Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 73
Íslenski dansflokkurinn frumsýn-
ir tvö ný verk í kvöld sem samin
eru sérstaklega fyrir flokkinn.
Verða alls sex sýningar á þessum
tveim nýju verkum sem hafa verið
þungamiðjan í vinnu dansara í
flokknum á þessum vetri. Höfund-
arnir koma úr ólíkri átt, en hafa
báðir getið sér gott orð í dansa-
smíð sinni, André Gingras og
Roberto Oliván.
Flokkurinn hefur á undanförn-
um misserum gert víðreist, Fram
undan er harkaleg törn með nýju
verkin sem reyna mjög á þrek og
hæfni dansaranna, og för til Kína
þar sem dansað verður í þremur
borgum í lok apríl fram í maí.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir er
einn dansara Íd og hefur unnið
með flokknum frá 2003 .Lovísa tók
á móti Fréttablaðinu eftir hefð-
bundna hitun og æfingu í gær:
fram undan var langur vinnudag-
ur, eftir fund okkar voru nótur
gefnar um rennslið fyrr um morg-
uninn. Við spurðum Lovísu fyrst
um tilurð verkanna. André Gin-
grass kom til vinnu með dönsur-
unum snemma í haust og vann
með þeim í rétt mánuð. Hann var
fullur af hugmyndum um skor-
dýralíf og samfélag þessara smá-
vöxnu nágranna mannfólksins var
honum efst í huga. Hann lagði
fram ýmislegt efni um skordýr
sem hópurinn tók til skoðunar og
þróunar í spunavinnu. Það ferli
var skráð á myndband og unnið
áfram með hugmyndir, minni og
klasa spora og hreyfinga sem höf-
undurinn bætti í.
Sumt af þessu segir Lovísa að
megi greina sem stef í dansinum:
Soft Death of a Solitary Mass, þar
sem hann ber saman líkamsbygg-
ingu skordýra, félagslegar reglur
þeirra og hegðun við samfélag
mannanna og skapar þannig verk
sem endurspeglar líkamann og
hæfileika hans til umbreytingar.
Tónlistin er samin af belgíska tón-
skáldinu Jurgen DeBlonde en um
leikmynda- og búningahönnun sér
Lind Völundardóttir. Lovísa segir
fund dansaranna með Roberto Oli-
ván hafa leitt til skoðanaskipta:
gesturinn vildi heyra allt um hulið
líf í landinu, þjóðtrú, álfa og goðm-
ögn.
Oliván skoðar í verki sínu In
the name of the Land samband
manna við náttúruna – bæði gott
og slæmt – og hvernig náttúran
lætur ekki buga sig. Oliván telur
einnig þjóðtrú Íslendinga gera
þeim kleift að tengjast náttúrunni
nánari böndum en margir aðrir.
Tónlistin í verkinu er Hekla og
Elegía eftir Jón Leifs, sem hæfa
kraftmiklu dansverki Oliván. Elín
Edda Árnadóttir hannar sviðs-
mynd og búninga.
Sýningin er opin virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16
Gerðuberg • sími 575 7700 • www.gerduberg.is
GERÐUBERG
Viðburðir á Vetrarhátíð!
Í dag 23. febrúar kl. 9:00-16:30
Menningardagar eldri borgara í Breiðholti
Kynning á félagsstarfinu í Gerðubergi
Í kvöld 23. febrúar er opið til kl. 24:00
Safnanótt „Fallin á tíma?“
Eggert Pálsson og Pétur Grétarsson flytja
tónlistargjörning kl. 20:00 og 22:00
Í kvöld 23. febrúar kl. 21:00
verður Rúrí með leiðsögn um sýningu sína
Tími - Afstæði - Gildi
Sjónþing, ritþing og tónleikaskrár seld í kílóavís á Safnanótt!
Laugardagur 24. feb kl. 13:00-18:00
Heimsdagur barna
Listsmiðjur fyrir börn og unglinga frá öllum
heimsins hornum! Digeridoo - Rapp & rímur
- Bollywood - og margt fleira spennandi!
Vissir þú...
...að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir
ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur
Sjá nánari upplýsingar og verðskrá á
www.gerduberg.is
STÓRDANSLEIKUR
ÁKI PAIN HITAR UPP
SÁLI
HÚSIÐ OPNAR KL. 24.00FORSALA MIÐA Á NASA
FÖSTUD. 23.FEB. FRÁ KL. 13-17 MIÐAVERÐ 1900 KR.
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
Gamanleikritið
–eftir Jim Cartwright