Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 21
Samkeppnisyfirvöld Evrópu- sambandsins segja ákvörðun um leyfi írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair til að yfirtaka Aer Lingus liggi ekki fyrir fyrr en um mitt ár. Ekki er ljóst hvort Ryanair ætlar að leggja fram nýtt yfir- tökutilboð í félagið en orðrómur hefur verið uppi um að félagið ætli að hækka það um allt að 15 pró- sent. Stjórnendur Ryanair vísa því á bug. Ryanair lagði fram yfirtökutil- boð í Aer Lingus síðasta haust eftir að ríkið einkavæddi félagið og skráði á markað. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á 2,8 evrur á hlut, 1,48 milljarða evra, jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hækk- ar ekki tilboðið Siðanefnd danskra fjölmiðla segir ekki tilefni til að gagnrýna vinnu- brögð Ekstra Bladet í Danmörku í skrifum þess um Kaupþing banka síðasta haust. Í frétt Ekstra Bladet er niðurlæging bankans sögð algjör. Bankinn og stjórnarformaður hans, Sigurður Einarsson, kærðu til siðanefndarinnar skrif blaðsins um bankann í október og nóvem- ber síðastliðnum. Öllum atriðum kærunnar var vísað frá. Í skrifun- um var fjallað um sveiflur í íslensku efnahagslífi og not bank- ans af skattaparadísum á borð við Lúxemborg og Bresku Jómfrúar- eyjarnar. „Við vonuðumst eftir því að nefndin kæmist að annarri niður- stöðu. Það er hins vegar ekkert annað að gera í stöðunni en að sætta sig við hana,“ segir Bene- dikt Sigurðsson, upplýsingafull- trúi Kaupþings. Hann segir ekki hafa komið til tals að fara með málið fyrir dómstóla í Danmörku. Kaupþing er einnig að íhuga málsókn fyrir breskum dómstól- um vegna sama máls á þeim grunni að umfjöllun blaðsins um bankann birtist líka í enskri þýð- ingu á heimasíðu þess. Segja Kaup- þing niðurlægt Hafmynd, sem þróar og hannar smákafbáta, hlaut nýsköpunarverð- laun Rannís og Útflutningsráðs í ár. Nýsköpunarverðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsókn- ar- og vísindastarfi og náð hafa árangri á markaði. Torfi Þórhallsson, framkvæmda- stjóri Hafmyndar, veitti verðlaun- unum viðtöku á Nýsköpunarþingi á Grand Hóteli Reykjavík í gær. Kafbátarnir byggja á einingum sem má raða saman þannig að henti hverjum notanda. Á heimasíðu Rannís segir að með einingakerfinu hafi Hafmynd tekist að uppfylla þarfir ólíkra markhópa. Fyrirtækið hefur meðal annars selt tæknibún- að til bandaríska sjóhersins, Rann- sóknarráðs Kanada, Háskóla Bresku-Kólumbíu, rannsóknar- stofnun sjóhers Ástralíu auk ótil- greinds flota innan NATO. Hafmynd hlýtur ný- sköpunarverðlaun V e r ð l æ k k a n i r 1 . m a r s 2 0 0 7 Miklar breytingar eru í vændum á skattlagningu matvara. Verð á flestum matvörum á að lækka um 6,1% og í nokkrum tilvikum um 14,1% við lækkun virðisaukaskatts. Neytendastofa hvetur alla til að vera vakandi og fylgjast með því hvort verð lækkar ekki örugglega 1. mars. Með því að geyma kassakvittanir úr verslunum og bera saman eftir 1. mars má greina verðbreytingarnar á einfaldan hátt. Leitið skýringa í verslun ef verð lækkar ekki. Á heimasíðu Neytendastofu, www.neytendastofa.is, hefur verið opnuð vefgátt undir heitinu Verðlagsábendingar – láttu vita! Þar er með skjótvirkum hætti hægt að koma á framfæri ábendingum um það hvort lækkanir á vöruverði hafi ekki skilað sér. Á síðunni eru einnig aðgengilegar upplýsingar um þær matvörur sem eiga að lækka í verði sem og aðra þá þætti sem lækkunin tekur til, s.s. veitingaþjónustu, hótelgistingu og fleira. Neytendur – stöndum vaktina saman! Fylgist með – og látið vita Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • www.neytendastofa.is Neytendastofa Actavis hlaut þekkingarverðlaun Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga í þriðja sinn í gær. Ein- róma niðurstaða dómnefndar var að veita fyrirtækinu verðlaunin, en þema verðlaunanna í ár er „samrunar og yfirtökur“. Auk Actavis voru fyrirtækin Marel og Össur tilnefnd til verð- launanna. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Ís- landi, tók við Þekkingarverðlaun- unum úr hendi Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem fenginn var til að afhenda þau. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Actavis hafi náð frábær- um árangri við yfirtökur og sam- einingar um heim allan. „Fyrir- tækið hefur vaxið hratt og þrátt fyrir hraðan vöxt hafa stjórnend- ur enn skýra framtíðarsýn,“ segir í rökstuðningnum. Bent er á að Actavis hafi tekið yfir vel á þriðja tug fyrirtækja á síðustu árum, bæði einkafyrirtæki og félög skráð í kauphöllum og að tekjur fyrirtækisins hafa vaxið um 58 prósent að meðaltali á ári síðustu sjö ár. Þá var einnig valinn viðskipta- fræðingur ársins en þann heiður hlaut að þessu sinni Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuður, en honum var hrósað fyrir að hafa tekist að gera rekstur sinn þann þriðja stærsta á Norðurlöndum í sinni atvinnugrein. Á Þekkingar- deginum var einnig gerður að heið- ursfélaga í Félagi viðskiptafræð- inga og hagfræðinga Árni Vilhjálmsson, prófessor við við- skiptadeild Háskóla Íslands. Actavis fékk þekkingarverðlaunin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.