Fréttablaðið - 17.03.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 17.03.2007, Síða 34
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Ásinn er uppfullur af mótsögn- um. Hann er framúrstefnulegur en klassískur, einfaldur en margslunginn, heillandi og frá- hrindandi, allt á sama tíma. Þegar BMW-1 lína, eða ásinn, keyrir niður götuna er tekið eftir honum. Skarpar línurnar skipa honum sérstöðu og gera hann að einum fallegasta hlaðbakn- um á götunni. Hann er undar- leg togstreita kraftlegrar hönn- unar og fágunar á sama tíma og hann virkar hálf þunglamalegur. Ef hann væri kattardýr, en fram- ljósin minna óneitanlega á kattar- augu, væri hann fjallaljón. Stutt og kröftugt með furðulegan rófu- dindil. Inni í bílnum kveður við annan tón. Öfugt við ytra útlitið, sem öskrar á athygli, er innrétting- in í ásnum ákaflega nett og stíl- hrein. Það eru fáir takkar, útvarp- ið og miðstöðin sett upp á klass- ískan hátt, og mælar eru ekki með neinum blikkandi aukaljósum eða óþarfa glingri. Þegar bíllinn er settur í gang kemur í ljós að sama heimspeki er höfð að leiðarljósi í vélarrúminu. Engar flækjur eða óþarfa fínheit, einungis gegnheill BMW-kraftur og nóg af honum. Það er hins vegar og blessunar- lega ekki of mikið af honum, enda hefur það sýnt sig að litlir bílar með mikinn kraft verða oft handó- nýtir akstursbílar. Ásinn hefur þá sérstöðu að hann er afturhjóladrifinn. Það, ásamt mjög jafnri þyngdardreifingu milli fram- og afturöxuls, gerir akstur- inn mjög skemmtilegan. Það skal tekið fram að við vissar aðstæð- ur getur verið erfitt að ráða við afturhjóladrif, en það gerir akst- urinn svo mun meira spennandi og með stöðugleikastýringu (sem er til staðar í ásnum) og eðlilegri notkun heilabúsins þarf maður ekki að hafa of miklar áhyggjur af að missa bílinn af veginum. Plássið aftur í ásnum er væg- ast sagt af skornum skammti og skottið ekki mikið stærra. Pláss- ið fram í er hins vegar mjög gott. Hann er skemmtilegur aksturs- bíll en um leið einfaldur. Hann er bíll bæði fyrir afa og piparsvein í Vesturbænum. Svona er ásinn. Annaðhvort langar mann í hann meira en allt, eða maður gengur framhjá honum og hugsar; hvað ætli sé í matinn í kvöld? Slagorð ássins er: Það er bara einn (There is only one). Það er vissulega bara einn en þar sem hann er svo full- ur af óræðum andstæðum kviknar spurningin; fyrir hvern er hann? Þetta er spurning sem BMW virð- ist ekki hafa svarað. Er hann fjöl- skyldubíll, er hann „hot hatch“, er hann sportbíll eða er hann borgar- bíll? Í þessu felst helsti veikleiki ássins, og einnig hans helsti eig- inleiki. Hann er einstakur og það er engin leið að vita hvar maður hefur hann. Heillandi andstæður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.