Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 90
Hannes vill fara aftur til Viking
Skoska stórliðið Celtic
bauð íslensku unglingalandsliðs-
mönnunum Kjartani Henry Finn-
bogasyni og Theodór Elmari
Bjarnasyni nýjan tveggja ára
samning um síðustu helgi. Celtic
bauð foreldrum strákanna og Ólafi
Garðarssyni, umboðsmanni
þeirra, til Glasgow og eftir leik
Celtic um síðustu helgi ræddi
Gordon Strachan, stjóri liðsins,
við strákana og foreldra þeirra.
Þar lýsti Strachan því yfir að
hann hefði væntingar til drengj-
anna og sagði það gáfulegt spor
hjá þeim að leika áfram með félag-
inu en drengirnir bíða enn eftir
fyrsta tækifæri sínu með aðalliði
félagsins.
„Þetta var mjög skemmtilegt
og okkur er að sjálfsögðu sýndur
mikill heiður að þetta stórlið skuli
vilja semja við okkur á nýjan leik.
Engu að síður ætla ég að taka mér
góðan tíma í að ákveða mig enda
tel ég mig þurfa að spila með aðal-
liði félags helst næsta vetur,“
sagði Kjartan Henry við Frétta-
blaðið í gær en hann sagði for-
eldra sína hafa verið nokkuð hissa
á því hversu smávaxinn Skotinn
var í raun og veru.
Kjartan hefur verið mikið
meiddur síðan hann gekk til liðs
við Celtic og var svo gott sem frá í
eitt og hálft ár. Hann byrjaði síðan
að spila á fullum krafti í nóvem-
ber síðastliðnum og hefur farið
mikinn með varaliði Celtic þar
sem hann hefur skorað sjö mörk í
átta leikjum. Tölfræði Kjartans
hjá félaginu er mjög góð en hann
hefur skorað 22 mörk í þeim 25
leikjum sem hann hefur spilað
fyrir félagið.
„Það gengur mjög vel þessa
dagana og ég er í fínu formi.
Strachan er duglegur að mæta á
leikina okkar og svo æfi ég einnig
mikið með aðalliðinu. Ég er von-
góður um að fá að spila með aðal-
liðinu áður en tímabilið er úti. Sér-
staklega í ljósi þess að Celtic er
með 20 stiga forystu í deildinni og
á titilinn vísan. Maður verður að
vera þolinmóður því hlutirnir geta
síðan breyst mjög fljótt,“ sagði
Kjartan Henry en hann segir
Strachan vera sérstakan en þó
skemmtilegan stjóra.
„Það er gaman að kallinum og
hann lætur vel í sér heyra. Hann
stöðvaði einu sinni reitabolta
þegar ég reyndi hælsendingu.
Gekk síðan að mér og sagði: „Þú
spilar með varaliði Celtic en ekki
Barcelona. Hættu þessari vit-
leysu.“ Hann er meira að segja
ósáttur ef tilþrifin takast. Hann
vill spila sinn breska bolta,“ sagði
Kjartan Henry léttur.
Kjartan Henry Finnbogason segir að þjálfari Celtic, Gordon Strachan, sé ekki
stuðningsmaður skemmtilegra tilþrifa enda sé hann mjög breskur þjálfari.
Celtic er búið að bjóða Kjartani og Theodór Elmari Bjarnasyni nýjan samning.
Eftir 55 mánaða stans-
lausa dvöl á efsta sæti styrkleika-
lista FIFA urðu Brasilíumenn að
sætta sig við að sjá á eftir
toppsætinu til heimsmeistara
Ítala þegar febrúarlistinn var
gefinn út í gær.
Ítalir komust þar með á
toppinn á listanum í fyrsta sinn í
þrettán ár en 0-2 tap Brasilíu-
manna fyrir Portúgölum varð til
þess að þeir duttu af toppnum.
Ísland fellur um tvö sæti og situr
nú í 95. sæti listans.
Brasilíumenn
úr toppsætinu
Norðmaðurinn Aksel Lund
Svindal vann í gær keppni í
stórsvigi karla á HM í alpagrein-
um í Åre í Svíþjóð. Hann vann
einnig brunkeppnina.
Daniel Albrecht og Didier
Cuche frá Sviss komu næstir.
Austurríkismenn áttu hræðilegan
dag en bestur þeirra var Her-
mann Maier sem náði 21. sæti.
Björgvin Björgvinsson féll úr
leik í fyrri umferð.
Annað gull
Svindals
Norska úrvalsdeildarlið-
ið Lilleström fór illa með KR á
æfingamóti á La Manga. Úrslit
leiksins urðu 5-0 fyrir Norðmönn-
unum en Gunnlaugur Jónsson
varð fyrir því óláni að skora
sjálfsmark á 21. mínútu.
Viktor Bjarki Arnarsson kom
inn á sem varamaður hjá Lille-
ström þegar skammt var til
leiksloka.
Lilleström
burstaði KR
„Hann fær sjaldan þá
viðurkenningu sem hann á skilið.
Dirk er búinn að vera mikilvæg-
asti leikmaður deildarinnar
undanfarin tvö tímabil fyrir það
sem hann er búinn að gera fyrir
okkar lið,“ sagði Josh Howard um
félaga sinn hjá Dallas, Dirk
Nowitzki. Nowitzki skoraði 38
stig, tók 11 fráköst og gaf 8
stoðsendingar í sigri Dallas á
Milwaukee Bucks. Liðið lenti 15
stigum undir í seinni hálfleik en
landaði samt sigri.
Dirk sá besti
síðustu tvö ár
Jón Arnór Stefánsson
lék sinn fyrsta leik fyrir Lotto-
matica Roma í 16-liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu í körfu-
bolta. Er það í fyrsta sinn sem
Íslendingur spilar í þeirri deild.
Jón Arnór lék í 16 mínútur og
skoraði á þeim ellefu stig. Lotto-
matica lék gegn Pau-Orthez og
vann, 78-68.
Jón Arnór með ellefu stig
Fjórir leikmenn úr liði
Vesturdeildarinnar eru meiddir
og geta ekki tekið þátt í Stjörnu-
leik NBA-deildarinnar sem fer
fram í Las Vegas um næstu helgi.
Þetta eru bakverðirnir Steve Nash
hjá Phoenix og Allen Iverson hjá
Denver, framherjinn Carlos Booz-
er hjá Utah og miðherjinn Yao
Ming hjá Houston.
Í stað þeirra hafa þeir Carmelo
Anthony hjá Denver, Josh Howard
hjá Dallas, Mehmet Okur hjá Utah
og Ray Allen hjá Seattle fengið
sæti í liðinu. Allir leikmenn
Austurdeildarinnar eru enn á
grænu ljósi en Jason Kidd gæti
þurft að sleppa leiknum vegna
bakmeiðsla en hann var ekki með í
tveimur síðustu leikjum New
Jersey Nets.
Stjörnufall hjá Vestrinu