Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 48

Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 48
fréttablaðið háskóladagurinn 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR6 „Það er frábært að boðið sé upp á hönnunarnám á háskólastigi á Íslandi,“ segir Hlín Helga Guð- laugsdóttir sem er á öðru ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Þetta er ungt nám og enn í mótun. Það hefur vissulega ýmsa kosti í för með sér, það er til að mynda hægt að hafa meira um hlutina að segja en ella.“ Áður en Hlín fór í Listaháskól- ann hafði hún lokið B.A.-námi í þýsku og frönsku og numið Evr- ópufræði í Strassburg. Eftir það starfaði hún lengi hjá íslenska skófyrirtækinu X-18 og komst þannig í snertingu við hönnun. Augljóslega er mikill munur á námi við venjulegan háskóla og listaháskóla. „Eðli málsins sam- kvæmt er hönnunarnám miklu meira skapandi. Umhverfi, náms- efni og viðfangsefni er líflegra og námið verklegra,“ segir Hlín. Nemendur í Listaháskólanum eru í miklum tengslum við brans- ann sem Hlín telur mikinn kost. „Kennararnir eru flestir starfandi hönnuðir og listamenn sem er mjög spennandi.“ Félagslífið segir Hlín vera skemmtilegt en nokkuð deildaskipt þar sem húsnæði skól- ans er á ýmsum stöðum. „Það er kannski helsti gallinn við skólann að ekki er hægt að hafa meiri sam- gang milli deilda, en það er verið að vinna í húsnæðisvandanum. Síðan gerast auðvitað líka skemmtilegir hlutir í svona þrengslum.“ Spurð um framtíðina segir Hlín hana alveg óráðna. „Það er ein- hvern veginn þannig að eftir því sem maður lærir meira, því betur áttar maður sig á því hversu lítið maður veit. Sjóndeildahringurinn stækkar bara og stækkar,“ segir Hlín hlæjandi. „Vöruhönnunarnámið er mjög opið og kemur inn á mörg svið. Það býður því upp á margs konar störf. Hönnun er tiltölulega nýtt fag en það er að verða ákveðin vakning hér á Íslandi sem og ann- ars staðar um gildi hönnunar. Fyr- irtæki eru að gera sér grein fyrir því að gott sé að hafa fólk innan- húss sem hugsar kannski ekki alveg eins og allir hinir. Það er því ákveðin bjartsýni sem ríkir,“ segir Hlín að lokum. mariathora@frettabladid.is Námið nátengt bransanum Hlín Helga Guðlaugsdóttir er ánægð með að boðið sé upp á hönnunarnám á háskóla- stigi hér á landi. VILHELM/FRÉTTABLAÐIÐ Júlía Þorvaldsdóttir útskrifast sem grunnskólakennari frá Kenn- araháskóla Íslands nú í vor. „Ég valdi líffræði sem kjörsvið og er því að læra að verða líffræðikenn- ari á unglingastigi. Að námi loknu get ég reyndar bæði unnið sem líf- fræðikennari á unglingastigi og umsjónarkennari á miðstigi en kjörsviðskennarar fara mjög gjarnan í bekkjarkennslu á mið- stigi, sérstaklega til að byrja með,“ segir Júlía. Kennaraháskóli Íslands er mjög góður skóli að sögn Júlíu. „Ég var búin að heyra að skólinn væri mannlegur og góð tengsl milli nemenda og kennara. Það sem þessi skóli hefur fram yfir marga aðra er að meðalaldurinn er þrjátíu ár og nemendurnir margir fólk með reynslu sem kemur jafnvel úr öðrum háskól- um. Útskriftarhópurinn sem ég er í er virkilega góður og samsettur af mjög sterkum einstaklingum. Ég vona bara að allir eigi eftir að skila sér út í skólana að námi loknu,“ segir hún. Að lokinni útskrift ætlar Júlía þó sjálf ekki að fara beint að kenna. „Ég býst við að fara beint í mastersnám og mig langar að læra stjórnun. Svo væri rosalega gaman að læra meira í líffræðinni í Háskóla Íslands og fara dýpra í fræðin sjálf af því að kennslu- fræðilegi bakgrunnurinn sem ég hef fengið hér er gríðarlega góður,“ segir hún. Júlía ætti þó að vera ágætlega búin undir kennsluna þegar hún fer í hana því að á námstímanum hefur hún þrisvar sinnum þurft að fara á vettvang og prófa að kenna í grunnskólum. „Ég fór tvisvar sinnum í Vogaskóla og einu sinni í Árbæjarskóla. Fyrst ég var búin að prófa að vera í svona litlum skóla ákvað ég bara að prófa stærsta skóla á höfuðborgarsvæð- inu líka og það var mjög skemmti- legt að sjá muninn,“ segir hún. emilia@frettabladid.is Tengslin milli nem- enda og kennara góð Júlía er mjög ánægð með Kennaraháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÁTÍÐARMÁLÞING ORATORS Nafn- og myndbirting í fjölmiðlum er heiti á málþingi sem Orator, félag laganema, stendur fyrir föstudaginn 16. febrúar klukkan 12.00 í Lögbergi. Þar flytja erindi fulltrúi frá fréttaskýringaþættinum Kompás, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, og Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. Umræður verða að erindum loknum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.