Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 8
 Samfylkingin vill að skólabækur framhaldsskólanema verði ókeypis, utan hvað greiða skuli skilagjald til að tryggja skil og góða nýtingu. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður flokksins, upplýsti þetta við eldhúsdagsum- ræðurnar í fyrra- kvöld. Að sögn Björg- vins hefur þessi leið verið farin í Danmörku og þótt gefa góða raun. Er hún liður í hugmyndum Samfylkingarinnar um nýjar leið- ir í menntamálum og ekki síður í átt til aukinnar velferðar. Segir hann ókeypis námsefni færa nem- endum og fjölskyldum þeirra kjarabót. Ókeypis bækur í framhaldsskóla Tæplega tvítugur pilt- ur hefur verið ákærður fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir að hóta lögreglumanni lífláti og jafn- framt að skaða fjölskyldu hans. Atburðurinn átti sér stað í lög- reglubifreið í maí á síðasta ári. Pilturinn hafði uppi líflátshótan- ir í garð lögreglumannsins sem var að skyldustörfum. Lét piltur- inn meðal annars þau orð falla að hann skyldi drepa lögreglumann- inn og fjölskyldu hans og að hann ætlaði að skera fjölskylduna að honum ásjáandi. Ríkissaksóknari krefst þess að pilturinn verði dæmdur til refs- ingar. Hótaði að drepa lögreglumann Fjórir karlmenn og ein kona voru handtekin í austur- borginni í fyrradag eftir að ætluð fíkniefni höfðu fundist í vistar- verum þeirra. Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu handtók fólk- ið en talið er að það hafi haft í fórum sínum 30 grömm af kóka- íni, neysluskammta af e-töfludufti og marijúana. Lögreglan fann efnin við húsleit hjá viðkomandi einstaklingum, en hún var gerð að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur. Fólkið er nú laust úr haldi en rannsókn málsins heldur áfram, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Það voru lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu og ríkislögreglu- stjóra sem tóku þátt í aðgerðinni ásamt lögreglumönnum frá Sauð- árkróki, sem voru að kynna sér starfsaðferðir starfsbræðra sinna á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrradag handtók lögregl- an einnig karlmann um tvítugt í Reykjavík en sá er grunaður um fíkniefnamisferli. Lögreglan fékk tilkynningu frá ónefndum íbúa sem upplýsti um hugsanlega fíkni- efnasölu í einu hverfa borgarinn- ar. Lögreglumenn fóru strax í málið og stöðvuðu hinn grunaða en í fórum hans fannst talsvert magn af ætluðu marijúana. Þetta mál er gott dæmi um þann góða árangur sem samvinna borgaranna og lög- reglunnar getur leitt af sér. Húsleit gerð í fíkniefnagreni Máli ákæruvaldsins gegn Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benedikts- syni, forstjórum stóru olíufélag- anna á árunum 1993 til 2001, hefur verið vísað frá dómi en Hæstirétt- ur staðfesti frávísunarúrskurð héraðsdóms frá 12. febrúar. Dómur héraðsdóms byggði öðru fremur á því að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir brot á samkeppnislögum. Meiri- hluti Hæstaréttar byggir niður- stöðuna á því að rannsókn sam- keppniseftirlits, samkeppnisstofn- unar og síðar lögreglu standist ekki lög. Sérstaklega er vitnað til þess að óskýrt hafi verið í sam- keppnislögum hvernig meðferð opinberra mála skyldi háttað, ef grunur vaknaði um að brotið hefði verið gegn lögunum. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota hjá ríkis- lögreglustjóra og sá sem fór með rannsókn málsins hjá ríkissak- sóknara, segir Hæstarétt hafa vísað málinu frá á öðrum for- sendum en í héraðsdómi. „Meiri- hluti Hæstaréttar telur rannsókn Samkeppniseftirlits, Samkeppn- isstofnunar og síðar lögreglu, sem fór eftir samkeppnislög- um og lögum um meðferð opin- berra mála eftir að málið kom til lögreglu, ekki standast mann- réttindasáttmála um réttindi sak- borninga og það verði ekki byggð ákæra á henni. Allar forsend- ur héraðsdóms fyrir frávísuninni eru slegnar út af borðinu og ekki fallist á þau sjónarmið að ekki sé hægt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum.“ Helgi Magnús segir lögreglu og ríkissaksóknara hafa bent á það áður að fyrirkomulagið í lögum væri óheppilegt en ábendingar um þetta komu fram 2003. Helgi Magnús útilokaði öðru fremur að endurákært yrði í mál- inu. Ragnar H. Hall, lögmaður Krist- ins Björnssonar, segir niðurstöðu Hæstaréttar staðfesta það að málið hafi verið lögfræðileg til- raunastarfsemi. „Niðurstaðan í málinu rennir stoðum undir það að þetta hafi verið tilraunastarfsemi sem ekki hefði átt að fara út í.“ Tveir dómarar, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þor- valdsson, skiluðu séráliti. Gunn- laugur tók að nokkru leyti undir með meirihluta Hæstaréttar en taldi ákæruna gallaða. Ólafur Börkur vildi senda málið aftur í hérað til efnismeðferðar. Málinu endanlega vísað frá Máli ákæruvaldsins gegn Einari Benediktssyni, Geir Magnússyni og Kristni Björnssyni var vísað frá í Hæsta- rétti í gær. Einn dómari vildi málið í efnislega meðferð. Óskynsamleg tilraunastarfsemi, segir Ragnar Hall. Hver er nýr formaður sænska jafnaðarmannaflokks- ins? Hver er útvarpsstjóri þar til Ríkisútvarpið ohf. tekur til starfa 1. apríl? Hvaða maður hefur játað að hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.