup 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR2 Hver brúður hefur sinn smekk á því hvers konar brúðarkjól hún vill gifta sig í og sem betur fer er úr heilmiklu að velja þegar farið er af stað. Þórunn Sigurðardóttir, kjólameistari og eigandi Brúðarkjólaleigu Katrínar, gefur innsýn í hvað er helst í tísku í brúðarkjólum ársins. „Það sem er nýtt að skríða inn eru brons og gylltir tónar í brúðarkjólum, auk antikbleika litsins,“ segir Þórunn. „Síðan í fínni kjólum er það nýjasta að þeir séu í senjorítustíl. Þá er efnið mikið rykkt og fellt auk þess sem á þeim er mikið af pífum,“ bætir hún við. Þá segir Þórunn að taftefni sé að koma sterkt inn í stað hins hefðbundna satínefnis. Þórunn segir flestar konur vilja ermalausa kjóla en þær sem vilja ermar geta fengið þær sérstaklega og geta þá klætt sig úr þeim aftur. „Það er þó alltaf eitthvað til af kjólum með ermum fyrir þær sem vilja. Pilsin á kjólunum eru mjög breytileg. Sumar vilja hafa þau einföld og bein en aðrar kjósa stærri og meiri.“ Spurð hvort mikið sé um svo kallaða rjómatertukjóla, segir Þórunn: „Ég myndi nú ekki kalla neitt af þessum kjólum rjómatertukjóla sem við erum með í dag. Það var meira hér áður þegar ermarnar voru mikið púffaðar og kjóllinn náði upp í háls. Það skiptir samt auðvitað máli að konan geti borið kjólinn sinn vel en háar konur bera til dæmis mjög vel þessa senjorítukjóla,“ segir Þórunn og bætir því við að mikilvægt sé að tilvonandi brúðir taki sér tíma til að máta mismunandi tegundir af kjólum og fái ráð frá starfsfólkinu um hvað henti þeim best. „Þá fá þær klukkutíma mátun eða meira.“ Slörin segir Þórunn oftar vera einföld en tvöföld um þess- ar mundir en þessi tvöföldu er hægt að leggja yfir andlitið. „Slörin eru í öllum síddum og gerðum en þau ráðast dálítið út frá kjólnum.“ Þórunn segir að alls ekki megi gleyma herrunum en tískan fyrir þá er að vera í brúnum jakkafötum þetta árið. „Svo eru alltaf hvítir, kremaðir og drapplitaðir tónar. Við seljum mjög fín jakkaföt á herra en svo er náttúrulega hægt að fá leigð sjakketföt og það er alltaf sígilt.“ - sig Senjorítukjólar eru vinsælir í ár Þórunn segir senjorítukjólana vinsæla um þessar mundir en þeir eru mikið felldir og rykktir auk þess að vera með pífum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýir skór geta auðveldlega eyðilagt stóra daginn. Það er að sjálfsögðu gaman að vera í fallegum nýjum skóm við brúðardressið en kannski er ekki vitlaust að kaupa kjól og skó með góðum fyrir- vara. Mikilvægast er að muna að langflestir skór særa við fyrstu notkun. Þá þarf að ganga til og sérstaklega háa hæla. Það getur verið ágætt að festa kaup á skóm sem eru ekki mikið hærri en hæstu hælarnir sem brúð- urin gengur í venjulega því ekki er gaman að flækjast í eigin hælum og síðum kjól þegar á að skella sér í vals- inn. Heimavið er hægt að spígspora um hálftíma og hálftíma í senn í þunnum sokk- um og auka síðan tímann þangað til manni finnst þægilegt að ganga í skónum. Einnig er ráð að kaupa sérstaka hælsærisplástra sem fást í flestum lyfjaverlsunum og hafa í veskinu í brúðkaupinu. Síðan eru til innleg með gelfyllingu sem er gott að hafa í háum hælum undir táberginu og fást einnig í lyfjaverslunum. En síðan er ekki vitlaust að taka með sér sæta skó sem eru með lægri hæl og passa líka vel við kjólinn, því allur er varinn góður. Helst ekki með hælsæri upp altarið Hælsæri eru ekki velkomin í brúðkaup, þess vegna borgar sig að ganga til skóna og taka með sér auka par.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.