Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 52

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 52
fréttablaðið háskóladagurinn 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR10 „Ég valdi Háskólann í Reykjavík meðal annars vegna þeirrar teng- ingar sem fæst við atvinnulífið,“ segir Hrafnhildur J. Moestrup sem er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. „Við fáum rosalega kröftuga fyrir- lestra frá kennurum sem margir hverjir eru starfandi í atvinnulíf- inu og háskólanum um leið. Þetta gerir það að verkum að þegar þú ferð út á vinnumarkaðinn veistu betur út á hvað hann gengur.“ Hrafnhildur virðist vera ánægð með Háskólann í Reykjavík og á ekki erfitt með að svara því til hverjir helstu kostir hans séu. „Það er svo mikil lífsgleði og kraftur hérna sem er ótrúlega auðvelt að smitast af. Manni finnst maður geta gert allt í heiminum. Kennararnir eru hvetjandi og námskeiðin bjóða manni upp á svo margt,“ segir Hrafnhildur sem einnig hefur nýtt sér aðra hlið á skólanum. Hún er nefnilega nýbú- in að stofna fyrirtækið Think Big ásamt þremur öðrum og er með skrifstofu í frumkvöðlasetri háskólans. „Þetta er ein besta leið- in til að stofna fyrirtæki, aðstaðan er frábær og við fáum hjálp alls staðar frá,“ segir Hrafnhildur. „Hugmynd fyrirtækisins snýst um að leita eftir íslenskum fjár- festum til að fjárfesta í bygging- um og öðrum tækifærum úti í Dubai. Við erum nú þegar komin með viðskiptavini og munum fara með þeim í fyrstu viðskiptaferð- ina til Dubai nú í febrúar.“ Hrafnhildur telur mikilvægt að háskólanám sé krefjandi, í takt við nútímann og gefi innsýn inn í það sem koma skal. „HR er svo lifandi háskóli. Hann staðnar ekki, er alltaf að fara lengra og alþjóðleg tengsl verða stöðugt öflugri. Þetta skiptir allt saman mjög miklu máli,“ segir Hrafnhildur að lokum. mariathora@frettabladid.is Auðvelt að smitast af gleði og krafti Hrafnhildur er einn eiganda fyrirtækisins Think Big sem nýtir sér aðstöðu í frum- kvöðlasetri Háskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sparast orka við að sveigja skip af beinustu siglingaleið milli staða ef veður og sjólag bjóða upp á það? Um það snýst lokaverkefni Huldu Hallgrímsdóttur, mastersnema í iðnaðarverkfræði við HÍ. Hulda beit á agnið þegar átak var gert í að fjölga stúlkum í verk- fræði og er ánægð með þá ákvörð- un í dag. Nú er hún að ljúka mast- ersverkefni í iðnaðarverkfræði sem snýst um að finna hagkvæm- ustu siglingaleið miðað við veður og sjólag. „Ég er í samvinnu við ungt hátæknifyrirtæki sem heitir Marorka og sérhæfir sig í hugbún- aði til orkustjórnunar um borð í skipum. Vonandi eiga mínar nið- urstöður eftir að verða gott inn- legg í þeirra rannsóknir. En ástæða þess að ég valdi að taka masters- námið hér heima er sú að það freistaði mín að takast á við raun- verulegt íslenskt verkefni og finna alvörulausnir á alvörugátum,“ segir Hulda. Skyldi hún ekkert sigla um heimsins höf til að finna út sínar lausnir? „Nei,“ svarar hún brosandi, „Þetta er allt gert í tölvunni. Ég er með líkön sem líkja eftir orku- notkun um borð í skipinu og svo styðst ég við veðurgögn frá Veð- urstofunni. Miða við siglingu milli Eskifjarðar og Þórshafnar í Fær- eyjum og er að finna út hvort það borgi sig að fara út af beinu sigl- ingaleiðinni til að elta eitthvert ákveðið veður. Er sem sagt að þróa aðferð sem leitar að hagkvæm- ustu leið miðað við umhverfisað- stæður hverju sinni.“ Þegar Hulda er spurð hvað hafi orðið til þess að hún valdi verk- fræðina í upphafi svarar hún. „Þegar ég var á þriðja ári í Mennta- skólanum á Laugarvatni kom þangað kona á vegum verkfræði- deildar HÍ til að kynna deildina fyrir okkur stúlkunum. Ég var á náttúrufræðibraut og gekk ágæt- lega í raungreinunum þannig að ég ákvað að láta slag standa og fara í verkfræðina. Ég sé ekki eftir því í dag þó svo fyrsta árið hafi verið strembið.“ Hulda segir verkfræðinema yfirleitt vera í skólanum öllum stundum og fyrir bragðið séu þeir eins og ein stór fjölskylda. „Það er mikil vinna öll árin í deildinni,“ segir hún og bætir við. „Eitt er víst að þegar við komum út úr verkfræðinni erum við vel undir- búin fyrir vinnumarkaðinn.“ gun@frettabladid.isv Leitar hagkvæmustu siglingaleiðar Hulda er á lokasprettinum í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á FJÓRÐA HUNDRAÐ NÁMSLEIÐIR Háskóli Íslands er stærsti háskólinn á Íslandi. Í honum eru flestir nemendur í ellefu deildum. Á háskóladeginum verða kynntar á fjórða hundrað námsleiðir allt frá heimspeki til læknisfræði. Kennarar og nemendur verða á staðnum og miðla af reynslu sinni en auk þess veita námsráðgjafar leiðsögn og ráðgjöf. Nokkrar nýjungar í námi verða kynntar á laugardaginn þegar háskólinn opnar dyr sínar fyrir framtíðarnemendum sínum. Þar skal fyrst telja þverfaglegt meistara- og doktorsnám í lýðheilsufræði. Allar deildir HÍ standa að nám- inu en það er skipulagt í sam- vinnu við innlendar og erlendar rannsóknar- og menntastofnanir. Þverfaglegt meistaranám í öldrunarfræðum verður á boð- stólum fyrir nemendur sem hefja nám haustið 2007 en einnig hefur verið í þróun nýtt B.A.-nám í Austur-Asíufræðum. Þá hefst að nýju kennsla í rússnesku í haust. Þetta er þó aðeins fátt eitt af því sem er nýtt í námsframboði Háskólans og því um að gera að skoða allt sem í boði er. P IP A R • S ÍA • Góður undirbúningur getur ráðið úrslitum. Hjá okkur færðu haldgóðar upplýsingar, ráðgjöf og fræðslu um markaðssókn erlendis. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.