Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 4

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 4
Þorsteinn Stein- grímsson, sem keypti Heilsu- verndarstöðina við Barónsstíg fyrir um mánuði, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að starfrækja hótel í húsinu eins og greint hefur verið frá í fjölmiðl- um. Að mati Þorsteins hentar húsið vel undir hótel, skrifstofu- húsnæði eða veitingastað. Þorsteinn segist standa einn að kaupunum á húsinu og að verðið sem hann greiddi fyrir það sé trúnaðarmál. Uppsett verð hússins var 1.100 milljónir króna. Ekki ljóst hvað verður í húsinu Fjalakötturinn Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, vígði rúmlega tveggja metra háa styttu af sér inni í breska þinghúsinu á miðvikudag. „Ég hefði frekar kosið járn en brons dugar einnig. Hún mun ekki ryðga,“ sagði Thatcher við þetta tækifæri en hún var stundum kölluð járnfrúin. Thatcher sagðist einnig vonast til að höfuðið myndi tolla á í þetta skiptið og vísaði þar til þess þegar skemmdarverka- menn brutu höfuð af marmara- styttu af henni í fjármálahverf- inu í London árið 2002. Bronsstytta af járnfrúnni reist Töluvert snjóaði í Danmörku og sunnanverðri Svíþjóð í fyrrinótt. Fannfergið olli verulegum truflunum á samgöngum í báðum löndunum. Stjórnvöld hvöttu fólk til að halda sig heima við í gær þar sem færð væri erfið og víða væru bif- reiðar fastar í sköflum. Kennsla var víða felld niður í dönskum skólum í gær. Í Svíþjóð lést maður á fimm- tugsaldri þegar bifreið hans rakst á strætisvagn skammt frá Gautaborg, en í Danmörku fæddist drengur í sjúkrabifreið sem sat föst í snjónum og komst ekki á sjúkrahúsið. Allt mannlífið nánast lamað Geir H. Haarde lýsti því yfir í ræðustól á Alþingi í gær að það væru ánægjulegar fréttir hver staðan væri í Suður-Írak. Hann sagði jafnframt að víða í landinu væri búið að koma á „sæmilegri kyrrð“ og að öryggis- staðan hefði einnig víða breyst til hins betra. Þetta kom fram í umræðu sem skapaðist í kjölfar frétta um brottflutning herliða Breta og Dana. Yfirlýsingin skapaði heitar umræður þar sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, talaði um forherðingu forsætisráðherra vegna ummæla hans um ánægjulegar fréttir. Steingrímur fullyrti að ekki væri verið að draga herinn til baka vegna þess að ástandið væri að skána. Stjórnarandstæðingar töluðu einnig um óskhyggju varðandi málflutning stjórnarmeðlima því ástandið í Írak hafi aldrei verið verra. Guðni Ágústsson var einnig sagður vera forhertur þar sem hann baðst ekki afsökunar á því fyrir hönd síns flokks að hafa stutt innrásina í Írak. Fleiri þung orð féllu í þing- salnum þar sem stjórnarand- stæðingar vildu að „smánarblett- urinn yrði þveginn af nafni Íslands“ og sögðu jafnframt að ákvörðunin um innrásina hafi átt sér stað bak við „luktar dyr í reykfylltu bakherbergi“ þar sem menn hafi verið að véla um völd í íslensku ríkisstjórninni. Hart deilt um ástandið í Írak Sigurður Líndal, fyrr- verandi prófessor í lögfræði, telur tilgang nafnlauss bréfs, sem sent hefur verið mörgum sem að Baugsmálinu koma, að gera íslenska dómstóla tortryggilega. Hann telur að þar standi að baki „skuggaleg“ og „ógeðfelld öfl“. „Væntanlega er tilgangur bréfsins einnig sá að hafa áhrif á meðferð málsins í heild,“ segir Sigurður. Honum sýnist að per- sónulegar árásir í bréfinu hljóti einnig að varða við lög. „Í því ljósi finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki það hver sendi bréfið. Þetta snýst ekki um einkamál við- komandi manna sem nafngreind- ir eru í bréfinu heldur að dóm- stólar fái að starfa í friði. Hér er um að ræða níð því ekki er um að ræða rökstudda gagnrýni. Svona níðskrifum er ætlað að hafa ein- hver ógeðfelld áhrif í samfélag- inu.“ Beðinn um nánari skýringu á því hvað hann kallar ógeðfelld öfl segir Sigurður að bréfið sé til vitnis um spennu í þjóðfélaginu sem erfitt sé að skilgreina. „Mér finnst eins og hér séu á ferðinni ógeðfelld öfl, svo ég kveði nú ekki fastar að orði, sem leika lausum hala í þjóðfélaginu. Það sem verra er þá finnst mér eins og einn angi þeirra hafi náð inn á ritstjórnar- skrifstofu Morgunblaðsins og þá hef ég í huga nafntogaða forsíðu blaðsins sem sérstaklega var helguð þeim dómurum sem helst koma við sögu í bréfinu.“ Sigurður segir að grófar per- sónulegar árásir á nafngreinda menn séu gjörsamlega órökstudd- ar. „Það er einnig gefið í skyn að Hæstiréttur sé í hefndarhug í Baugsmálinu og að velvild dóm- ara skipti máli, að dómar falli í Hæstarétti eftir því hvort mönn- um sé vel eða illa við einstaka lög- fræðinga. Þetta er ekki svara- vert.“ Ógeðfelld öfl eru að verki Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor í lögfræði, segir tilgang nafnlauss bréfs að hafa áhrif á niður- stöðu Baugsmálsins og segir ógeðfelld öfl að verki. „Mér finnst þessi fram- koma stórlega vítaverð í ljósi þess að lögfróðir menn virðast hér eiga hlut að máli. Í þessu bréfi, sem mér finnst bæði alvarlegt og dap- urlegt, er verið að vega að sjálf- stæði íslenskra dómstóla, ekki síst Hæstaréttar, og það sem meira er þá er verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu máls sem rekið er fyrir dómstólunum þar sem þrír menn eru ákærðir og bornir alvar- legum sökum,“ segir Eiríkur Tóm- asson, prófessor í lögfræði. „Þetta er gert með það að markmiði að tveir af þremur ákærðu verði sak- felldir og dæmdir til refsingar.“ Þetta er álit Eiríks þegar hann var inntur eftir því í hvaða ljósi hann sæi nafnlaust bréf sem sent var í vikunni til allra dómara Hæstaréttar Íslands og lykil- manna í Baugsmálinu. Eiríkur segir að þegar haft er hugfast að bréfið sé skrifað af, eða eftir, mjög hæfum lögfræðingi, þá sé ekki um stóran hóp manna á Íslandi að ræða sem gætu verið bréfritari eða heimildarmaður hans. „Þess vegna beinist grunur að tilteknum mönnum úr hópi lögfræðinga sem hafa áður komið að þessu máli eða tjáð sig um það á ákveðinn hátt. Því er það afar mikilvægt að bréf- ritari gefi sig fram sem allra fyrst því ella kann svo að fara að sak- lausum mönnum verði kennt um að standa að baki þessum skrif- um.“ Eiríkur segir það eðlilegt að úrlausnir dómstóla séu gagnrýnd- ar og það hafi hann sjálfur gert, en hins vegar verði menn að gæta þess að gera það á málefnalegan hátt. „Það er frumskilyrði að gagn- rýni sé undir nafni og það að dreifa nafnlausu bréfi með jafn alvarleg- um persónulegum aðdróttunum og hér er gert er grafalvarlegt mál. Umfjöllun bréfsins er algjör- lega einhliða og á ekkert skylt við lögvísindi.“ Bréfið stór- lega vítavert Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði, segir vegið að sjálfstæði Hæstaréttar í nafnlausu bréfi. Mark- miðið sé að hafa áhrif á niðurstöðu Baugsmálsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.