Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 24
Hápunktur dags-
ins var að sækja frú
Sólveigu og koma
með hana heim. Hún
er eins og nýsleginn
túskildingur eftir
þessa heilsubótardvöl hjá góðu
fólki á Reykjalundi sem á miklar
þakkir skildar.
Börnin voru afskaplega kát að
endurheimta ömmu sína – óþarf-
lega kát, rétt eins og hún hefði
birst á elleftu stund til að
frelsa þau úr tröllahöndum.
Þegar mestu fagnaðarlætin
voru afstaðin fór amman að
spyrja börnin sakleysislegra
spurninga um hvernig þeim
hefði líkað atlætið hjá afa
sínum og það mega bless-
uð börnin eiga að þau báru
mér svo vel söguna
að ég fór hjá mér.
Ég hef gert marga
skemmtilega hluti
um dagana og kom-
ist að þeirri niður-
stöðu að allra skemmtilegast sé að
gera ekki neitt. Mestan part hefur
þessi helgi liðið í sælu athafna-
leysi en slíkt ástand er jafnnauð-
synlegt fyrir sálina í mér og hvíld
er fyrir líkamann.
Einhver frægur maður, gott
ef það var ekki séra Friðrik,
sagði að einungis heimsk-
ingjum gæti leiðst.
Ég er ekki viss um að það
hafi verið rétt hjá
gamla mannin-
um því að
mér leið-
ist eiginlega
aldrei. Ég er frekar
á því að það hafi ekkert með
gáfnafar að gera hvort
fólk getur haft
ofan af fyrir
sjálfu sér á
eigin spýtur eða
ekki. Ég held
þetta sé frekar spurning um skap-
gerð en gáfur.
Til dæmis leiðist hundum að-
gerðaleysi en kettir eru sólgnir í
innhverfa íhugun. Það er hverf-
andi greindar-
munur á þess-
um tegundum
en skaphöfnin er
ólík: Hundar eru
skemmtanasjúkir
og ámátlega extró-
vert, kettir eru dulir
og yfirleitt í góðu
andlegu jafnvægi.
Mér finnst allt-
af jafnskrýtið að
tölvusérfræðing-
ar skuli nota orðið
„vélar“ um tölvur.
„Hvernig vél ertu
með?“ segja þeir, en
ekki „hvaða tegund
er tölvan þín?“
Þegar vélar bila skrúfar maður
þær í sundur og skiptir um vara-
hluti.
Þegar tölva bilar þýðir
ekkert að opna verkfærakassann
og búa sig undir að pota í hana
með skrúfjárni. Maður verður
að kalla á vettvang einhvern sem
skilur tölvur, rétt eins og miðil
eða andalækni þarf til að kom-
ast í kallfæri við þá veröld sem er
handan mannlegrar þekkingar. Og
tölvumaðurinn sest við lyklaborð-
ið og fellur í trans og slær inn yfir-
skilvitlegar bókstafarunur sem
smjúga rakleiðis inn í undirmeð-
vitund tölvunnar sem kölluð er
innra minni.
Þetta kukl segir mér að tölvubil-
un sé skyldari geðbilun en vélar-
bilun.
Tölvan mín er í geðlægð núna,
ótrúlega svifasein og dyntótt. Nýj-
asta fyrirtektin er að afneita til-
veru prentarans þótt hann sé
áþreifanlegur og standi við hlið-
ina á henni. „Unknown device“,
segir tölvan þegar maður gerir til-
raun til að kynna hana fyrir prent-
aranum, „framandi hlutur“, og vill
ekkert hafa með hann að gera.
Sennilega endar þetta á því að
ég verð að kalla til fjölkunnugan
tölvumann.
%/!!=(/&/!!!
Tölvufj&#”!!!
Tölvunni tókst að
eyðileggja þennan
dag fyrir mér með
húð og hári. Í morg-
un ákvað ég að láta
ekki í minnipokann fyrir ómerki-
legu rafmagnstæki.
Það var upphafið á martröð sem
stóð í allan dag og fram á kvöld.
Martröð fyrir mig að minnsta
kosti. Ég veit ekki hvernig tölv-
unni er innanturns en ég er bugað-
ur eftir þessi samskipti.
Í gærkvöldi lauk ég við að
lesa ævisögu, „Upp í Sigurhæð-
ir“, sem Þórunn Valdimarsdótt-
ir skáld og sagnfræðingur skrif-
Hjarta þjóðarinnar
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá börnum sem frelsast úr tröllahöndum, fjallað um hunda- og kattasálfræði, tölvugeð-
sjúkdóma, Matthías Jochumsson, eldhúsdagsumræður, þjóð á brún hengiflugs, galdramann og njósnapúka.
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar