Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 16
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri er heiðursverðlaunahafi Samfé- lagsverðlauna Fréttablaðsins í ár. Verðlaunin fær hún fyrir það frá- bæra starf sem hún hefur unnið með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórn- um en kórstjórn hennar spannar nærri 40 ár. Þorgerður segir alltaf gott að fá viðurkenningu fyrir að gera rétta og góða hluti. „Það er ekki daglegt brauð að fólk í kenn- arastörfum, læknar eða aðrir þeir sem vinna mennsk störf séu faðm- aðir en samt vill maður hafa þetta fólk þarna. Þetta hlýjar manni því óneitanlega um hjartarætur og er mjög gleðjandi. Þessi ár hafa verið mjög gefandi en gefandi er kannski ekki alltaf það sama og auðvelt. Þetta hefur líka verið krefjandi og ögrandi á jákvæðan hátt og þetta er lifandi starf, upp- eldisstarf og listrænt starf um leið sem krefst þess að maður sé mann- eskja. Þannig þarf að samræma það að vera góð fyrirmynd, geta tekið að sér þetta uppeldishlut- verk en um leið verður að vinna sem listamaður ef maður ætlar að reyna að ná listrænum hæðum inn á milli.“ Þorgerður segir mikil- vægt að störfum sem snúa að mannlegu hliðinni sé gert hátt undir höfði, sérstaklega á þeim tímum sem við lifum á nú. „Sam- tími okkar og þjóðfélag er orðið gegnumsýrt af yfirborðsmennsku og miklu eirðarleysi þar sem eng- inn hefur tíma til að vera til. Við erum andlegar verur og þurfum eitthvað til að vega upp á móti græðgisgauragangi.“ Mennskt og listrænt starf - úrval af ferskum fiski og tilbúnum fiskréttum Er matarboð um helgina? „Markmiðið með Samfé- lagsverðlaununum er að draga fram í dagsljósið brot af öllum þeim kær- leiksverkum sem unnin eru í samfélaginu,“ sagði Stein- unn Stefánsdóttir, formaður dómnefndar og aðstoðar- ritstjóri Fréttablaðsins, við hátíðlega athöfn sem haldin var í gær á Hótel Nordica vegna veitingu Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins. „Með verðlaununum er kastljósinu beint að öllu því fólki sem dag hvern leggur fram með áþreifan- legum hætti sinn skerf til þess að bæta samfélag okkar. Þetta er fólk sem starfar í þeim anda að gera alltaf eitthvað umfram það sem starf þeirra eða borgaraleg skylda segir til um og iðulega mikið umfram. Markmiðið með Samfé- lagsverðlaununum er að gera þessi verk sýnileg, að heiðra þessa sam- borgara okkar sem slík verk ástunda og vinna iðulega störf sín í hljóði. Þannig getur þetta fólk jafn- vel orðið öðrum fyrirmynd.“ Að svo sögðu voru hinir tilnefndu kynntir einn af öðrum og verðlaun voru veitt í sex flokkum. Almenningi bauðst að senda til- nefningar til Fréttablaðsins og mikill fjöldi tilnefninga barst svo úr vöndu var að ráða hjá dóm- nefndinni. Hún var skipuð af Ölmu Geirdal, fulltrúa Forma, samtaka átröskunarsjúklinga, en þau sam- tök hlutu Samfélagsverðlaunin í fyrra, Gísla Marteini Baldurs- syni,borgarfulltrúa, Hildi Peter- sen, stjórnarformanni Sparisjóðs Reykjavíkur, Svanfríði Jónasdótt- ur, bæjarstjóra á Dalvík, og Stein- unni Stefánsdóttur, aðstoðarrit- stjóra Fréttablaðsins. Þrír verðlaunahafar hlutu ferða- vinning frá Iceland Express, tveir verðlaunahafa fengu tölvuverð- laun en Samfélagsverðlaunin sjálf voru gjafabréf upp á eina milljón króna. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins afhenti þau Reyni Ingibjartssyni, formanni AFA – aðstandendafélags aldraðra. „Sam- tökin hafa sýnt frumkvæði og elju- semi við að vekja athygli á málefnum aldraðra og stöðu þeirra í íslensku samfélagi,“ sagði Þor- steinn í ávarpi sínu. „Áherslan í starfi samtakanna hefur einkum legið í að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur í kjara- og húsnæðismál- um aldraðra.“ Reynir Ingibjarts- son, formaður Félags aðstandenda aldraðra, tók við verðlaununum fyrir hönd AFA með þakkarræðu og sagði þau „stórkostlega hvatn- ingu“. Reynir sagði milljónina aldeilis koma sér vel fyrir samtök- in og þeirra fyrsta starf yrði að koma loksins á fót heimasíðu sam- takanna. „Okkur hlýnar um hjarta- rætur að fá þessa miklu viðurkenn- ingu. Við erum stolt af því að vera öflugur hópur sem hafði frum- kvæði að því að virkja aðstandend- ur til þess að hjálpa öldruðu fólki. Ég hef sjaldan orðið eins hissa og þegar ég fékk þessa upphringingu um tilnefninguna, hún kom eins og sending af himnum ofan.“ Heið- ursverðlaun kvöldsins hlaut Þor- gerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórsins, og veitti Jón Kaldal, nýorðinn ritstjóri Frétta- blaðsins henni verðlaun fyrir ómet- anlegt framlag hennar til tónlistar- uppeldis þess stóra hóps sem hún hefur starfað með. Verðlaun voru veitt í fimm flokkum auk Samfélagsverðlaun- anna sjálfra en þeir voru: Hvunn- dagshetjan, Uppfræðari ársins, Framlag til æskulýðsmála, ein- staklingur eða hópar sem hafa unnið ötullega að því að eyða for- dómum í samfélaginu og heiðurs- verðlaun. Þetta er í annað sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt en Steinunn sagðist vera stolta af því að festa þau í sessi. „Við ýttum þeim úr vör í fyrra og vorum mjög ánægð með hvern- ig til tókst. Hugmyndin að Samfé- lagsverðlaununum á sér enn lengri sögu. Við stefnum að því að verð- launaveitingin verði árlegur við- burður sem beðið er með eftir- væntingu.“ Um eitt hundrað gestir voru viðstaddir athöfnina á Hótel Nord- ica og hljómsveitin B3 tríó lék fyrir gesti sem einnig gæddu sér á ljúf- fengum veitingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.