Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 16
[Hlutabréf]
Atorka Group hefur eignast rúm
fjörutíu prósent hlutafjár í Inter-
Bulk Investments, þriðja stærsta
félagi heims í tankgámaflutning-
um fyrir efnaiðnað, en átti fyrir
24 prósent. Félagið hefur skráð
sig fyrir kaupum á nýju hluta-
fé í Interbulk fyrir 2,6 milljarða
króna.
Interbulk ætlar að nýta hluta-
fjársöluna ásamt lánsfjármagni
frá Bank of Scotland til kaupa á
öllu hlutafé í United Transport
International (UTI) fyrir 10,3
milljarða króna. Ársvelta Inter-
bulk er áætluð um þrjátíu millj-
arðar króna eftir kaupin og nær
félagið leiðandi stöðu í gámaflutn-
ingum á hráefnum fyrir efnaiðn-
að í Evrópu.
Breska yfirtökunefndin hefur
fallist á að leyfa Atorku að fara
upp fyrir almenn yfirtökumörk
sem miðast við þrjátíu prósent.
Atorka eykur við
sig í Interbulk
Interbulk fjárfestir fyrir 10,3 milljarða króna í UTI.
Peningaskápurinn ...
OPIÐ HÚS
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
67
59
0
3/
07
Komdu í heimsókn í Odda
Miðvikudaginn 21. mars verða félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild
með kynningu á öllu meistara- og diplómanámi deildanna frá kl. 16:00 –18:00
í Odda við Sturlugötu.
Þar verður kynnt fjölbreytt og skemmtilegt nám.
Gríptu tækifærið!
Umsóknarfrestur er 15. apríl
Allar nánari upplýsingar
á heimasíðu deilda:
felags.hi.is og vidskipti.hi.is
VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD – FÉLAGSVÍSINDADEILD
Innan við þrjú prósent af hagnaði
Kaupþings í fyrra kemur af við-
skiptabankastarfsemi hér á landi
að sögn Sigurðar Einarssonar
stjórnarformanns bankanns.
Sigurður upplýsti þetta í ræðu
sinni á aðalfundi bankans í gær
þar sem hann hafnaði með öllu
ósannindum um okur bankanna.
„Kaupþing hagnaðist um 100
milljarða króna fyrir skatt í
fyrra. Af þeirri upphæð komu
innan við þrír milljarðar króna
af viðskiptabankastarfsemi á Ís-
landi,“ sagði hann og kveður þrjú
prósentin tæpu koma af viðskipt-
um bankans við 75 þúsund ein-
staklinga og 15 þúsund „örfyrir-
tæki“ hér á landi.
„Þessar tölur ættu að koma
umræðunni á Íslandi í raunhæf-
ara samhengi en verið hefur til
þessa.“
Hafnar orðrómi um okur