Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 2
Íslendingur sem nú
situr í gæsluvarðhaldi í Bremer-
haven, eftir að lögreglan þar fann
hjá honum fíkniefni í kílóavís,
sendi í haust fjórtán kíló af hassi í
hraðsendingu hingað til lands.
Hann var eftirlýstur af Interpol í
kjölfar þeirrar sendingar.
Söluandvirði fíkniefnanna sem
Íslendingurinn var tekinn með í
Bremerhaven nú nýverið er talið
nema um 4,5 milljónum íslenskra
króna, að sögn Uwe Mikloweit,
upplýsingafulltrúa lögreglunnar
þar. Maðurinn situr enn í gæslu-
varðhaldi þar. Enn er ekki vitað
hversu lengi það verður, að sögn
upplýsingafulltrúans, og verður
ekki ljóst fyrr en dómstólar hafa
kveðið upp úrskurð þar að lútandi.
Talið er að hann hafi verið burðar-
dýr í því máli og að efnunum hafi
átt að smygla hingað til lands.
Maðurinn, sem er tæplega þrítug-
ur að aldri og íslenskur ríkisborg-
ari, kom með skipi frá Danmörku
til Bremerhaven, að sögn Miklo-
weit. Það var fyrir algjöra tilvilj-
un að hann var handtekinn með
fíkniefnin, því þegar hann ætlaði
að taka út peninga í banka voru
skilríki hans útrunnin. Lögreglan
tók hann þá til athugunar og hún
leiddi í ljós að hann var með fíkni-
efni í fórum sínum, fimm kíló af
hassi og um 700 grömm af örv-
andi efnum sem talin eru vera
amfetamín, að sögn upplýsinga-
fulltrúans. Söluandvirði þessa
magns er talið nema um fimmtíu
þúsund evrum eins og áður sagði.
„Ég get ekki tjáð mig frekar
um málið á þessu stigi,“ sagði
Mikloweit. „Lögreglan vinnur enn
að rannsókn þess. Meðal annars
er verið að kanna hvort maðurinn
á einhverja samverkamenn og
aðrar kringumstæður varðandi
málið. Meðan svo er getum við því
ekki gefið frekari upplýsingar.“
Þessi sami maður og nú situr í
gæsluvarðhaldi í Bremerhaven er
einnig til rannsóknar hjá íslensku
fíkniefnalögreglunni og dönsku
lögreglunni vegna 14 kílóa af
hassi sem send voru hingað til
lands frá Danmörku í haust. Um
var að ræða hraðsendingu sem
fíkniefnalögreglan hér náði í lok
október.
Hún leiddi til handtöku tveggja
Íslendinga, sem sóttu pakkann, og
báðir voru úrskurðaðir í gæslu-
varðhald. Interpol lýsti eftir
manninum vegna þess máls.
Burðardýr sendi 14
kíló af hassi hingað
Íslendingur sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven, eftir að þarlend
lögregla fann hjá honum fíkniefni í kílóavís, sendi í haust fjórtán kíló af hassi
hingað til lands. Lögreglan náði efnunum og Interpol lýsti eftir manninum.
Verð á listaverkum hefur farið
hækkandi á Íslandi síðastliðin tvö ár, segir Tryggvi
Páll Friðriksson, listmunasali hjá Gallerí Fold.
Tryggvi keypti málverkið Hvítasunnudag eftir
Jóhannes S. Kjarval, fyrir hönd ónafngreinds
viðskiptavinar síns, á uppboði í Kaupmannahöfn á
þriðjudaginn fyrir tæpar 25 milljónir íslenskra
króna. Verkið er það dýrasta í íslenskri listasögu.
„Kaupin á Hvítasunnudegi eru alveg spes. Það er
mjög sjaldgæft að listaverk séu seld á meira en tíu
milljónir,“ segir Tryggvi.
Hann segir grósku í listaverkasölu í landinu;
fleiri verk séu boðin upp og fleira fólk kaupi verk
auk þess verð þeirra sé hærra en áður. Tryggvi segir
að fölsunarmálin sem komu upp í listaheiminum hafi
haft slæm áhrif á listaverkasölu í landinu og að það
sé fyrst núna sem markaðurinn sé byrjaður að taka
við sér aftur.
Hafþór Ingvason, forstöðumaður Listasafns
Reykjavíkur, vildi að safnið eignaðist verk Kjarvals
og bauð í það. Listasafn Reykjavíkur hefur hins
vegar aðeins þrettán milljónir sem það getur eytt í
listaverkakaup á ári, segir Hafþór.
Hann tekur undir með Tryggva og segir að verð á
listaverkum fari hækkandi hér á landi, sérstaklega á
verk „gömlu meistaranna“. Hafþór segir hins vegar
að verð á verkum eftir samtímalistamenn hafi ekki
hækkað því söfnin séu svo fá hérlendis og lista-
verkamarkaðurinn því óþroskaður.
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
OPEL ZAFIRA COMFORT 1.8 DVD EDITION
Nýskr. 07.05 - Sjálfskiptur - Ekinn 33 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.150
.000.
-
Kristinn, eru leigubílstjórar oft
reittir til reiði?
Ríkisstjórn Romanos
Prodi tryggði sér áfram meiri-
hluta á þingi í gær þegar stuðn-
ingstillaga var samþykkt í
öldungadeild ítalska þingsins.
Prodi vann nauman sigur í
deildinni, þar sem þingmenn skipt-
ast í nokkuð jafnar fylkingar
stjórnarliða og stjórnarandstæð-
inga. Að lokum fór hann með sigur
af hólmi, hlaut 162 atkvæði, en 157
fulltrúar kusu gegn honum.
Stjórn Prodis hefur öruggan
meirihluta í neðri deild þingsins.
Prodi sagði af sér í síðustu
viku eftir að stjórnin tapaði
atkvæðagreiðslu um utanríkis-
stefnu sína í öldungadeildinni.
Forseti Ítalíu bað Prodi engu að
síður að halda áfram og því var
efnt til atkvæðagreiðslunnar í
gær.
Heldur velli
enn um sinn
Leiðtogar Demó-
krataflokksins í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings virðast endanlega
hættir við að beita fjárlagavaldi
sínu til þess að draga úr umsvifum
Bandaríkjahers í Írak.
Þess í stað eru þeir að skoða
þann möguleika að setja ófrávíkj-
anlegar kröfur um að allir banda-
rískir hermenn, sem sendir eru á
vígvöllinn í Írak, þurfi sérstaka
undanþágu frá Bandaríkjaforseta
ef þeir standast ekki lágmarkskröf-
ur eða hafa ekki fengið tilskilinn
útbúnað til stríðsþátttöku.
Jafnframt þurfi að tilkynna
þinginu um allar slíkar undanþág-
ur, og það eitt gæti George W. Bush
forseta þótt nógu vandræðalegt til
þess að hann hikaði við að senda
mikið fleiri hermenn til Íraks.
Nú þegar hafa svo margir her-
menn verið sendir til Íraks á síð-
ustu árum, og þar áður Afganist-
ans, að erfiðlega hefur gengið að
manna nýjar herdeildir með hæfum
hermönnum. Sömuleiðis hefur
útbúnaði hermanna nú seinni miss-
erin stundum verið áfátt.
Demókratar eru þó engan veg-
inn á eitt sáttir um að fara þessa
leið. Bush „hefur ekki til þessa gert
neitt sem við höfum beðið hann um,
svo ég skil ekki hvers vegna við
ættum að halda að hann muni gera
eitthvað í framtíðinni,“ sagði til
dæmis Lynn Woolsey um fyrr-
greinda tilkynningarskyldu, en
Woolsey er demókrati sem vill án
tafar ljúka stríðinu í Írak.
Reyna nýja málamiðlun
Jón Baldvin Hanni-
balsson tekur ekki sæti á lista
Samfylkingarinnar fyrir komandi
alþingiskosningar.
Hann segir að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hafi dregið
tilboð þar að lútandi til baka, eftir
að Jón birtist í sjónvarpsþættin-
um Silfri Egils, en þar gagnrýndi
hann Samfylkinguna.
Ingibjörg Sólrún neitar að
nokkuð tilboð hafi verið dregið til
baka og segir að fjarvera Jóns af
listanum komi sjónvarpsþættin-
um ekkert við. Hvorugt vildi
ræða málið í gær við Stöð 2, sem
greindi frá þessu.
Jón Baldvin
ekki á listanum
Skógræktarfélag
Reykjavíkur hefur beðið lögmann
sinn að kæra spjöll á gróðri og
eignum vegna umdeildra
framkvæmda Kópavogsbæjar í
Heiðmörk. Að mati Skógræktar-
félags Íslands hafa glatast
þúsund tré og 38 milljónir króna.
Félagið hafði fallist á beiðni
borgarstjóra um að bíða með
kæruna til gærdags. Um miðjan
dag í gær var ekki komið neitt
samkomulag. „Við frestuðum
[kærunni], en sjáum ekki ástæðu
til að gera það lengur,“ segir
Stefán P. Eggertsson, formaður
Skógræktarfélagsins.
Gunnar I. Birgisson bæjar-
stjóri og félagið hafi enn ekki
rætt málin.
Skógræktin
kærir spjöllin
Á flokksþingi Fram-
sóknar, sem fram fer um helgina,
verður meðal annars ályktað um
róttækar breytingar á kosninga-
lögum, til að mynda um kjör-
dæmamörk, og myndun þriðja
dómstigsins.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins verður einnig lagt
til að Landsvirkjun og dótturfyrir-
tæki hennar verði áfram í eigu
ríkisins, að heilbrigðisþjónusta
fari yfir til sveitarfélaga og að
þróunaraðstoð verði aukin.
Landsþingið verður haldið á
Hótel Sögu, og hefst klukkan fimm
á morgun.
Kjördæmamörk
og nýtt dómstig