Fréttablaðið - 17.03.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 17.03.2007, Síða 82
H ugmyndin er sprottin upp úr þeim innblæstri sem bókin var mér og öllum í kringum mig,“ segir Hilmar. „Í mínu umhverfi var um lítið annað rætt en þessa bók. Fljótlega kviknaði því hug- mynd um að þetta efni væri hinn frjóasti akur til umfjöllunar fyrir leikhúsið.“ En það er nú ekki beint sögu- þráður í bókinni, eða hvað? „Nei, en það er samt ákveðin uppbygging, framvinda og niður- staða. Ef við tölum um hið leikræna í bókinni þá er mikil dramatík í átökum þessara tveggja sjónar- miða, með eða á móti álverum og virkjunum. Svo er bókin líka full af hugleiðingum og hugmynd- um sem er gaman að takast á við á sviði. Aðkoma okkar að bókinni er fólgin í undirtitli hennar, Sjálfs- hjálparbók handa hræddri þjóð. Þar fengum við okkar vinkil: hver er þessi hrædda þjóð og við hvað er hún hrædd? Annars er bókin bara til grundvallar og við erum ekki síst að fjalla um núið.“ „Þetta er tryllir!“ segir Andri Snær og hlær. „Ég las leikrit eftir David Hare um einkavæðingu bresku járnbrautanna. Þetta leik- rit sló algjörlega í gegn í konung- lega leikhúsinu. Það var ekki síst vegna þess sem ég sagði ókei við þessari fáránlegu hugmynd. Ég ákvað að gefa leikhópnum frjáls- ar hendur og var lítið að þvælast fyrir.“ En hvernig er staðan í álvers- og virkjunarmálunum í dag? Er Andri Snær til dæmis ánægður með að helsta afleiðingin af bók- inni hans sé þrefaldað fylgi vinstri grænna? Andri Snær og Hilmar skelli- hlæja við þessari spurningu. Andri dregur augað í pung og segir á ensku: „Ég hef skapað skrímsli.“ Svo hlæja þeir ennþá meira. Ég reyni að vera ýtinn og spyr: Er þetta það sem þú vildir? Andri verður vandræðalegur og ræskir sig: „Ha? Nei sko, þegar þau sögðu mér hérna að Megas myndi syngja lokalagið í leikritinu þá sagði ég að ég væri ánægður með að þó ekkert annað kæmi út úr bókinni en að Megas syngi Draumalandið þá væri ég ánægður. Nei, grín- laust þá skiptir öllu máli að þeir sem leggja áherslu á þessi mál uppskeri rækilega. Stefnan er að gera landið að stærstu álbræðslu í heimi, það er mjög mikið í húfi.“ „Það er fyrirhuguð stækkun á álverinu hér í bænum og Hafnar- fjörður er allur undirlagður í sam- ræðum og tilfinningum um það mál. Umræðan er lifandi,“ segir Hilmar. „Það skemmtir okkur mjög hérna í leikhúsinu að þegar við til dæmis hlaupum inn á Súf- ista til að fá okkur að borða þá er undantekningarlaust verið að ræða þessi mál við okkur. Það eru miklar tilfinningar í bænum og alveg ljóst að þetta hefur mikil áhrif á marga. Það er allt undir. Annars vegar ertu með afkomu- hræðsluna, að hér fari allt til and- skotans og skipulagðir fólksflutn- ingar geti hafist 1. apríl, og hins vegar ertu með í huga náttúruna, lífið og menninguna sem verð- ur undir í framtíðarsýninni. Við verðum að skilja og virða sjón- armið beggja fylkinganna. Í leik- verkinu erum við með öll rökin, með og á móti.“ „Þessi 50/50 staða er gallinn við þessi mál – og sá galli krist- allast hérna í bænum,“ segir Andri. „Þótt önnur fylkingin sigri þá hefur samt enginn sigur unn- ist. Það er ekki gott fyrir andann í samfélaginu þegar báðar fylk- ingar segja að niðurstaða kosn- inganna muni beinlínis eyðileggja fyrir þeim framtíðina og lífið. Ef þetta er ekki drama, og ef það er ekki hægt að búa til leikrit úr þessu, þá er náttúrlega ekki hægt að búa til leikrit úr neinu!“ Umræðan í þjóðfélaginu er mörk- uð af þeirri fyrirframgefnu nið- urstöðu að allt „fari til fjandans“ ef „rétt“ ákvörðun er ekki tekin. Andra finnst þetta kolvitlaus hugsunarháttur. „Herinn fór en það gerðist ekki neitt þrátt fyrir áratuga langa um- ræðu um hið gagnstæða,“ segir hann. „Íbúðaverð er meira að segja miklu hærra á Suðurnesjum núna en áður en herinn fór. Samt hangir alltaf yfir okkur einhver ógn og ótti við framtíðina. Það eru teknar of margar ákvarðanir út á þann ótta. Ef álverið í Straumsvík myndi hverfa smám saman þá yrði það engin dramatísk breyting. Ég held að það yrði miklu dramatísk- ara ef álverið væri þrefaldað.“ „Það er ólga í samfélaginu og ólgan stafar ekki síst af því að það er ekkert ígrundað hvað muni verða,“ segir Hilmar. „Þjóðin skipt- ist í tvennt, með eða á móti, en það er ekki á hreinu hvað verður gert ef þeir sem eru með „vinna“ eða hvað verður gert ef hinn hópur- inn „vinnur“. Þjóðin er öll af vilja gerð að gera það sem fyrir hana er lagt. Við erum til í að herða sult- arólarnar þegar þannig stendur á. Við erum alveg til í að borga hæstu vexti í heimi af því að það er svo mikil þensla. Við erum öll af vilja gerð en við stöndum frammi fyrir ofsalega erfiðum spurningum og við getum ekkert hlaupist undan þeim. Þegar við fáum atkvæðis- réttinn verðum við bara að gera svo vel að kanna málin ofan í kjöl- inn. Og það er erfitt.“ „Ég myndi segja að við værum þjóð án leiðtoga,“ segir Andri. „Við erum með einhvern skrif- stofumann sem er forsætisráð- herra og hann fær ágætis tölur. Það eru einhverjir sem græða en flestir skulda reyndar miklu meira en þeir eiga. Til að sú orðræða sé lögleg að framtíð okkar byggist á einum möguleika hlýtur það að stafa af því að þjóðin hefur feng- ið mjög óskýra mynd af möguleik- unum frá leiðtogunum. Við höfum haft leiðtoga sem hafa látið það líðast að segja að ef þú vilt ekki þessa framtíðarsýn þá viltu bara vera fátækur að tína fjallagrös.“ Er þá ekki eina lausnin að við kjós- um okkur almennilegan leiðtoga? „Ómar Ragnarsson,“ segir Andri Snær. Ómar Ragnarsson – er það málið? „Nei, ég segi svona,“ segir Andri, flissar og breytir um um- ræðuefni: „Maður upplifir stemn- inguna sem andlegt borgarastríð. Eins og á Húsavík þar sem bónd- inn skrifar grein og lýsir því hvernig eigi að eyðileggja heim- ili fjölskyldunnar sem hefur búið þarna kynslóð fram af kynslóð og á sama tíma þrammar meðmæla- ganga í gegnum landið hans. Þetta er ástand sem stjórnmálamenn- irnir hafa stýrt okkur inn á.“ „Öll átökin sem fara fram inni á sviðinu í Draumalandinu eru úr orðræðu sem hefur átt sér stað,“ segir Hilmar. „Rétt eins og Andri þá vitnum við í frétt- ir, greinar, samtöl og staðreynd- ir. Við sýnum umhyggju með þeim persónum sem hafa farið í gegn- um alla orðræðuna aftur og aftur og alltaf lent í sama öngstrætinu í yfirborðskenndu rifrildi. Þetta er sýning sem á að fá fólk til að hugsa. En fyrst og fremst er hún skemmtileg.“ Nú ert þú Andri búinn að vera að fjalla um þessi mál meira og minna í heilt ár síðan Drauma- landið kom út. Ertu ekki orðinn hundleiður á þessu? „Þetta er bara smá vertíð. Ég er að vona að þetta leysist allt í kosningun- um og ég geti farið að skrifa hækur.“ Andlega borgarastríðið fer á svið Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýndi Draumalandið í gærkvöldi, leikverk byggt á metsölubók Andra Snæs Magnasonar. En hvernig datt Hilmari Jónssyni leikstjóra eiginlega í hug að gera leikgerð eftir sögunni ? Við erum með ein- hvern skrifstofumann sem er forsætisráð- herra og hann fær ágætis tölur. Það eru einhverjir sem græða en flestir skulda reyndar miklu meira en þeir eiga. Dr. Gunni tekur viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.