Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 60
17. MARS 2007 LAUGARDAGUR18 fréttablaðið fermingar
„Ég átti mjög skemmtilegan dag,“
segir Mjöll Hólm söngkona þegar
hún rifjar upp fermingardaginn.
„Ég fermdist reyndar ári á undan
heldur en venja er, þar sem
mamma ákvað að sameina ferm-
ingu okkar systranna. Hún var
nefnilega einstæð níu barna móðir
og vildi með þessu móti spara pen-
ing.“
Að sögn Mjallar hafði móðir
hennar upphaflega reynt að fá
eldri systur hennar til að fermast
ári seinna. Þar sem hún reyndist
ekki tilbúin til samningaviðræðna,
var Mjöll þá spurð hvort hún gæti
hugsað sér að fermast einu ári
fyrr. Sú stutta var ekki lengi að
hugsa sig um og sló til þar sem
hún vildi ólm komast í fullorðinna
manna tölu.
„Ég átti samt ekki von á því að
fermingunni fylgdu jafn mikil við-
brigði og raun bar vitni,“ segir
Mjöll. „Í þá daga þótti nefnilega
eðlilegt að fermdar stúlkur klædd-
ust óttalegum kerlingarfatnaði
eins og þá var mikið í tísku, þannig
að ég vissi ekki fyrr en ég var allt
í einu komin í hryllilega hallæris-
legan kjól og skó í stíl. Svo var ég
send í lagningu, sem kórónaði allt
saman, og var allt í einu orðin að
lítilli konu.“ Hún hlær við tilhugs-
unina.
Mjöll segir fermingarveisluna
hafa heppnast vel. Móðir hennar
hélt veglegt kökuboð þar sem fullt
var út af dyrum af vinkonum
þeirra systra. „Dagurinn var mjög
góður. Ég verð samt að viðurkenna
að mér leið hálfundarlega. Sér-
staklega þegar ég fór í skólann
daginn eftir vitandi að hinir krakk-
arnir væru ekki búnir að fermast.
Ætli þeim hafi ekki fundist jafn
skrítið að fá þessa litlu konu til
baka.“ roald@frettabladid.is
Breyttist í litla konu
Mjöll, vinstra megin, og Svala systir
hennar á fermingardaginn. Móðir þeirra
hélt veglegt kökuboð í tilefni dagsins og
fullt var út af dyrum af vinkonum.
Mjöll var skírð aðeins nokkrum árum fyrir fermingu. „Ég var skírð ásamt tveimur
yngri systkinum mínum. Við hlógum allan tímann meðan á athöfninni stóð. Okkur
þótti svo fyndið að verið væri að skíra svona stóra krakka.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Sem betur fer eru fermingar-
greiðslur alltaf að verða meira og
meira stelpulegar,“ segir Magnea
Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á
hársnyrtistofunni Effect á Berg-
staðastræti.
„Slöngulokkar eru komnir úr
tísku, en í staðinn eru stelpurnar
með frjálslega lokka sem eru mis-
krullaðir og fæstar kjósa að vera
með uppsett hár,“ segir hún og
bætir því við að einnig þurfi að
taka tillit til hárgerðarinnar þegar
verið er að móta greiðsluna. „Sól-
veig er til dæmis með mjög þykkt
hár svo ég hefði hvort sem er ekki
getað tekið það mikið upp. Það
hefði bara komið út eins og hatt-
ur.“
Magnea segir að stutthærðar
stelpur séu í svo miklum minni-
hluta að hún hafi ekki greitt slíkri
í mörg ár. „Þetta er samt að kom-
ast í tísku aftur. Ég er byrjuð að
taka eftir einni og einni stutt-
hærðri, en fram til þessa hafa það
aðallega verið eldri konur sem
hafa haldið sig við stutta hárið.“
Lifandi blóm eru alveg komin
úr tísku að sögn Magneu, en í stað-
inn vilja fermingarstelpur litlar
skrautspennur í hárið eða lítið
áberandi gerviblóm. „Hárskraut
má fá í gríðarlegu úrvali í alls
konar verslunum. Til dæmis í
Skarthúsinu og fleiri búðum sem
selja slíkan varning. Ég er mjög
sátt við þá þróun sem er að verða í
fermingartískunni núna. Fyrir
nokkrum árum voru fermingar-
stelpur eins og litlar konur, með
langar gervineglur, uppsett hár og
áberandi förðun, en þetta er komið
á allt annað stig í dag. Núna er í
tísku hjá stelpum að vera stelpu-
legar,“ segir Magnea að lokum.
- mhg
Stelpulegar greiðslur
Magnea Sif Agnarsdóttir, hárgreiðslu-
kona á hársnyrtistofunni Effect, mundar
hér hárlakksbrúsann á Sólveigu.
Sólveig Magnúsdóttir með fallega ferm-
ingargreiðslu sem er bæði náttúruleg,
stelpuleg og frjálsleg í senn.
Mjöll átti góðan fermingardag þótt hún
hafi alls kostar ekki verið sátt við kjólinn
og hárgreiðsluna. „… ég var allt í einu
komin í hryllilega hallærislegan kjól og
skó í stíl.“
Hvítu hanskarnir sem margar stúlkur bera á fermingardaginn
virðast í hugum margra jafnsjálfsagðir og fermingarkyrtillinn.
Hefðin fyrir því að bera þá er hins vegar nokkuð óljós. Sumir vilja
tengja hanskana við hreinleika, meðan aðrir vilja rekja uppruna
þeirra til tískustrauma og að tilurð þeirra sé einfaldlega til komin
vegna þess að fermingarstúlkur hafi viljað vera fínar og snyrti-
legar á fermingardeginum. Einnig er hugsanlegt að þeir hafi orðið
til sem partur af eins konar einkennisbúningi fermingarbarna.
Fátækt var oft mikil og ekki talið heppilegt að greina börn í sund-
ur eftir stétt og stöðu með mismunandi
klæðnaði.
Algengast er að börn beri hvíta
satínhanska en einnig bera marg-
ir heklaða hanska sem gengið
hafa í arf milli kynslóða.
Mikið úrval er til af
fermingarhönskum,
allt frá klassískum
satín- og blúndu-
hönskum til griffla
af ýmsum gerðum,
og fylgja ferming-
arhanskar því
tískustraumum eins
og aðrar flíkur.
Hvítir hanskar
Skólavörðustíg 21
Sími 551 4050 • Reykjavík
Til fermingargjafa
Úrval af fallegum og
vönduðum rúmfatnaði
Verkstæði á Laufásvegi 2, gengið inn frá Bókhlöðustíg
Upplýsingar í síma 862 2783 eða 552 1783.
Himneskir herskarar
– Fermingarstyttur