Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 8
Samfylkingin vill að
skólabækur framhaldsskólanema
verði ókeypis, utan hvað greiða
skuli skilagjald til
að tryggja skil og
góða nýtingu.
Björgvin G.
Sigurðsson, þing-
maður flokksins,
upplýsti þetta við
eldhúsdagsum-
ræðurnar í fyrra-
kvöld.
Að sögn Björg-
vins hefur þessi leið verið farin
í Danmörku og þótt gefa góða
raun. Er hún liður í hugmyndum
Samfylkingarinnar um nýjar leið-
ir í menntamálum og ekki síður
í átt til aukinnar velferðar. Segir
hann ókeypis námsefni færa nem-
endum og fjölskyldum þeirra
kjarabót.
Ókeypis bækur í
framhaldsskóla
Tæplega tvítugur pilt-
ur hefur verið ákærður fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur fyrir að
hóta lögreglumanni lífláti og jafn-
framt að skaða fjölskyldu hans.
Atburðurinn átti sér stað í lög-
reglubifreið í maí á síðasta ári.
Pilturinn hafði uppi líflátshótan-
ir í garð lögreglumannsins sem
var að skyldustörfum. Lét piltur-
inn meðal annars þau orð falla að
hann skyldi drepa lögreglumann-
inn og fjölskyldu hans og að hann
ætlaði að skera fjölskylduna að
honum ásjáandi.
Ríkissaksóknari krefst þess að
pilturinn verði dæmdur til refs-
ingar.
Hótaði að drepa
lögreglumann
Fjórir karlmenn og
ein kona voru handtekin í austur-
borginni í fyrradag eftir að ætluð
fíkniefni höfðu fundist í vistar-
verum þeirra. Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu handtók fólk-
ið en talið er að það hafi haft í
fórum sínum 30 grömm af kóka-
íni, neysluskammta af e-töfludufti
og marijúana.
Lögreglan fann efnin við húsleit
hjá viðkomandi einstaklingum, en
hún var gerð að undangengnum
úrskurði Héraðsdóms Reykjavík-
ur. Fólkið er nú laust úr haldi en
rannsókn málsins heldur áfram,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu.
Það voru lögreglumenn frá
embætti lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu og ríkislögreglu-
stjóra sem tóku þátt í aðgerðinni
ásamt lögreglumönnum frá Sauð-
árkróki, sem voru að kynna sér
starfsaðferðir starfsbræðra sinna
á höfuðborgarsvæðinu.
Í fyrradag handtók lögregl-
an einnig karlmann um tvítugt í
Reykjavík en sá er grunaður um
fíkniefnamisferli. Lögreglan fékk
tilkynningu frá ónefndum íbúa
sem upplýsti um hugsanlega fíkni-
efnasölu í einu hverfa borgarinn-
ar. Lögreglumenn fóru strax í
málið og stöðvuðu hinn grunaða en
í fórum hans fannst talsvert magn
af ætluðu marijúana. Þetta mál er
gott dæmi um þann góða árangur
sem samvinna borgaranna og lög-
reglunnar getur leitt af sér.
Húsleit gerð í fíkniefnagreni
Máli ákæruvaldsins
gegn Kristni Björnssyni, Geir
Magnússyni og Einari Benedikts-
syni, forstjórum stóru olíufélag-
anna á árunum 1993 til 2001, hefur
verið vísað frá dómi en Hæstirétt-
ur staðfesti frávísunarúrskurð
héraðsdóms frá 12. febrúar.
Dómur héraðsdóms byggði öðru
fremur á því að ekki væri hægt að
sækja einstaklinga til saka fyrir
brot á samkeppnislögum. Meiri-
hluti Hæstaréttar byggir niður-
stöðuna á því að rannsókn sam-
keppniseftirlits, samkeppnisstofn-
unar og síðar lögreglu standist
ekki lög. Sérstaklega er vitnað til
þess að óskýrt hafi verið í sam-
keppnislögum hvernig meðferð
opinberra mála skyldi háttað, ef
grunur vaknaði um að brotið hefði
verið gegn lögunum.
Helgi Magnús Gunnarsson, sak-
sóknari efnahagsbrota hjá ríkis-
lögreglustjóra og sá sem fór með
rannsókn málsins hjá ríkissak-
sóknara, segir Hæstarétt hafa
vísað málinu frá á öðrum for-
sendum en í héraðsdómi. „Meiri-
hluti Hæstaréttar telur rannsókn
Samkeppniseftirlits, Samkeppn-
isstofnunar og síðar lögreglu,
sem fór eftir samkeppnislög-
um og lögum um meðferð opin-
berra mála eftir að málið kom
til lögreglu, ekki standast mann-
réttindasáttmála um réttindi sak-
borninga og það verði ekki byggð
ákæra á henni. Allar forsend-
ur héraðsdóms fyrir frávísuninni
eru slegnar út af borðinu og ekki
fallist á þau sjónarmið að ekki sé
hægt að refsa einstaklingum fyrir
brot á samkeppnislögum.“
Helgi Magnús segir lögreglu og
ríkissaksóknara hafa bent á það
áður að fyrirkomulagið í lögum
væri óheppilegt en ábendingar um
þetta komu fram 2003.
Helgi Magnús útilokaði öðru
fremur að endurákært yrði í mál-
inu.
Ragnar H. Hall, lögmaður Krist-
ins Björnssonar, segir niðurstöðu
Hæstaréttar staðfesta það að
málið hafi verið lögfræðileg til-
raunastarfsemi. „Niðurstaðan í
málinu rennir stoðum undir það að
þetta hafi verið tilraunastarfsemi
sem ekki hefði átt að fara út í.“
Tveir dómarar, Gunnlaugur
Claessen og Ólafur Börkur Þor-
valdsson, skiluðu séráliti. Gunn-
laugur tók að nokkru leyti undir
með meirihluta Hæstaréttar en
taldi ákæruna gallaða. Ólafur
Börkur vildi senda málið aftur í
hérað til efnismeðferðar.
Málinu endanlega vísað frá
Máli ákæruvaldsins gegn Einari Benediktssyni, Geir Magnússyni og Kristni Björnssyni var vísað frá í Hæsta-
rétti í gær. Einn dómari vildi málið í efnislega meðferð. Óskynsamleg tilraunastarfsemi, segir Ragnar Hall.
Hver er nýr formaður
sænska jafnaðarmannaflokks-
ins?
Hver er útvarpsstjóri þar
til Ríkisútvarpið ohf. tekur til
starfa 1. apríl?
Hvaða maður hefur játað
að hafa skipulagt árásirnar á
Bandaríkin þann 11. september
2001?