Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 50

Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 50
 17. MARS 2007 LAUGARDAGUR8 fréttablaðið fermingar Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að fermingarbörn, sérstaklega stúlkur, vildu fá á sig sólbrúnan lit fyrir fermingardaginn. Til að ná litnum var brugðið á það ráð að leggjast í ljósalampa, en eins og við flest vitum er það bæði óhollt fyrir húðina og getur valdið húð- krabbameini. Öllu ódýrara og heilsusamlegra er að fara í svokallaða brúnku- sprautun, en þá er þessum eftir- sótta húðlit einfaldlega sprautað á líkamann. Hjá Laugum Spa er hægt að koma í slíka meðferð en mælt er með að brúnkunni sé sprautað á einum til tveimur dögum fyrir stóra daginn. „Við byrjum á að skrúbba húð- ina með kornakremi til að fjar- lægja dauðar húðfrumur og gefa húðinni raka í leiðinni. Svo má velja um tvenns konar liti, eða þá að við sérblöndum þann lit sem hentar best. Það eru ekki allir með sama húðlitinn og ef manneskja er mjög dökk á fermingarmyndinni þá getur það komið undarlega út,“ segir Anna María Jónsdóttir, snyrtifræðingur hjá Laugum Spa. Þar er einnig boðið upp á húð- hreinsun fyrir krakka sem eru yngri en sextán ára. „Við þessa húðhreinsun sjáum við til þess að eftir meðferðina þurfi unglingur- inn ekki að ganga út allur rauð- flekkóttur í andlitinu heldur getur hann eða hún vel sýnt sig á meðal fólks. Meðferðin hefst á djúp- hreinsun, svo er það tíu mínútna andlitsgufa, því næst eru óhrein- indi kreist úr húðinni og að lokum er róandi maski borinn á. Reyndar leggjum við áherslu á að farið sé í þessa meðferð um viku áður en fermingardagurinn rennur upp, eða svona um fjórum til fimm dögum áður,“ segir hún. Airbrush-brúnka með korna- skrúbbi kostar 4.300 krónur í Laug- um, en án kornaskrúbbs kostar meðferðin 3.650. Húðhreinsun fyrir yngri en sextán ára kostar 3.850 krónur. - mhg Andlitsbað og brúnkusprautun Fyrirsögnin er setning sem Guðni Kolbeinsson íslenskufræðingur heyrðist segja fyrir mörgum árum. Fermingarveisla var fram undan heima hjá honum og hann þurfti að hafa hratt á hæli og hespa ýmsu af áður. Þótt margir kannist við að finnast þeir þurfa að taka allt í gegn heima fyrir fermingu hafa fáir orðað þá til- finningu betur en hann. Sjálfur man hann ekkert eftir að hafa sagt þetta en finnst setningin þó hljóma sennilega. „Við fluttum inn í voðalega flott gamalt hús með sál árið 1978 og höfum verið að byggja það síðan smátt og smátt. Viðburðir eins og fermingarveislur og afmæli hafa oft verið notaðir sem átylla eða spark í rassinn til að gera einhverjar upplyftingar á því og við erum auðvitað eins og sannir Íslendingar að gera allt á síðustu stundu. Því hefur oft verið dálítil spenna í kringum þessar viðgerðir,“ segir hann glaðlega. „Við hjónin eigum fjögur börn og vorum með allar fermingarveisl- urnar hér heima. Ekkert voðalega fjölmennar veislur en fólk kom og dreifði sér um íbúðina eins og gengur. Oft var tækifærið notað og eitthvað klárað áður. Við sett- um til dæmis kvisti á húsið og þeir voru fokheldir í nokkur ár þar til eitthvert tilefni gafst til að fullgera þá. Einhvern tíma man ég að við þurftum að klæða upp- gönguna því þar hafði verið lokað einum forstofudyrum. Til að bjarga málum var maskínupappír límdur yfir vegginn og þar skrif- aði einhver sonurinn stórum og fögrum stöfum FERMINGAR- VEISLA. Svo stóð þessi áletrun þarna að mig minnir í ár en fjöl- skyldan segir fjögur ár. Það var að minnsta kosti ekkert rokið til að klæða vegginn úr því búið var að halda veisluna. Íslendingseðlið er ríkt í okkur, að byrja aðeins of seint og lenda í tímahraki með hlutina en redda þeim einhvern veginn.“ gun@frettabladid.is Það á að ferma húsið mitt Guðni býr í gömlu húsi með sál og tók oft til við viðgerðir á því rétt fyrir fermingar- veislurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Anna María Jónsdóttir hjá Laugum Spa ráðleggur fermingarbörnum að forðast ljósabekki og bendir á að brúnkusprautun sé öllu ódýrari og heilsusamlegri kostur en að fara í ljósatíma. KORT MEÐ NOKKRUM MÚSARSLÖGUM Boðskortin í ferminguna geta valdið höfuðverk. Á kortavef Póstsins, www.postur.is, er hægt að útbúa kortin á auðveldan hátt úr stofunni heima. Þar er hægt að hanna kortið með mynd og þeim texta sem hver og einn vill. Hægt er að kaupa árituð umslög með nöfnum viðtakenda ásamt frímerkjum sem send eru heim til þess sem pantar en einnig er hægt að panta límmiða með nöfnum viðtakenda og fá senda heim. Greiðsla fer fram í lokin með því að greiða með greiðslukorti á netinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.