Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 82
Leikur í mynd um Enron Hæg, dramatísk og blóðug Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS …hvernig líður þér í vinnunni? Fyrirtæki ársins er árleg könnun VR á aðbúnaði og ánægju starfsfólks íslenskra fyrirtækja. Við hvetjum þig til að taka þátt, því þannig fæst skýrari mynd af stöðu vinnustaðar þíns í samanburði við aðra. Niðurstöður verða kynntar 4. maí. Leonardo DiCaprio hefur tekið að sér aðalhlutverkið í kvikmynd byggðri á bókinni Conspiracy of Fools eftir Kurt Eichenwald. Bókin fjallar um óvænt hrun bandaríska orkufyrirtækisins Enron. Þegar hefur verið gerð heimildarmynd um atburðinn sem hét Enron: The Smartest Guys in the Room. Kvikmyndin fjallar um nýjan starfsmann Enron sem smám saman kemst að spillingunni sem þar ríkir og reynir að afhjúpa sannleikann. DiCaprio mun að sjálfsögðu leika starfsmanninn auk þess sem hann mun taka þátt í framleiðslu myndarinnar. Handritshöfundur er Sheldon Turner, sem hefur á afrekaskrá sinni myndir á borð við The Longest Yard og The Texas Chainsaw Massacre: The Beginn- ing. Græna ljósið frumsýnir spennu- tryllinn Notes on a Scandal, með Cate Blanchett og Judi Dench í aðalhlutverki, annað kvöld. Dench fer með hlutverk Bar- böru Covett, einmana kennslu- konu sem stjórnar nemendum sínum með járnaga. Veröld hennar umturnast þegar lista- kennarinn Sheba Hart, leikin af Blanchett, hefur störf við skól- ann. Í Shebu finnur Barbara vin sem hún hefur svo lengi þarfn- ast en þegar sú síðarnefnda kemst að því að vinkona sín á í ástarsambandi við nemanda tekur vinátta þeirra óvænta stefnu; Barbara hótar að ljóstra upp um leyndarmálið og stefna þar með starfi og hjónabandi Shebu. Um leið fer hins vegar að glitta í leyndarmál Barböru sjálfrar sem ekki þola dagsins ljós og uppgjör verður óumflýj- anlegt. Dench og Blanchett þykja sýna magnaðan leik í aðalhlut- verkunum og eru báðar tilnefnd- ar til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Auk þeirra fer Bill Nighy með stórt hlutverk en leikstjóri er Richard Eyre. Hneyksli skekur grunnskóla Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teikni- myndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Mörgum árum fyrr samdi Blaze við skrattann Mefístos til þess að bjarga lífi föður síns og kærustu og nú er komið að skuldadögum. Á daginn heldur Blaze sínu striki sem atvinnu- mótorhjólakappi en á nóttunni breytist hann í eldlogandi beinagrind sem þeysist um og elt- ist við drýsla sem hafa lent upp á kant við Mefístos. Teiknimyndasögurnar sem myndin byggir á komu fyrst út á vegum Marvel-útgáfunnar á áttunda áratugnum og nutu mikilla vinsælda. Árið 1983 var útgáfunni hætt en þráðurinn tekinn upp á ný árið 1990 en þá með annarri aðalpersónu, sem reyndist vera bróðir Johnny Blaze. Eins og títt er með myndir sem byggja á teiknimyndasögum er myndin samsuða af mörgum brotum úr ólíkum sögum. Kvikmyndin hefur verið í bígerð allt frá árinu 2001. Nicholas Cage er mikill aðdáandi teiknimyndasagnanna sem og mótorhjólaunn- andi og var fljótur að stökkva á aðalhlutverk- ið. Myndin var hins vegar sett í salt en eftir að Spiderman Sams Raimi sló í gegn kom annað hljóð í strokkinn hjá framleiðendunum, sem settu vélina aftur í gang. Upphaflega átti Stephen Norrington, sem gerði The Mummy, að leikstýra en illa gekk að samræma stunda- skrár hans og aðalleikaranna. Norrington gekk að lokum úr skaftinu en í hans stað var fenginn Mark Steven Johnson. Johnson leikstýrði áður Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem þótti slöpp en sínu skárri en Electra sem hann skrifaði hand- ritið að. Er það þó mál manna að Ghost Rider taki þeim fyrrnefndu langt fram í gæðum, sé spennandi mynd sem tekur sig ekki of alvar- lega og Nicholas Cage sagður í banastuði. Auk hans leika í myndinni Eva Mendez (Hitch), Wes Bentley (American Beauty) og gamla brýnið Peter Fonda, sem er öllum gírum mótorhjólanna kunnugur síðan hann lék í Easy Rider um árið. Ghost Rider er sýnd í Smárabíói, Laugarás- bíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíói Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.