Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 18

Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 18
fréttir og fróðleikur Talsverð áskorun Meðalverð trjánna um 40 þúsund Romano Prodi fær að öllum líkindum umboð til að mynda nýja stjórn á Ítalíu. Hann setur þó þau skilyrði að meirihlutinn á þingi verði traustari en sá sem brást í vikunni. Eftir afsögn Prodis á miðvikudag- inn hefur forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, boðað leiðtoga stjórn- málaflokkanna á sinn fund til að kanna hvort möguleiki sé á nýrri meirihlutastjórn. Þær viðræður halda áfram í dag en að því búnu er búist við að forsetinn feli Romano Prodi að mynda nýja stjórn. Ef hins vegar forsetinn sér enga möguleika á nýjum meirihluta þá á hann ekki annars kost en að boða til kosn- inga, þótt aðeins séu liðnir tíu mánuðir af fimm ára kjörtímabili þingsins. Óstöðugleiki hefur loðað við ítölsk stjórnmál allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og ríkisstjórn Prodis átti sér ekki langa lífdaga – ekki frekar en flestar aðrar stjórnir landsins síð- ustu áratugina. Undantekningin var ríkisstjórn Silvios Berluscon- is, sem hélt út í heilt kjörtímabil árin 2001 til 2006. Prodi sigraði í þingkosningunum í apríl síðastliðnum með afar naum- um meirihluta, svo naumum reyndar að í gjörvallri sögu ítalskra stjórnmála hefur munur- inn aldrei verið minni. Stjórn hans, sem tók við völdum í maí, hefur því alla tíð staðið afar tæpt og fyr- irfram vitað að minnsti ágreining- ur í stjórnarliðinu gæti orðið henni að falli. Það sem varð stjórninni að falli núna voru áform hennar um að hafa nærri tvö þúsund manna her- lið áfram í Afganistan. Það var forveri Prodis í embætti, Silvio Berlusconi, sem á sínum tíma ákvað að senda ítalskt herlið til Afganistan. Þegar Prodi lýsti því svo yfir að hann vildi hafa herliðið þar áfram mætti hann strax mik- illi andstöðu úr röðum eigin stjórn- arliða og þá einkum frá róttækum vinstri mönnum. Einungis munaði tveimur atkvæð- um til þess að utanríkisstefna stjórnarinnar, og þar með vera hersins í Afganistan, hlyti sam- þykki í öldungadeildinni þegar gengið var til atkvæða á miðviku- daginn. Stjórnin þurfti 160 atkvæði til þess að tryggja sér stuðning deildarinnar, en fékk ekki nema 158 atkvæði. Atkvæðagreiðslan var ekki bindandi fyrir stjórnina og form- lega séð snerist hún alls ekki um stuðning við stjórnina, en Mass- imo D‘Alema utanríkisráðherra hafði áður lýst því yfir að stjórnin ætti að segja af sér ef utanríkis- stefnan hlyti ekki stuðning í deild- inni. Afsögnin þýðir þó ekki að Prodi hafi gefist upp, því hann hefur fullan áhuga á að vera forsætis- ráðherra Ítalíu áfram. En þó ekki skilyrðislaust. „Prodi vill halda áfram ef, og aðeins ef, hann fær tryggingu fyrir fullum stuðningi frá öllum stjórnarflokkum,“ hefur AP frétta- stofan eftir talsmanni hans, Silvio Sircana. Líkur virðast á því að sumir þingmenn frá miðju stjórn- málanna, sem sagt hafa skilið við hægribandalag Berlusconis, geti hugsað sér að ganga til liðs við stjórn Prodis. „Að fela Prodi aftur umboð til stjórnarmyndunar er sú leið sem beinast liggur við, en hún getur reynst varhugaverð. Það er nauð- synlegt að forðast sömu mistökin og þverstæðurnar sem leiddu til falls þessarar stjórnar,“ segir ítalski stjórnmálaskýrandinn Stefano Folli, einnig í viðtali við AP. Fleira hefur orðið til þess að auka andstöðu vinstri manna við stjórn Prodis en sú ákvörðun að hafa áfram ítalska hermenn í Afganist- an. Um helgina streymdu til dæmis tugir þúsunda manna út á götur í bænum Vicenza til þess að mót- mæla því að bandaríska herstöðin, sem þar er staðsett, verði stækkuð og hermönnum þar fjölgað. Meðal mótmælenda voru leiðtogar nokk- urra vinstriflokka í samsteypu- stjórn Prodis. Þá aflaði stjórnin sér einnig fyrir skemmstu óvinsælda meðal kaþólsku kirkjunnar, og þar af leiðandi einnig meðal þeirra stjórnarliða sem tengjast kirkj- unni, með því að samþykkja ný lög sem heimila hjónum að fá lög- skilnað og samkynhneigðum að ganga í sambúð með blessun ríkis- ins. Allt þetta virðist hafa haft þau áhrif að stjórnin stóð veikari og náði ekki að afla sér stuðnings á þingi við utanríkisstefnuna. Prodi vill fá annað tækifæri Sparidagar eldri borgara - Fjölbreytt dagskrá alla daga - Þriggja rétta kvöldverður öll kvöld - Hádegisverður innifalinn (nýtt!) Verð 29.800,- krónur á mann í tvíbýli (5 nætur með kvöldverði og skemmtidagskrá) Pantanir í síma 483 4700 18 - 16 febrúar: Uppselt 25 feb. - 2 mars: Uppselt 4 - 9 mars: Laus herbergi 11 - 16 mars: Uppselt 18 - 23 mars: Uppselt 25 - 30 mars: Uppselt 15 - 20 apríl: Uppselt 22 - 27 apríl: Uppselt Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.