Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 94

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 94
„Þetta verður það sama og með geirfuglinn sem var boðinn upp úti í London á sínum tíma. Það fór fram söfnun og uppboðshaldarinn úti vissi upp á krónu hvað safnað- ist og fuglinn fór á það,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson í Gallerí Fold og einn helsti uppboðshaldari Íslands. Eins og fram hefur komið í fréttum, meðal annars á forsíðu Morgunblaðsins á þriðjudag, hefur komið fram áður óþekkt verk eftir Kjarval, í kúbískum stíl, í Dan- mörku og verður það boðið upp í lok þessa mánaðar hjá Bruun Rasmussen. Verkið er metið á 1,2 til 1,8 milljónir af Bruun en fast- lega má gera ráð fyrir því að áhugasamir kaupendur vilji gefa allt að fimm milljónir fyrir það. Í samtali við bæði Morgunblað- ið og fréttastofu RÚV lét safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Hafþór Yngvason, þess svo getið að þarna væri um mjög merkt verk að ræða sem safnið vildi gjarnan eignast. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa þessi ummæli reynst olía á eld áhugasamra listaverka- kaupenda sem nú hafa fengið á því staðfestingu að þarna sé dýrgripur á ferð. Fréttablaðið hefur heimild- ir fyrir því að nokkrir vellauðugir listaverkakaupendur séu í start- holunum og það hefur Tryggvi einnig heyrt. Áhugi Hafþórs er metinn á tveggja milljóna króna hækkun á upp- boðinu. „Ég get ekki ímynd- að mér annað. Já, margir hafa áhuga á þessu verki og hann minnkar ekki við þessi ummæli safn- stjórans. Þetta er stór mynd og gæti farið á fimm milljónir. Jafnvel meira. Þessi mynd er góð, mjög sérstök, það er hárrétt, og það væri slys ef hún lenti ekki inni á safni. En hins vegar myndi ég ekki flíka því ef ég ætlaði að kaupa hana. Þeir eru það margir sem græða svo mikið hér á landi að þeir depla ekki auga yfir tveimur millj- ónum,“ segir Tryggvi í Fold sem telur sénslaust að væntanlegir kaupendur taki mark á því þegar Hafþór höfðar til þjóð- arhollustu þeirra og láti Lista- safninu það eftir að bjóða eitt í verkið. „Við ætlum að bjóða og erum með eitthvert fé til þess,“ segir Hafþór Yngvason safnstjóri. Hann segir eðlilegt að þegar verk rati á forsíðu Morg- unblaðsins þá veki það athygli og hækki verðið. „En það myndi skjóta skökku við ef ég segði ekki þetta verk þess virði. Og ég tel mikilvægt að það fari á opinbert safn og verði sameign þjóðarinn- ar.“ Safnið hefur ekki úr miklu fé að spila og Hafþór segir það vissu- lega verra ef menn færu að bjóða af kappi á móti safninu spurður um hvort hann sé að reyna að höfða til þjóðarhollustu væntanlegra íbjóðenda. „En þetta er opinn mark- aður. Nei, það er ekki ákveðið hvort ég fari sjálf- ur út til Danmerkur á vegum safnsins eða ein- hver annar.“ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Nei, sögurnar um það að Páll Valsson sé að hætta hjá Eddu eru stórlega orðum auknar,“ segir Árni Einarsson, forstjóri Eddu útgáfu. Páll Valsson hefur verið útgáfu- stjóri Máls og menningar um ára- bil en nú verður breyting á starfs- lýsingu hans. Að sögn Árna stendur til að breyta um áherslur í starfi hans, „smávægilegar innan- hússbreytingar“, en Páll mun eftir sem áður starfa innan Eddu útgáfu, að sögn Árna. Kjarninn í hans starfi verður svipaður og verið hefur. „Þú ert ekki fyrsti fréttamað- urinn sem hringir og spyr um þetta. Við grípum til þess að senda frá okkur tilkynningu á morgun [í dag] þar sem fram kemur sannleikurinn í málinu. Þessar sögur eru ættaðar ein- hvers staðar annars staðar frá en okkur. Það er svona sem íslensk- ar kjaftasögur verða til,“ segir Árni og má ljóst vera að honum er ekki skemmt. Ekki náðist í Pál í gær en nýver- ið hætti Kristján Bjarki Jónasson hjá fyrirtækinu en hann hafði verið þróunarstjóri Eddu lengi sem og Dröfn Þórisdóttir, útgáfu- stjóri Vöku-Helgafells. Þannig virðist sem nokkur endurskipu- lagning innan fyrirtækisins sé nú í gangi innan þessa stærsta forlags Íslands. Breytingar hjá Eddu útgáfu „Ég er rífandi stolt af nafni mínu, er fædd og skírð upp á norska vísu í Nordstrandkyrkje,“ segir Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, þegar hún er spurð um nýlegan úrskurð mannanafna- nefndar um að nafnið Siv sam- ræmist ekki íslenskri hefð. „Ég fæ vonandi að komast aftur inn í land- ið,“ bætti Siv við en ráðherra var staddur í Brussel þegar Frétta- blaðið ræddi við hana. Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að nafnið Siv sam- ræmist ekki íslenskri hefð en þó nokkrir hafa sótt um að fá að skíra stúlkubörn sín þessu nafni. Ekki voru gerðar neinar athuga- semdir við nöfnin Eufemía, Róbjörg, Líba og Marit og þá eru nöfnin Jeanne og Íssól til skoð- unar. En ljóst er að sannkristnir framsóknarmenn geta ekki nefnt börn sín eftir ráðherranum. Samkvæmt Hagstofu bera fimm konur nafnið Siv sem eiginnafn og fjórar sem millinafn. „Ég gæti náttúrlega laumast inn með nafnið Björg sem er gott og gilt íslenskt nafn,“ hvíslar ráðherra sem er ekki að fetta fingur út í mannanafnanefndina umdeildu og segir hana bara vera að vinna sitt verk. „Þeir eru að huga að íslenskunni og vernda hana eftir bestu getu. Og þessi nefnd er ekki úrelt fyrirbæri,“ segir Siv. „Þrátt fyrir þennan úrskurð,“ bætir hún við og tekur þetta augljóslega ekki nærri sér. Nafnið Siv með v-i er komið úr norrænni goðafræði og hét meðal annars kona Þórs þessu nafni. „Ég hef sjálf beygt þetta eftir íslensk- um reglum en séð ýmislegt skraut- legt þegar kemur að notkun þess. Sumir hafa skrifað Svif eða jafn- vel Svið,“ segir Sif og hlær. Ólögleg Siv er ekkert sár … fær Guðni Ágústsson, sem lætur lélegt gengi Framsóknar ekki lama sig og brá meira að segja á leik með fjöllistamanni á Klörubar á Kanaríeyjum um helgina. Gnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 SÚR HVALUR - SÚRT RENGI HARÐFISKUR FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.