Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 88
U
mboðsmenn Mura og
fósturforeldrar, Gunn-
laug Þorvaldsdótt-
ir söngkona og Guð-
mundur Pétursson gít-
arleikari segjast hafa verið fljót að
átta sig á að Muri væri óvenjuleg-
ur karakter. Gunnlaug segir Mura
á lista með þeim örfáu, Marilyn
Monroe, Marlon Brando og fleir-
um, sem fæðast með eðli sannrar
stjörnu. Í sama streng tók Spike
Jonze, leikstjóri að Bjarkarmynd-
bandinu fræga, Triumph of a heart,
þar sem Muri fór á kostum. „He is
a true star,“ sagði hann um kött-
inn og vildi jafnframt taka hann
með til Hollywood enda hafði Muri
sýnt ótrúlegt skap og hæfileika við
vinnslu myndbandsins.
Tökurnar á myndbandinu tóku
um viku. Muri klæddist jakka-
fötum sem voru sérsniðin á hann,
keyrði bíl, lék elskhuga eins og
hann hefði aldrei gert annað og var
þolinmóðari en flestir tvífætlingar
sem sinna tökum á borð við þessu-
ar. Bið milli atriða var oft löng en
alvöru stjörnur þurfa ekki að vera
með stæla þannig að í stað þess að
henda gemsanum í aðstoðarmenn
sína og heimta evían-vatn sýndi
Muri stóíska ró og ótrúlega yfir-
vegun á þessum löngu stundum
sem fór í bið og aftur bið. Á meðan
tökumenn stilltu ljósin, færðu dótið
fram og til baka eða létu staðgeng-
il Mura, tuskudýrið, dansa með
einhverjum töngum, labbaði Muri
sallarólegur um svæðið eða hvíldi
sig í búrinu sínu. Gunnlaug segir
hann þó stundum verða pirraðan í
leikarastörfum sínum en það sé að-
eins þegar aðstaðan fyrir hann á
tökustað er ekki nógu góð. Það sé
honum mikilvægt að gott kattasal-
erni sé á staðnum og auðvitað eitt-
hvað að narta í, en þetta séu bara
grundvallarkröfur. Hann er ekki
að ætlast til þess að á staðnum sé
franskt eldhús eða nuddari.
Ferill Mura hófst í spjallþætti
Björns Jörundar á SkjáEinum
en þar kom hann fyrst fram með
Gunnlaugu til að kynna sýningu
Kynjakatta. Síðan þá hefur hann
verið eftirsóttur af þáttarstjórn-
endum vinsælla sjónvarpsþátta og
hefur til að mynda komið fram í
þætti Gísla Marteins og í þættinum
Hjartslætti á Skjá einum. Hann á
ekki langt að sækja hæfileikana því
faðir hans, Amor, kom fram í þætti
Steinunnar Ólínu og leyfði eiganda
sínum að ryksuga feld sinn án þess
að kippa sér upp við það. Síðastlið-
ið vor sat Muri fyrir hjá japönsk-
um ljósmyndara, Namiko Kitaura,
en hún hefur meðal annars mynd-
að fyrir Vogue og önnur tískublöð
ytra en myndin hefur verið sýnd
víðsvegar á ljósmyndasýningum
erlendis. Í síðustu viku lék hann
svo í auglýsingu sem Pegasus sá
um að framleiða og mun birtast í
sjónvarpi eftir nokkra mánuði.
Muri kann vel við að vera mið-
punkturinn hvar sem hann fer
og skýrir það kannski hversu vel
honum gengur að fara í gegnum
erfiðar tökur, því þar er stjanað
við hann og áhugi allra beinist að
honum einum. Hann kann því ekk-
ert sérstaklega vel við aðra ketti
sem ræna hann athyglinni og á það
til að slá til þeirra sem honum þykir
skyggja á sig. Heimilisástandið
getur því verið dramatískt þar sem
hann býr með öðrum köttum en
hann stillir sig þó oftast því í hópn-
um eru hans eigin „börn og barna-
börn“. Gunnlaug segir hann sýna
afkomendum sínum umhyggju en
þurfa samt sitt rými, enda önnum
kafinn útivinnandi faðir.
Muri fer ekki út án eigenda sinna
en hann fer með þeim í göngutúra
þar sem hann fylgir þeim alveg
eftir í einn góðan hring og góðir
bíltúrar eru hans eftirlæti þar sem
hann valsar laus um í bílnum. Hann
bíður við bílinn á meðan bílhurðin
er opnuð fyrir honum og hoppar
svo sjálfur kátur upp í og malar af
ánægju alla ferðina.
Þannig er hann yfirleitt tekinn
með í heimsóknir í stað þess að
vera skilinn eftir heima þar sem
hann er svo meðfærilegur og kann
vel við sig í selskap. Muri er mjög
mannelskur og margir telja að
hann haldi sig mann. Þannig herm-
ir hann í einu og öllu eftir eigend-
um sínum, eltir þá hvað sem þeir
gera, borðar það sama og er með
nefið niðri í hvers manns koppi.
Alveg ofboðslega frægur
Annar eins köttur hefur ekki stigið fram á sjónarsviðið síðan Keli úr
Stundinni okkar og jólakötturinn gengu lausir. Nú er það kötturinn Muri
sem á sviðið en frá unga aldri hefur hann sinnt þétt bókaðri dagskrá í
skemmtanaiðnaðinum, komið fram í auglýsingum, verið gestur í sjón-
varpsþáttum og átti stórleik sem elskhugi Bjarkar Guðmundsdóttur. Júlía
Margrét Alexandersdóttir hitti stjörnuna yfir mjólkurglasi og harðfiski.