Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 24

Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 24
Sú hugmynd skólameist-ara Iðnskólans í Reykja- vík, að sameina skólann Fjöltækniskólanum og leggja þannig Iðnskólann niður, hefur sætt harðri gagnrýni. Ég er einn þeirra sem telja að skólameistari hafi farið of geyst í málinu og tel ástæðu til að reifa nokkur atriði í því sambandi. Kennarar og annað starfsfólk Iðn- skólans í Reykjavík, u.þ.b. tvö hundruð manns, heyrði fyrst af hugmyndum skólameistara fimmtudaginn 1. feb. sl. Var starfs- fólkinu tilkynnt að því myndu að öllu forfallalausu berast upp- sagnarbréf 1. maí nk. Gerð var grein fyrir því að undirbúningur þessara róttæku breytinga væri nú á lokastigi og stefnt væri að því að þær yrðu komnar til framkvæmda næsta vor. Samkvæmt þessu myndi Iðnskólinn í Reykjavík hverfa inn í Fjöltækniskólann, sem nú er rek- inn sem fimm ára tilraunaverk- efni. Kom þessi tilkynning starfsfólki skólans algerlega í opna skjöldu og vakti furðu að undirbúningur að niðurlagningu Iðnskólans og bylt- ingu á fyrirkomulagi iðnnáms í landinu hefði farið fram án þess að aflað væri álits skólanefndar, nem- enda, kennara eða annars starfsliðs skólans. Í viðtali við Fréttablaðið 21. febrúar sl. staðfestir Baldur Gíslason að það hafi verið mat hans og skólameistara Fjöltækniskólans, Jóns Stefánssonar, að „heilladrýgst væri að halda þessum áformum leyndum á meðan þeir mótuðu hug- myndirnar um sameininguna“. Hvernig í veröldinni getur það vera heilladrjúgt að leyna slíkum áform- um? Áður en ráðist er í jafn afdrifaríkar aðgerðir og að leggja Iðnskólann í Reykjavík niður er rétt að huga að stöðu skólans í dag, hlutverki hans og árangri. Iðnskólinn er einn rót- grónasti og stærsti framhaldsskóli landsins með um tvö þúsund nem- endur. Þar hefur íslenskt iðnaðar- fólk aflað sér traustrar fagmennt- unar í rúm hundrað ár. Iðnaðarmenn útskrifaðir úr skólanum njóta slíks trausts meðal almennings að veru- leg umframeftirspurn hefur mynd- ast eftir þjónustu þeirra. Nemandi sem ákveður að læra t.d. trésmíði eða rafvirkjun við Iðnskólann getur þannig gengið að því vísu að stundi hann námið af kostgæfni bjóðist honum að lokinni útskrift næg atvinnutækifæri og góðir tekju- möguleikar. Þetta er hin faglega staða Iðnskólans í Reykjavík og hana þurfa menn að hafa í huga áður en þeir gerbylta umhverfi íslenskrar iðnmenntunar. Það þarf ekki iðnaðarmann til að átta sig á því hversu misráðið það er að reyna að laga eitthvað sem ekki er bilað! Hvað sem faglegri stöðu Iðnskólans líður er mikil- vægt að horfast í augu við það að iðnmenntun á Íslandi glímir við ákveð- inn ímyndarvanda. En hvernig skyldi nú vera réttast að bregðast við þessu? Að sætta sig við ósanngjarna ímynd og leggja niður þær stofnanir sem boðið hafa upp á frábæra iðn- menntun í hundrað ár? Auðvitað ekki. Lausnin felst miklu fremur í því að berjast gegn fordómum og kynna betur það frábæra starf sem íslenskir iðnaðarmenn og iðn- nemar vinna á degi hverjum. Af þessum sökum vekur það sérstaka athygli að skólameistari, sem ráð- inn er til að byggja stofnunina upp, skuli eiga frumkvæðið að því að leggja hana niður. Það er auðvitað af ýmsum ástæðum afar óþægilegt fyrir kennara í framhaldsskóla að þurfa að takast á við skólameistara um málefni skólans. Og ekki verður þessi staða auðveldari fyrir kennara þegar í ljós kemur að skólameistari metur slík skoðanaskipti sem vitnisburð um „persónulega óvild“, eins og Baldur Gíslason kýs sjálfur að orða það í viðtalinu við Fréttablaðið. Sjálfum er mér það ljúft og skylt að árétta að ekkert er mér fjær huga en óvild í garð Baldurs. Ímyndum okkur að skólameistari Menntaskólans í Reykjavík myndi tilkynna starfsfólki og nemendum að hann teldi réttast að leggja skól- ann niður og sameina hann Mennta- skólanum Hraðbraut. Kæmi slík hugmynd til framkvæmda án nokk- urra athugasemda eða umræðna? Að sjálfsögðu ekki. Með sama hætti blasir auðvitað við að þegar skóla- meistari Iðnskólans tilkynnir starfs- fólki sínu að það muni líklega fá uppsagnarbréf innan þriggja mán- aða og upplýsir að hann stefni að því að leggja skólann niður, hlýtur hann að mega búast við skoðanaskiptum í kjölfarið. Og þegar hinar róttæku hugmyndir virðast ekki eiga upp- runa hjá neinum öðrum innan skól- ans heldur en Baldri Gíslasyni ligg- ur auðvitað fyrir að gagnrýnin hlýtur að beinast að honum. Að hverjum öðrum ætti slík gagnrýni annars að beinast? Við kennarar óttumst að þau vinnu- brögð sem viðhöfð hafa verið í tengslum við málið gefi til kynna að með hugmyndinni sé ekki síst stefnt að því að svipta starfsfólkið þeirri réttarvernd sem það nýtur sem opinberir starfsmenn og þannig styrkja stöðu skólameistara á þess kostnað. Sé það svo ættu menn að koma hreint fram og gangast við því, frekar en að dulbúa málflutning sinn rökum sem standast ekki þegar staða, hlutverk og árangur Iðnskól- ans í Reykjavík er hafður í huga. Höfundur er kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík. Til varnar Iðnskól- anum í Reykjavík ÍFréttablaðinu birtist, á bls. tvö, föstudaginn 9. febrúar 2007, frétt um mann sem situr í gæsluvarð- haldi grunaður um að hafa framið kynferðisbrot gagnvart barni eða börnum. Í fréttinni kemur fram, að í tölvu mannsins hafi fundist myndir sem flokkast sem barnaklám. Þar er einnig frásögn af skýrslutöku af mannin- um, en í þeirri frásögn segir m.a.: „... mynd- skeið er sýndi barn hafa samfarir við full- orðinn mann ...”. Hugsandi fólki hlýtur að hafa brugðið illilega við að sjá þetta orða- val, enda verður ætla að myndskeiðið sýni fullorðinn mann svívirða og nauðga barni. Greinarhöfundur veit ekki hvort orðalag þetta er komið frá manninum sjálf- um, lögreglu eða blaðamanni, en það ber merki um sérkennilegan hugsunarhátt. Flestir sem eitthvað hafa sett sig inn í kynferðisbrot gagnvart börnum vita að gerendur reyna gjarnan að klína sök sinni á fórnarlömbin; halda því fram að barn eða börn hafi leitað á þá, börn óski eftir kynlífi og samförum með full- orðnum o.fl. í þeim dúr. Með því að setja barnið í hlutverk geranda, eins og gert er með tilvitnuðu orðalagi, er í raun verið að taka undir tilraunir gerenda til að varpa af sér sök. En það er ekki allt, því um leið er verið að svipta viðkomandi barn, og raunar öll börn í sambærilegum aðstæðum bernsku sinni. Barn er aldrei, ekki undir neinum kringumstæðum, gerandi í kynlífs- athöfnum með fullorðnum einstaklingi. Barn er eðli málsins samkvæmt alltaf þol- andi við þessar aðstæður, m.a.s. þolandi mjög alvarlegs brots. Okkur öllum, sem mynda þetta sam- félag, ber að vinna að því, að börn njóti virð- ingar og verndar í orði og verki. Það hljóta allir, a.m.k. við umhugsun, að sjá að máli skiptir hvernig sagt er frá atburðum. Ef fréttaflutningur beinist að frásögn um heimilisofbeldi, þar sem atvik voru þau að karlmaður barði konu, þá þætti væntanlega ekki ásættanlegt að fréttin væri um konu í átökum við mann, því síður að konan hafi lamið manninn, eða hvað? Það skiptir ekki öllu máli hvaðan umrætt orðalag er komið. Kjarni málsins er sá, að einu víðlesnasta dagblaði landsins varð það á, að birta frétt með slíku orðalagi. Oft er rætt um að fjölmiðlar séu fjórða valdið og hversu mótandi áhrif fjölmiðlar hafa á hugsun og viðhorf almennings og jafnvel valdhafa. Valdi fylgir ábyrgð, því má ekki gleyma. Ábyrg blaðamennska hlýtur m.a. að fela í sér, að gætt sé vandlega að því, að nota orð sem lýsa því hver er gerandi og hver er þolandi í hverju máli af mikilli var- færni og tillitssemi. Fréttablaðið, og við öll, þurfum að standa vaktina og gæta betur að okkur í þessum efnum. Látum svona orða- lag aldrei sjást aftur. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Er barn gerandi eða þolandi kynferðisglæps ? Flestir sem eitthvað hafa sett sig inn í kynferðisbrot gagnvart börnum vita að gerendur reyna gjarnan að klína sök sinni á fórnarlömbin. Um Árnesfundinn og bréfaskriftir Þann 16. febrúar sl. birtist í Fréttablaðinu grein sem titluð var „Opið bréf til oddvita um Árnesfundinn“. Þar virðast bréfritarar í miklu uppnámi yfir ummælum sem höfð voru eftir oddvita Skeiða- og Gnúp- verjahrepps að loknum fundi sem haldinn var í Árnesi 11. febrúar sl. þar sem mótmælt var virkjunar- áformum í neðri hluta Þjórsár. En hvað er um að ræða? Í fréttum Stöðvar 2, Blaðinu og Glugganum í liðinni viku voru stutt viðtöl við oddvitann og m.a. eftir honum höfð þau ummæli að fjöldi fundarmanna segði ekki til um afstöðu íbúa í sveitarfélaginu. Við skulum áður en lengra er hald- ið rifja upp nokkrar staðreyndir. Í fundarboði, sem eftir því sem við best vitum var borið inn á hvert heimili sveitarinnar, kom hvergi fram að um lokaðan fund andstæðinga umræddra virkjana- framkvæmda væri að ræða. Því getur engin með fullum sanni sagt alla fundarmenn einhuga. Ályktun fundarins var ekki borin undir atkvæði heldur klöpp- uð upp að tillögu fundarstjóra. Fundarstjóri gaf heldur engin færi á að aðrir en þeir sem meðmæltir væru málflutningi fundarboðenda hefðu málfrelsi. Ekki er vitað til að opinber taln- ing hafi farið fram á mætingu íbúa úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi á fundinn. Lausleg talning fundar- manns bendir til að þeir hafi tæp- lega fyllt fimmta tuginn. Íbúar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru um 530 og eru þá einungis taldir þeir sem skrásettir eru í sveitarfé- laginu. Ummæli oddvitans eru einung- is eðlileg varnaðarorð til frétta- manns um að draga ekki of víð- tækar ályktanir af fundarsókninni einni. Í bréfinu er ráðist að oddvit- anum sem persónu og ýjað að því að hann skorti þekkingu og skiln- ing á stjórnsýslu, náttúruvernd, borgaralegum réttindum og einn- ig því að virða skoðanir annarra. Einnig að hann líti á það fólk sem ver frítíma sínum í sveitinni sem aðskotafólk og að hann virði ekki skoðanir þeirra eldri sem mættu á fundinn. Hvernig geta bréfritarar lesið þetta allt út úr því litla sem haft var eftir honum í fyrrgreindum fjölmiðlum? Þá er bréfriturum mjög niðri fyrir yfir því að oddvitinn skuli ekki rekja ættir sínar í hreppinn nógu langt aftur. Hvað sem það kemur nú málinu við? Okkur finnst hart vegið að per- sónu Gunnars Arnar þó svo að hann sé í opinberri stöðu. Margt af því sem ýjað er að snertir engan veginn stöðu oddvitans í sveitar- félaginu. Okkur er fyllilega ljóst að umræðan um virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru mörgum mikið tilfinningamál. Það er hinsvegar aumt ef þær fara að snúast upp í persónulegar árásir eins og gert er í þessu bréfi. Undir bréfið ritar nokkur hópur fólks. Sumt af því er frá fornu og nýju nágrannar, skólasystur og vinir okkar systkina. Okkur var því brugðið við að sjá þetta fólk, sem við að sönnu þekkjum af góðu einu, leggja nafn sitt við þann rakalausa þvætting sem umrætt bréf ber með sér í garð bróður okkar Gunnars Arnar Marteins- sonar. Sigurður Loftsson Steinsholti 1. Daði Viðar Loftsson Birkikinn. Lilja Loftsdóttir Brúnum. Sigþrúður Loftsdóttir Leifsgötu 5. Greinarhöfundar eru borin og barnfædd í Gnúpverjahreppi hinum forna og eru flest búsett þar, eins og ættmenni þeirra og forfeður um aldir. Okkur finnst hart vegið að persónu Gunnars Arnar þó svo að hann sé í opinberri stöðu. Margt af því sem ýjað er að snertir engan veginn stöðu oddvitans í sveitar- félaginu. KVEF? NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR VERKJALYF FRUNSUKREM Það er engin ástæða til að láta sér líða illa. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum! Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða infl úensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfi ð ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstífl u og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fl jótt og áhrifi n vara í 6-10 klst. Otrivin getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfi nningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn.Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Strepsils töfl ur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu.Venjulega er ein tafl a látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst fresti. Lyfi ð þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Einnig má leysa upp 1-2 töfl ur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöfl ur, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töfl ur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum.Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfi ð er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfi ð ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.