Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 74
Virðisaukaskattur af tónlist lækkar 1. mars næstkomandi úr 24,5 prósentum í 7 prósent. Þegar VSK-frumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt á síðasta ári var ekki gert ráð fyrir þessari lækkun og hún kom þess vegna þægilega á óvart. Það er sjálfsagt réttlætismál að bóka- og tónlistarútgáfur beri sömu VSK-prósentu og mikið fagnaðarefni að stjórnvöld skuli hafa áttað sig og lagað þetta. Geisladiskar hafa lengi verið of dýrir hér á landi. Með VSK-lækkuninni færist verðið nær því sem viðgengst í nágrannalöndunum. Í Evrópusam- bandslöndunum er algengt verð á nýjum geisladiskum 15-20 evrur (1.300–1.750 kr.) og í Bretlandi 9–12 pund (1.170–1.560 kr.). Eftir lækkun á Íslandi ætti verð á nýjum geisladisk- um að fara niður í 1.700–1.900 kr. Þar sem VSK-prósentan lækkar þá lækkar allt sjálfkrafa um rúmlega 16 prósent, ekki bara nýir diskar: „2 fyrir 2000“ verður til dæmis „2 fyrir 1719“ og eitt lag á tónlist.is ætti að fara úr 99 kr. í 85. Það munar um minna. Það hefur færst í aukana að sækja sér tónlist á stafrænu formi til afspilunar í MP3-spilurum. Play-listar taka við af plötum. Að mörgu leyti er það hið besta mál. Aðgengi að alls konar tónlist hefur til dæmis stóraukist. Play-listinn kemur samt aldrei í staðinn fyrir það að eiga sjálfa plötuna. 1. mars 2007 er góður dagur fyrir tónlist á Íslandi. Það er tilvalið að halda upp á hann með því að fara út í plötubúð og kaupa sér plötu. Til dæmis eitthvað sígilt. Sgt. Pepper‘s með Bítlunum er 40 ára í ár. Heroes með David Bowie 30 svo tvær af bestu plötum sögunnar séu nefndar. Og svo var að koma út ný og mikið endurbætt útgáfa af einu af meist- araverkum íslenskrar poppsögu: Tívolí með Stuðmönnum. Allar þrjár ómissandi fyrir tónlistarheimili með snefil af sjálfsvirðingu … Góður dagur fyrir tónlistina Önnur breiðskífa kanad- ísku hljómsveitarinnar The Arcade Fire, Neon Bible, kemur út 5. mars næstkom- andi. Steinþór Helgi Arn- steinsson rýndi í fárið sem skapast hefur í kringum útgáfu hennar. Fyrsta plata The Arcade Fire sem kom út árið 2004 og bar nafnið Fun- eral er líklegast ein mest hampaða tónlistarplata síðan Ok Computer kom út með Radiohead. Allur tón- listarheimurinn með tölu gat ekki hætt að slefa, og ekki dvínaði umtalið þegar margrómaðir tón- leikar sveitarinnar fengu ofsafeng- ið lof. Í kjölfarið túraði sveitin með ekki ómerkari mönnum en David Bowie og U2. Velgengnin átti síðan afar stór- an þátt í því að tónlist frá Kanada virðist í tísku um þessar mundir. Win Butler tilkynnti um vinnslu nýju plötunnar á dagbók sinni á netinu í júní síðastliðnum. Mánuð þar á eftir tilkynnti Win það einn- ig að hljómsveitin myndi sjálf stýra upptökustjórn á nýju plöt- unni. „Eftir töluverða umhugsun um hvaða upptökustjóra við ættum að fá til þess að hjálpa okkur, komumst við eiginlega að því að við vissum nú þegar hvern- ig við vildum að hlutirnir hljóm- uðu þannig að við ættum einfald- lega að hlaupa á eftir þeim hljómi eins hratt og við getum og ekki treysta á neinn [annan] til þess að stjórna hinu góða skipi Arcade Fire,“ var ástæðan sem Win gaf upp. Sveitin fékk síðan Markus Dravs (Björk og Brian Eno) og Scott Colburn (Animal Collective) til þess að aðstoða sig við tækni- legu hlið upptaknanna. Platan hefur vissulega annan hljóm en Funeral, töluvert þyngri og dekkri en venst fljótt og vel. Sveitin kom sér fyrir í lítilli kirkju í litlum bæ fyrir utan Montreal, hóf upptökurnar og virtist ekki vera að flýta sér en smám saman byrjuðu lögin að taka á sig mynd. Í kirkjuna tóku meðlimir síðan fullt af alls konar hljóðfærum, til dæmis hurdy gurdy, bassa hljóðgervla og bassa-stál-trommur auk þess að taka upp risa pípuorgel í kirkju í Montreal. Einnig kíktu vinir og vanda- menn í heimsókn og hjálpuðu til, meðal annars úr sveitunum Calex- ico og Wolf Parade, hálgerður íslenskur krútt-bragur yfir þessu öllu saman. Listamaðurinn Final Fantasy (Owen Pallett) sá síðan um að útsetja strengina alveg eins og á Funeral. Til þess að toppa þetta allt saman fór sveitin til Búdapest þar sem herkór og heil sinfóníusveit voru fengin til aðstoðar. Sjálfur lýsir Win hljómnum á plöt- unni „við að standa út við sjóinn að nóttu til.“ Ekki endilega fjarri lagi enda má til dæmis finna lagaheiti á borð við Ocean of Noise og The Well and the Lighthouse. Lagaheit- in bera flest reyndar með sér dökk- an tón með orðum eins og black (tvisvar), antichrist, cage, bad og svo framvegis. Í tveimur laganna er síðan að finna nafnorðið bíll og fjalla bæði lögin um að komast á annan, dularfyllri stað. Dómar heimspressunnar eru þegar byrjaðir að streyma inn og svo virðist sem almennt ríki það viðhorf að Arcade Fire hafi tekist hið ómögulega, að standast vænt- ingarnar og jafnvel að fara fram úr þeim. Almannarómur var reyndar ekki svona jákvæður í byrjun þegar platan lak en svo virðist sem gæði plötunnar þar hafi verið allt- of léleg og því ekki verið dómbær. Allavega er gríðarlegur munur að heyra þennan fyrsta leka og síðan sjálfa plötuna á plasti. Vinsælir í Katar – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.