Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 58

Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 58
fréttablaðið brúðkaup 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR12 Silla Páls er ljósmyndari og förð- unarmeistari og starfar ásamt sambýlismanni sínum á Ljós- myndastofu Erlings á Eiðistorgi. „Það hefur marga kosti að vera förðunarmeistari ásamt með ljós- mynduninni því ég get í raun bæði séð um förðunina og myndatökuna á brúðkaupsdaginn,“ segir Silla sem hefur starfað við förðun í fimmtán ár og vann mikið með ljósmyndurum áður en hún gerðist ljósmyndari sjálf. „Ég veit nátt- úrulega hvaða förðun gengur fyrir myndatökur og það er gríðarlega mikilvægt á þessum degi að mynd- irnar séu fallegar. Ég hef líka lent í því að vera að taka myndir og séð eitthvað í förðuninni sem mætti betur fara og get þá lagfært það ef þarf enda hanga förðun og mynda- taka saman að mörgu leyti.“ Silla segir það líka koma sér vel að hafa förðunina í bakhöndinni þegar í myndvinnsluna er komið. „Ég get lagfært ef til dæmis er bóla, sár eða frunsa eins og er svo dæmigert á þessum degi. Það skipt- ir máli að slíkt sé vel lagfært. Þá hef ég fjarlægt ör og húðflúr í myndvinnslunni,“ segir Silla og bætir því við að henni finnist það mikill heiður að fá að taka þátt í þessum stóra degi í lífi fólks. „Það má ekkert klikka, hvort sem það er förðun, myndataka eða annað, enda undirbúum við okkur alltaf mjög vel. Við reynum að skoða staðinn áður en að mynda- tökunni kemur til að vita hvað við ætlum að gera. Myndatakan má heldur ekki taka mjög langan tíma því yfirleitt eru gestirnir að bíða í veislunni. Þannig að við reynum að miða við hálftíma eða þrjú kort- er.“ Þegar Silla er fengin til að ljós- mynda allan brúðkaupsdaginn segir hún það mjög skemmtilegt að mynda allan undirbúninginn. „Það geta komið mjög skemmtilegar myndir frá því þegar einhver er að hjálpa brúðinni í kjólinn, renna upp rennilásnum eða eitthvað slíkt en við köllum það stemningsmyndir,“ segir Silla en þær myndir fara jafnan í sérstakt myndaalbúm. „Útimyndatökurnar eru vinsæl- astar hjá okkur núna en veðrið þarf að vera mjög slæmt til þess að það sé ekki hægt. Best er að taka úti- myndir þegar það er skýjað því ef mikil sól er geta komið skuggar af trjám eða öðru auk þess sem augun geta verið pírð,“ segir Silla. Sigridurh@frettabladid.is Málar og myndar Brúðkaupsmyndirnar eru settar í falleg albúm en svokallaðar stemningsmyndir eru settar í sérstakt albúm. Það eru þá myndir frá undirbúningi brúðkaupsins. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Silla hefur starfað sem ljósmyndari undanfarin fjögur ár en hún er einnig förðunarmeistari og það getur komið sér afskaplega vel jafnt við myndatökur sem myndvinnslu. Auk þess fæst Silla við listmálun í frístundum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Veisluþjónusta Café Konditori býður uppá alhliða veisluþjónustu fyrir brúðkaup, afmæli, útskriftir, erfi drykkjur og hverskonar tilefni. ANTÍK Þessi fallegi brúðar- meyjarkjóll er fjörgamall eða frá stríðsárunum. Hann er ætlaður fimm til sjö ára stúlku, er síður með bleikum borðum og er ysta lagið úr tjulli. Kjóllinn fæst í kjólaversluninni Fix á Skólavörðustíg 4 ab, gengið inn sundið og er einn af fáum barnakjólum sem þar fást.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.