Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 76

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 76
Ferðaþjónustan er í upp- námi eftir að Hótel Saga úthýsti gestum hvataferðar fólks innan klámiðnaðarins. Hótelið tapar vel á þriðju milljón vegna afbókunar á gistingu gestanna. Þrýst- ingur frá borgaryfirvöldum gerði útslagið. „Við hljótum að kalla eftir við- brögðum samtaka ferðaþjónust- unnar við þessum sterku við- brögðum borgaryfirvalda og stjórnmálamanna. Þetta setur alveg nýjan tón í ferðaþjónustu hér á landi og þarf að ræðast við formenn stjórnmálaflokka og borgaryfirvöld: Ætlum við að velja inn til landsins fólk á grund- velli þess hvort það er samboðið yfirvöldum?“ segir Hrönn Greips- dóttir, hótelstýra á Hótel Sögu. Hinni umdeildu hvataferð – Snowgathering 2007 – aðila í klám- iðnaði sem hingað ætluðu að koma og dvelja dagana 7. til 11. mars hefur verið aflýst. Að sögn Christ- inu Ponga, eins skipuleggjenda, var ekki annað í stöðunni eftir að Radison SAS hótelið, Hótel Saga, ákvað að synja þátttakendum um gistingu. Ákvörðun var tekin af hálfu Bændasamtakanna, eigenda hót- elsins, fyrst og fremst vegna þrýstings frá borgaryfirvöldum sem og hafi það komið fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna að þessi hópur væri óæskilegur og óvelkominn til Reykjavíkur. Hrönn segir þetta setja fyrirtæki í ferðaþjónustu í mjög erfiða stöðu. Hún dregur heldur ekki dul á að staða hótelsins hafi verið mjög erfið undanfarnar vikur eftir að fram kom hvaða atvinnu hinir fyrrum væntanlegu gestir stund- uðu. Og með hafi komið fram ásak- anir um tengsl við barnaklám og mansal að sögn Hrannar. Eitthvað sem Bændasamtökin vilja ekki undir nokkrum kringumstæðum tengja sig við. „Við fundum fyrir mjög sterk- um viðbrögðum frá samfélaginu. En vendipunkturinn er yfirlýsing frá borgarstjóra og borgarráði um að fólkið væri hingað óvelkomið. Erfitt er fyrir okkur sem starf- andi ferðaþjónustufyrirtæki að standa gegn slíku.“ Hrönn segir einnig að áhrif hafi haft yfirlýsingar nýsetts lögreglu- stjóra um að hópurinn yrði vakt- aður. Taka yrði tillit til annarra gesta sem á hótelinu eru með til- liti til hugsanlegra mótmæla. Bókun hópsins tók til 49 fyrir- tækja og voru um 60 með bókað en ekki 150 eins og fram hefur komið í fréttum. Að sögn framkvæmda- stjóra Bændasamtakanna, Sigur- geirs Þorgeirssonar, er beint tap hótelsins vegna þessa á þriðju milljón. Eru þá ótalin hugsanleg viðskipti sem orðið hefðu vegna komu gestanna óæskilegu. „Afstaða stjórnar Bændasam- takanna byggist á þeim forsendum að vilja leggja sitt lóð á vogarskál- ina til að andæfa gegn klámiðn- aði,“ segir Sigurgeir. „Hótelið varð hreinlega að láta undan þessum þrýstingi sem komið hefur frá yfirvöldum í land- inu,“ útskýrir Christina Ponga, talsmaður Snowgathering-ráð- stefnunnar. Ponga segir að þau hafi leitað sér lögfræðilegrar aðstoðar og útilokar ekki málsókn enda hafi ráðstefnugestir ekki brotið neitt af sér. Hún segir að ráðstefnu- haldarar hafi þegar fengið vilyrði frá lögregluyfirvöldum á Íslandi um að komið yrði fram við þá eins og hverja aðra ferðamenn. Á vef- síðunni kemur jafnframt fram að það hljóti að koma útlendingum spánskt fyrir sjónir í ljósi þessar- ar ákvörðunar að land skuli meina fullorðnu fólki að fækka fötum en kjósi frekar að drepa dýr í útrým- ingarhættu. „Framkoma íslenskra yfirvalda er hreint út sagt rudda- leg,“ segir Christina. Ruddaleg framkoma „Jú, jú, þetta eru ánægjuleg tíð- indi og ekki mun ég sakna þeirra. Þetta er þeirra niðurstaða [Hótel Sögu] og skynsamleg hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri um þá ákvörðun Bændasamtakanna að meina hópi í tengslum við Snowgater- ing 2007 gistingu á Hótel Sögu. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir ferðaiðnað- inum mikill vandi á höndum ef nauðsynlegt reynist að kanna bakgrunn hvers einasta ferða- langs sem hingað kemur en þeir eru um 400 þúsund á ári. „Þetta snýst ekki um klám, margt er ólöglegt hér á landi sem er löglegt annars staðar, og erfitt getur reynst að flokka fólk út frá því,“ segir Erna. Hún spyr hvort von sé á reglugerð frá stjórn- völdum um hverjir séu æskilegir hér á landi og hverjir ekki? Spurður um hvort það að hót- elfólk hafi talið sig nauðbeygt til að vísa hópnum frá, meðal ann- ars vegna þrýstings frá yfirvöld- um, setji ekki ferðaþjónust- una í uppnám segist Vilhjálmur ekki sjá að svo sé. Og vilji ferða- þjónustan tala við borgaryfirvöld vegna þessa máls verði orðið við því. „En fólk hefur hér ferðafrelsi og ég veit ekki til þess að stjórn- völd hafi verið með aðgerðir að banna þessu fólki að koma. Engum datt það í hug. Ágætlega hefur geng- ið hingað til að taka á móti ferða- mönnum. Einstök atvik hafa komið upp eins og þau er varða Vítisengla og Falun Gong-liða. En ég tel ekki að það þurfi að koma til sérstakra aðgerða. Þetta voru aðeins viðbrögð mín og borgaryfir- valda við þessu til- tekna máli.“ Borgarstjóri sakn- ar ekki klámfólks

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.