Fréttablaðið - 01.03.2007, Page 37

Fréttablaðið - 01.03.2007, Page 37
Ljóshærðu kollarnir í Holly- wood fara nú dökknandi. Cameron Diaz, sem þekkt hefur verið fyrir sína ljósu lokka, reið á vaðið og litaði hárið dökkt. Fleiri leikkonur hafa fylgt í kjölfarið og svo virðist sem æði gangi nú yfir, þar sem stúlkur víða um veröld láta nú dekkja hárið. Má víða sjá í tískuritum ráðleggingar frá hár- greiðslumeisturum um hvernig lita eigi hárið, en þegar ljóst hár er litað er hætta á að liturinn verði furðulegur nema rétt sé staðið að málum. Dökkhærðar ljóskur Nýjasta verkefni hönnuðarins Jeffrey Sebelia kemur á óvart. Jeffrey Sebelia, sigurvegari síð- ustu þáttaráðarinnar af Project Runway, hefur komið flestum í opna skjöldu með næsta verkefni sínu, en það er að hanna búninga fyrir kvikmynd um Bratz-dúkk- urnar. Sebelia, sem sýndi það og sann- aði í fyrrnefndum sjónvarpsþátt- um að hann er allt annað en geð- góður náungi, er sagður hafa tekið verkefnið að sér vegna pen- ingaleysis. Að sögn kunnugra dauðskammast hann sín fyrir aðild að myndinni og vill helst ekki um hana tala. Kvikmyndin, sem heitir ein- faldlega Bratz: The Movie, er leikin mynd um dúkkurnar höfuð- stóru og mun Sebelia því hanna föt á raunverulegar leikkonur en ekki dúkkurnar sjálfar. Margir bíða spenntir eftir að sjá útkom- una, á meðan öðrum er vafalaust hlátur í huga, sérstaklega þar sem Sebelia þykir með eindæm- um hrokafullur. Hannar föt í Bratz-mynd Fimmtudagar eru langir dagar… Nú er opið lengur á fimmtudögum á Bókasafninu, Byggðasafni Hafnarfjarðar og Hafnarborg. Fimmtudagar eru því sannkallaðir safnadagar. Hafnarborg; Daður og Kampavín hádegistónleikar kl. 12.00, Auður Gunnarsdóttir, sópran og Antonía Hevesi, píanó. Yfirlit yfir listferil Drafnar Friðfinnsdóttur 1946-2000 í sal I. Landbrot, Málverkasýning Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur í sal II og III. Verk úr safni Hafnarborgar í Bogaskála og kaffistofu. Byggðasöfn; Sívertsenshús, Siggubær og frábærar sýningar í Pakkhúsinu við Vesturgötu. Við mælum með heimsókn! Aðgangur ókeypis Fimmtudaginn 1. mars verða eftirtaldar verslanir og söfn opin til klukkan 21.00 Komið og njótið. FIMMTUDAGSFJÖR Í HAFNARFIRÐI opið til kl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.