Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 84

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 84
... að það er hægt að stytta sér leið við að þíða frystinn ef mikið liggur á. Hitaðu vatn í potti og aftengdu frystinn. Skelltu pottinum svo inn þegar vatnið sýður. Eftir stutta stund ættu klaka- breiðurnar að vera horfnar. Júlía Hannam, markaðs- stjóri Þjóðleikhússins, hefur í mörg horn að líta. Eldamennskan fær að sitja á hakanum þegar sem mest er að gera. Júlía er virkur félagi í Hugleik og það er ýmislegt á döfinni hjá leik- félaginu um þessar mundir. Hún tekur þátt í sagnadagskrá félags- ins, Einu sinni var, sem verður í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnu- dag og þriðjudag. „Við segjum sögur af forfeðrum. Þetta mæltist ótrúlega vel fyrir í nóvember,“ sagði Júlía, sem æfir einnig leik- ritið Bingó eftir Hrefnu Friðriks- dóttur sem Hugleikur setur upp í samstarfi við Leikfélag Kópavogs. „Það er alveg fullt að gera,“ sagði Júlía hlæjandi, en hún kvaðst ekki hafa tíma til að elda nema stöku sinnum þegar svona stendur á. „Þá eldar maðurinn minn,“ sagði Júlía, en hún og maður henn- ar skipta með sér verkum í eld- húsinu. „Ég elda eiginlega alltaf þegar við höfum fisk, en hann þegar við erum með kjötrétti,“ sagði Júlía, sem er að eigin sögn mikil fiskmanneskja. „Þegar við Ragnar, maðurinn minn, förum saman í Nóatún dregst hann alltaf að kjötborðinu og ég að fiskborð- inu: ég horfi girndaraugum á fisk- réttina og hann á kjötið,“ sagði hún og hló við. Það er því engin furða að Júlía valdi að deila fisk- uppskrift með lesendum Frétta- blaðsins að þessu sinni. Uppskriftir eru þó nánast af skornum skammti í eldhúsi Júlíu. „Ég elda svolítið í slurkum og slöttum og finnst gaman að gera tilraunir með krydd. Ég prófa mig áfram og finn einhverja blöndu sem virkar. Svo reyni ég bara að muna hana næst þegar ég elda,“ sagði hún. „Þessi uppskrift, sem ég fékk hjá Kristínu Geirsdóttur, vinkonu minni, er æðislega góð. Rétturinn er ekkert sterkur, bara bragðmikill,“ sagði Júlía. Bolludagurinn gengur í garð á mánudag og eru margir eflaust farnir að huga að bollubakstri. Þeir sem ekki baka þurfa þó ekki að sitja uppi bollulausir, því bak- arar landsins hafa brett upp erm- arnar og framleiða kræsingarnar á færibandi. Óttar B. Sveinsson, framleiðslu- stjóri hjá Bakarameistaranum, sagði menn þar á bæ hafa þjóf- startað aðeins í bolluáti. „Við vorum með smá smakk um síðustu helgi og höfum verið að selja aðeins síðan, svona til að koma okkur í gang,“ sagði Óttar. „Það eru svo sem engin læti í þessu núna, það byrjar ekkert fyrr en á laugardaginn,“ sagði hann. „Sunnu- dagurinn er orðinn mjög vinsæll hjá fjölskyldufólkinu og svo er mánudagurinn langstærstur, þá eru fyrirtækin líka að panta.“ Bakarameistarinn býður upp á vatnsdeigsbollur, gerbollur og vín- arbrauðsdeigsbollur, en Óttar sagði vatnsdeigsbollurnar hafa vinninginn í vinsældum. Þar með er þó ekki allt upp talið, því velja má á milli fjölmargra mismunandi fyllinga. „Við erum með hefð- bundnar rjómabollur, púnsbollur með rommi, bollur með jarðar- berjarjóma, súkkulaðirjóma og irish coffee rjóma, svo eitthvað sé nefnt.“ sagði Óttar. Að sögn hans bætast nýjungar í hópinn á hverju ári, og er þeim alltaf vel tekið. „Nýjung ársins er daimkúlubolla,“ sagði Óttar. Bollur í bílförmum Kaliforníska vínfyrirtækið Delicato hefur náð undraverðri fótfestu á Íslandsmarkaði á skömmum tíma. Er svo komið að vín fyrirtækisins eru með allra vinsælustu vínum frá Ameríku í vínbúðum hér. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður og ber fyrst að nefna að vínin frá Delicato eru stöðug og á góðu verði, kosta frá 1.090 kr. til 1.290 kr. og vín fyrirtækisins sem seld eru undir nafninu Clay Station kosta 1.690 kr. Þetta er meira en vel samkeppnishæft verð ef litið er til annarra amerískra vína á markaðnum sem oft eru í dýrari kantinum séu borin saman verð og gæði. En sjálfsagt er meginástæðan fyrir vinsældum Delicato á Íslandi umboðsaðilinn Vífilfell sem ræður bæði yfir óhemju öflugu dreifingarkerfi og dugmikilli markaðs- og kynningardeild sem kann þá list að byggja upp vörumerki. Í næstu viku hefst sala á nýjustu afurð Delicato, víninu Gnarly Head sem gert er úr zinfandel-þrúgunni. Vínið kostar 1.590 kr. og mun eflaust ná skjótum vinsældum hér á landi líkt og í Bandaríkjunum þar sem það er sjötta mest selda zinfandel-vínið. Gnarly Head er nútíma- legt vín, mýkra og ljúfara en mörg vín úr zinfandel frá Kaliforníu þar sem krafturinn er í fyrirrúmi á kostnað jafnvægisins. Það er líka í nútímalegum umbúðum þar sem kræklóttur og kvistóttur vínviðurinn leikur aðalhlutverkið. Útlitið er einhverskonar sambræðing- ur af myndskreytingum sem við þekkjum úr Grimmsævin- týrum og útliti kalifornískra rokksveita og mótorhjólatöff- ara. Enda eru víst barþjónarnir vestra farnir að húðflúra sig með myndum af víninu, þó ekki varanlegum húð- flúrum... Nafnið Gnarly Head er tilvísun í vínviðinn sem er 80 ára gamall. Plönturnar eru ekki ræktaðar í röðum og knýttar saman eins og algengast er í dag heldur stendur hver planta sér og vex ansi frjálslega. Stórir og sterkleg- ir kræklóttir og kvistóttir bolirnir eru tilkomumiklir að sjá og vínviðurinn gefur af sér öflugar þrúgur. Delicato er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af ítalska innflytjandanum Gaspare Indelicato árið 1924. Það hefur lengstum verið ræktandi frekar en framleiðandi og enn þann dag í dag selur fyrirtækið 90 prósent af þrúgum sínum til annarra framleið- enda. Síðan Delicato hóf að framleiða vín undir eigin merkjum 1994 hefur vöxturinn verið gríðarlegur og fyrirtækið er nú komið í fremstu röð framleiðenda í Kaliforníu og hefur meðal annars verið valið besta ameríska vínhúsið í tvígang á vínsýningunni International Wine & Spirit Competition í London. Kalifornískur kvistur Finnst hákarl ógleymanlega hræðilegur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.