Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 88

Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 88
U mboðsmenn Mura og fósturforeldrar, Gunn- laug Þorvaldsdótt- ir söngkona og Guð- mundur Pétursson gít- arleikari segjast hafa verið fljót að átta sig á að Muri væri óvenjuleg- ur karakter. Gunnlaug segir Mura á lista með þeim örfáu, Marilyn Monroe, Marlon Brando og fleir- um, sem fæðast með eðli sannrar stjörnu. Í sama streng tók Spike Jonze, leikstjóri að Bjarkarmynd- bandinu fræga, Triumph of a heart, þar sem Muri fór á kostum. „He is a true star,“ sagði hann um kött- inn og vildi jafnframt taka hann með til Hollywood enda hafði Muri sýnt ótrúlegt skap og hæfileika við vinnslu myndbandsins. Tökurnar á myndbandinu tóku um viku. Muri klæddist jakka- fötum sem voru sérsniðin á hann, keyrði bíl, lék elskhuga eins og hann hefði aldrei gert annað og var þolinmóðari en flestir tvífætlingar sem sinna tökum á borð við þessu- ar. Bið milli atriða var oft löng en alvöru stjörnur þurfa ekki að vera með stæla þannig að í stað þess að henda gemsanum í aðstoðarmenn sína og heimta evían-vatn sýndi Muri stóíska ró og ótrúlega yfir- vegun á þessum löngu stundum sem fór í bið og aftur bið. Á meðan tökumenn stilltu ljósin, færðu dótið fram og til baka eða létu staðgeng- il Mura, tuskudýrið, dansa með einhverjum töngum, labbaði Muri sallarólegur um svæðið eða hvíldi sig í búrinu sínu. Gunnlaug segir hann þó stundum verða pirraðan í leikarastörfum sínum en það sé að- eins þegar aðstaðan fyrir hann á tökustað er ekki nógu góð. Það sé honum mikilvægt að gott kattasal- erni sé á staðnum og auðvitað eitt- hvað að narta í, en þetta séu bara grundvallarkröfur. Hann er ekki að ætlast til þess að á staðnum sé franskt eldhús eða nuddari. Ferill Mura hófst í spjallþætti Björns Jörundar á SkjáEinum en þar kom hann fyrst fram með Gunnlaugu til að kynna sýningu Kynjakatta. Síðan þá hefur hann verið eftirsóttur af þáttarstjórn- endum vinsælla sjónvarpsþátta og hefur til að mynda komið fram í þætti Gísla Marteins og í þættinum Hjartslætti á Skjá einum. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans, Amor, kom fram í þætti Steinunnar Ólínu og leyfði eiganda sínum að ryksuga feld sinn án þess að kippa sér upp við það. Síðastlið- ið vor sat Muri fyrir hjá japönsk- um ljósmyndara, Namiko Kitaura, en hún hefur meðal annars mynd- að fyrir Vogue og önnur tískublöð ytra en myndin hefur verið sýnd víðsvegar á ljósmyndasýningum erlendis. Í síðustu viku lék hann svo í auglýsingu sem Pegasus sá um að framleiða og mun birtast í sjónvarpi eftir nokkra mánuði. Muri kann vel við að vera mið- punkturinn hvar sem hann fer og skýrir það kannski hversu vel honum gengur að fara í gegnum erfiðar tökur, því þar er stjanað við hann og áhugi allra beinist að honum einum. Hann kann því ekk- ert sérstaklega vel við aðra ketti sem ræna hann athyglinni og á það til að slá til þeirra sem honum þykir skyggja á sig. Heimilisástandið getur því verið dramatískt þar sem hann býr með öðrum köttum en hann stillir sig þó oftast því í hópn- um eru hans eigin „börn og barna- börn“. Gunnlaug segir hann sýna afkomendum sínum umhyggju en þurfa samt sitt rými, enda önnum kafinn útivinnandi faðir. Muri fer ekki út án eigenda sinna en hann fer með þeim í göngutúra þar sem hann fylgir þeim alveg eftir í einn góðan hring og góðir bíltúrar eru hans eftirlæti þar sem hann valsar laus um í bílnum. Hann bíður við bílinn á meðan bílhurðin er opnuð fyrir honum og hoppar svo sjálfur kátur upp í og malar af ánægju alla ferðina. Þannig er hann yfirleitt tekinn með í heimsóknir í stað þess að vera skilinn eftir heima þar sem hann er svo meðfærilegur og kann vel við sig í selskap. Muri er mjög mannelskur og margir telja að hann haldi sig mann. Þannig herm- ir hann í einu og öllu eftir eigend- um sínum, eltir þá hvað sem þeir gera, borðar það sama og er með nefið niðri í hvers manns koppi. Alveg ofboðslega frægur Annar eins köttur hefur ekki stigið fram á sjónarsviðið síðan Keli úr Stundinni okkar og jólakötturinn gengu lausir. Nú er það kötturinn Muri sem á sviðið en frá unga aldri hefur hann sinnt þétt bókaðri dagskrá í skemmtanaiðnaðinum, komið fram í auglýsingum, verið gestur í sjón- varpsþáttum og átti stórleik sem elskhugi Bjarkar Guðmundsdóttur. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti stjörnuna yfir mjólkurglasi og harðfiski.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.