Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 54
 17. MARS 2007 LAUGARDAGUR12 fréttablaðið fermingar Blómaskreytingar koma með gleði og fegurð og mynda ljúfa stemningu. Helga Thorberg, blómaskreyt- ingasérfræðingur og eigandi verslunarinnar Blómálfurinn við Vesturgötu, er öllum hnútum kunnug þegar kemur að skreyt- ingum fyrir fermingarveislur. Hún segir ferlið oft byrja á því að mæðgur komi saman til að kynna sér úrvalið og fá hugmyndir og bætir því við að skreytingarnar séu æði mismunandi, það fari allt eftir umfangi veislunnar og smekk viðkomandi. „Kostnaðurinn við skreyting- arnar getur þannig verið mjög mismunandi en þegar allt er upp- talið, matur, kaffi, fatnaður og fleira þá held ég að þessi útgjalda- liður sé kannski sá sem fólk finnur minnst fyrir, en hann færir samt með sér mikla gleði, fegurð og myndar ljúfa stemningu. Stundum kemur fólk jafnvel með vasa, skál- ar og annað að heiman – eitthvað sem hefur tilfinningalegt gildi – og fær tillögur um hvernig megi skreyta þessa hluti. Þannig er hægt að spila úr hlutunum á fjöl- breyttan hátt en starf okkar blómaskreytingamanna felst jú mjög mikið í því að veita ráðgjöf á þessu sviði.“ Hvað er fólk að skreyta? „Það er fyrst og fremst veislu- borðið en það er misjafnt hvernig staðið er að þessu. Veislur eru ýmist í leigðum sölum eða heima- húsum og skreytingarnar fara svolítið eftir því. Í kringum ferm- ingarkertið er yfirleitt einhver blómaskreyting og þar við hlið liggur gestabókin. Blómin sem standa á borðinu eru ýmist blóma- skreyting eða afskorin blóm í vasa og yfirleitt miðar fólk við að hafa einn lit gegnumgangandi í ferm- ingunni. Stelpurnar velja sér þannig oft bleika litinn sem útgangspunkt. Eru þá í bleikum kjól og miða allar skreytingar út frá misjafnlega ljósum eða dökk- um bleikum litbrigðum. Þetta getur verið sérlega fallegt og skemmtilegt og gefur veislunni mjög ljúft og notalegt yfirbragð.“ Hvað þarftu langan fyrirvara á pantanir? „Það er náttúrlega alltaf betra að hafa góðan fyrirvara til að hægt sé að panta réttu blómin. Eins verða þau að vera tilbúin á réttum tíma. Búin að opna sig og komin á sitt fallegasta stig. Blómin eiga ekki að skarta sínu fegursta dag- inn eftir. Ef blóm eru búin að opna sig þá þarf líka færri blóm til að rétta stemningin myndist. Opin blóm segja svo miklu meira en þau sem enn eru lokuð.“ - mhg Opin blóm segja meira en þau sem enn eru lokuð Sniðugir borðskreytingavasar sem hægt er að setja eitt eða tvö blóm í. Stefán Sigurjónsson fermist hinn 24. mars í Hafnarfjarðarkirkju. Hann segist hafa verið ákveðinn í að láta ferma sig frá því að hann var tíu ára. „Allir í bekknum mínum ætla að láta ferma sig en við fermumst ekki öll í einu því við erum svo mörg,“ segir Stefán. Eftir athöfnina verður Stefán með veislu heima hjá sér og er undirbúningur fyrir hana hafinn. „Ég er aðeins búinn að hjálpa til og ég held að það verði bæði kökur og matur,“ segir hann. Stefán er búinn að vera í ferm- ingarfræðslu í allan vetur og segir að hún hafi bara verið skemmti- leg. „Við fórum til dæmis að skoða kirkju sem ég man ekki alveg hvað heitir en hún er fræg og það var mjög gaman.“ Stefán er búinn að kaupa sér fermingarföt og segist vera orð- inn frekar spenntur fyrir ferm- ingunni. Hann veit líka alveg hvað hann langar að fá í fermingargjöf. „Mig langar í fartölvu. Ég vona að ég fái hana en ég er ekki alveg viss. Ég er samt búinn að láta vita að mig langi í hana.“ -eö Finnst skemmtilegt í fermingarfræðslunni Stefán er farinn að hlakka til að fermast. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Borðskreyting sem er tilvalin á fermingarborðið enda lifandi blóm ómissandi fyrir stærstu stundir lífsins. Bleikur er blíður og fallegur litur sem hentar vel daginn sem ungmennið endurnýjar skírnarheiti sitt enda er bleikur litur kærleikans. Skreytingar þurfa ekki að vera íburðar- miklar til að skapa góða stemningu. Blái liturinn ætti varla að fara fyrir brjóstið á fermingardrengjunum enda fallegur og táknrænn litur. fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 12.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 36 39 0 02 /0 7 High Peak Sherpa 55+10 Góður göngupoki, stillanlegt bak og stækkanlegt aðalhólf. Einnig til 65+10 Fermingartilboð 10.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.