Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 76
Ferðaþjónustan er í upp- námi eftir að Hótel Saga úthýsti gestum hvataferðar fólks innan klámiðnaðarins. Hótelið tapar vel á þriðju milljón vegna afbókunar á gistingu gestanna. Þrýst- ingur frá borgaryfirvöldum gerði útslagið. „Við hljótum að kalla eftir við- brögðum samtaka ferðaþjónust- unnar við þessum sterku við- brögðum borgaryfirvalda og stjórnmálamanna. Þetta setur alveg nýjan tón í ferðaþjónustu hér á landi og þarf að ræðast við formenn stjórnmálaflokka og borgaryfirvöld: Ætlum við að velja inn til landsins fólk á grund- velli þess hvort það er samboðið yfirvöldum?“ segir Hrönn Greips- dóttir, hótelstýra á Hótel Sögu. Hinni umdeildu hvataferð – Snowgathering 2007 – aðila í klám- iðnaði sem hingað ætluðu að koma og dvelja dagana 7. til 11. mars hefur verið aflýst. Að sögn Christ- inu Ponga, eins skipuleggjenda, var ekki annað í stöðunni eftir að Radison SAS hótelið, Hótel Saga, ákvað að synja þátttakendum um gistingu. Ákvörðun var tekin af hálfu Bændasamtakanna, eigenda hót- elsins, fyrst og fremst vegna þrýstings frá borgaryfirvöldum sem og hafi það komið fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna að þessi hópur væri óæskilegur og óvelkominn til Reykjavíkur. Hrönn segir þetta setja fyrirtæki í ferðaþjónustu í mjög erfiða stöðu. Hún dregur heldur ekki dul á að staða hótelsins hafi verið mjög erfið undanfarnar vikur eftir að fram kom hvaða atvinnu hinir fyrrum væntanlegu gestir stund- uðu. Og með hafi komið fram ásak- anir um tengsl við barnaklám og mansal að sögn Hrannar. Eitthvað sem Bændasamtökin vilja ekki undir nokkrum kringumstæðum tengja sig við. „Við fundum fyrir mjög sterk- um viðbrögðum frá samfélaginu. En vendipunkturinn er yfirlýsing frá borgarstjóra og borgarráði um að fólkið væri hingað óvelkomið. Erfitt er fyrir okkur sem starf- andi ferðaþjónustufyrirtæki að standa gegn slíku.“ Hrönn segir einnig að áhrif hafi haft yfirlýsingar nýsetts lögreglu- stjóra um að hópurinn yrði vakt- aður. Taka yrði tillit til annarra gesta sem á hótelinu eru með til- liti til hugsanlegra mótmæla. Bókun hópsins tók til 49 fyrir- tækja og voru um 60 með bókað en ekki 150 eins og fram hefur komið í fréttum. Að sögn framkvæmda- stjóra Bændasamtakanna, Sigur- geirs Þorgeirssonar, er beint tap hótelsins vegna þessa á þriðju milljón. Eru þá ótalin hugsanleg viðskipti sem orðið hefðu vegna komu gestanna óæskilegu. „Afstaða stjórnar Bændasam- takanna byggist á þeim forsendum að vilja leggja sitt lóð á vogarskál- ina til að andæfa gegn klámiðn- aði,“ segir Sigurgeir. „Hótelið varð hreinlega að láta undan þessum þrýstingi sem komið hefur frá yfirvöldum í land- inu,“ útskýrir Christina Ponga, talsmaður Snowgathering-ráð- stefnunnar. Ponga segir að þau hafi leitað sér lögfræðilegrar aðstoðar og útilokar ekki málsókn enda hafi ráðstefnugestir ekki brotið neitt af sér. Hún segir að ráðstefnu- haldarar hafi þegar fengið vilyrði frá lögregluyfirvöldum á Íslandi um að komið yrði fram við þá eins og hverja aðra ferðamenn. Á vef- síðunni kemur jafnframt fram að það hljóti að koma útlendingum spánskt fyrir sjónir í ljósi þessar- ar ákvörðunar að land skuli meina fullorðnu fólki að fækka fötum en kjósi frekar að drepa dýr í útrým- ingarhættu. „Framkoma íslenskra yfirvalda er hreint út sagt rudda- leg,“ segir Christina. Ruddaleg framkoma „Jú, jú, þetta eru ánægjuleg tíð- indi og ekki mun ég sakna þeirra. Þetta er þeirra niðurstaða [Hótel Sögu] og skynsamleg hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri um þá ákvörðun Bændasamtakanna að meina hópi í tengslum við Snowgater- ing 2007 gistingu á Hótel Sögu. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir ferðaiðnað- inum mikill vandi á höndum ef nauðsynlegt reynist að kanna bakgrunn hvers einasta ferða- langs sem hingað kemur en þeir eru um 400 þúsund á ári. „Þetta snýst ekki um klám, margt er ólöglegt hér á landi sem er löglegt annars staðar, og erfitt getur reynst að flokka fólk út frá því,“ segir Erna. Hún spyr hvort von sé á reglugerð frá stjórn- völdum um hverjir séu æskilegir hér á landi og hverjir ekki? Spurður um hvort það að hót- elfólk hafi talið sig nauðbeygt til að vísa hópnum frá, meðal ann- ars vegna þrýstings frá yfirvöld- um, setji ekki ferðaþjónust- una í uppnám segist Vilhjálmur ekki sjá að svo sé. Og vilji ferða- þjónustan tala við borgaryfirvöld vegna þessa máls verði orðið við því. „En fólk hefur hér ferðafrelsi og ég veit ekki til þess að stjórn- völd hafi verið með aðgerðir að banna þessu fólki að koma. Engum datt það í hug. Ágætlega hefur geng- ið hingað til að taka á móti ferða- mönnum. Einstök atvik hafa komið upp eins og þau er varða Vítisengla og Falun Gong-liða. En ég tel ekki að það þurfi að koma til sérstakra aðgerða. Þetta voru aðeins viðbrögð mín og borgaryfir- valda við þessu til- tekna máli.“ Borgarstjóri sakn- ar ekki klámfólks
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.