Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 38
Ragnheiður Eiríksdóttir, söng-
kona, útvarpskona og fram-
bjóðandi, segist ekki þurfa
marga hluti til að gera heimilið
að notalegum stað.
„Ég myndi segja að það væru
þrír hlutir sem ég gæti líklega
ekki verið án og búa til heim-
ili fyrir mér en það er kaffivélin
mín, blandarinn og mynd sem ég
er með uppi á vegg í stofunni hjá
mér,“ segir Heiða.
Myndina, sem er eftirprentun
af málverki eftir Edward Hopper,
er Heiða búin að eiga síðan 2003.
„Ég var að flytja og var að henda
einhverju dóti í nytjagám þegar
ég sá þessa mynd. Ég bara varð að
eignast hana þannig að ég byrjaði
á því að tékka á því hvenær gám-
urinn yrði losaður og hringdi svo
í Góða hirðinn og fékk þann sem
var að vinna til að lofa mér því að
hann myndi hringja í mig þegar
myndin kæmi til þeirra. Hún er
búin að vera uppi á vegg hjá mér
síðan þá nema þegar ég var í út-
löndum í ellefu mánuði og hún fór
í pössun til mömmu. Ég hef flutt
þrisvar sinnum á þessum tíma og
það fyrsta sem ég geri alltaf þegar
ég flyt á nýjan stað er að hengja
myndina upp í stofunni og þá er ég
formlega flutt inn.“
Heiða segist vera svo hrifin af
myndinni að hún sé farin að stefna
á að eignast frummyndina. „Ég
ætla mér að eignast hana þó að ég
þurfi að verða milljónamæringur
til þess. Ef ég byrja að spara núna
get ég kannski eignast hana um
sjötugt,“ segir hún og hlær.
Myndin fannst í nytjagámi
Cinaria pilicornis er eina tegund-
in af grenisprotalúsarætt sem
finnst hér á landi og er lúsin al-
geng um allt land. Grenisprota-
lús er allt að 5 mm löng, brún
eða grágræn að lit. Karldýrið er
aðeins um 2 mm að lengd og er
blágræn á lit. Grenisprotalús er
ýmist vængjuð eða vænglaus.
Lýsnar klekjast út á vorin áður
en trén springa út og skríða út á
grenisprotana til að sjúga nær-
ingu úr trjánum. Þær skilja eftir
sig saur á laufblöðum. Saurinn er
sykurríkur og kallaður hunangs-
dögg. Saurinn veldur því að það
lokast fyrir öndun laufblaðanna
sem verða límkennd og hrein
gróðrarstía fyrir svarta sníkj-
usveppi (Lúsasvertu, Fumago
vagans). Best er að úða að vori
þegar lúsarinnar verður vart og
á haustin áður en hún verpir.
Þegar fólk þarf að fá til sín mein-
dýraeyði eða garðúðara, þá skal
alltaf óska eftir að fá að sjá
starfsskírteini, útgefið af Um-
hverfisstofnun og eiturefna-
leyfi, gefið út af lögreglustjóra/
sýslumanni og það mikilvægasta
er að viðkomandi hafi starfsleyfi
frá viðkomandi sveitarfélagi.
Ein og sér hafa starfsréttindi
meindýraeyða og garðúðara ekk-
ert gildi. Athugaðu hvort öll skír-
teini séu í gildi.
Félagar í Félagi meindýraeyða
eru með félagsskírteini á sér.
Fáðu alltaf nótu vegna viðskipt-
anna. Réttindi meindýraeyða og
garðúðara frá erlendum ríkjum
og félagasamtökum gilda ekki á
Íslandi.
Heimildir:
Upplýsingar og fróðleikur um
meindýr og varnir 2004.
Meindýr í húsum og gróðri 1944
Lesendum fréttablaðsins er vel-
komið að senda fyrirspurn á net-
fangið: gudmunduroli@simnet.is
Magnaða moppuskaftið
Dagar gömlu skúringarfötunnar eru taldir
Skúringarfatan úr sögunni
Alltaf tilbúið til notkunnar
Gólfin þorna á augabragði
Fljótlegt og þægilegt
Sölustaðir:
Húsasmiðjan – Byko
Pottar og prik Akureyri
Áfangar Keflavík – Brimnes Vestmannaeyjum
Fjarðarkaup – Litabúðin Ólafsvík – Parket og gólf – Rými
SR byggingavörur Siglufirði – Rafsjá Sauðárkróki – Skipavík
Stykkishólmi – Nesbakki Neskaupstað. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 11-18Opið
Glæsilegir gólfvasar
á sprengiverði
30-80% afsláttur
AÐEINS
laugardag og sun
nudag
Fjölbreytt úrval
Margar stærðir