Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 100
Sienna Miller fær ekki mikinn
svefn þessa dagana. Leikkon-
an sætir ofsóknum klæðskipt-
ings sem kallar sig Peter, og hefur
ráðið sér lífverði vegna ótta við
hann. „Undarlegum bréfum rignir
bókstaflega yfir Siennu. Aumingja
stelpan hefur verið svo hrædd að
hún getur ekki sofið,! sagði heim-
ildarmaður Daily Star um ástand-
ið hjá leikkonunni.
Sienna lætur ofsóknirnar þó
ekki stöðva sig alveg. Eftir frum-
sýninguna á myndinni Factory
Girl setti hún stefnuna á St. Mart-
in hótelið í London ásamt systur
sinni og vinum, og hélt partíinu
gangandi nóttina á enda.
Svefnlaus af
ótta
Umfangsmikill niðurskurð-
ur var í gær gerður á yfir-
stjórn RÚV. Páll Magnússon
útvarpsstjóri segir breyt-
ingarnar miða að aukinni
skilvirkni. Þórhallur Gunn-
arsson er nú yfir sjónvarpi
og dr. Sigrún Stefánsdóttir
yfir útvarpi RÚV. Stöður
Boga Ágústssonar, Bjarna
Guðmundssonar og Dóru
Ingvadóttur eru lagðar
niður.
„Ég get ekki tjáð mig um þá hluta
málsins sem snúa að nafngreind-
um einstaklingum. Það væri væg-
ast sagt óviðeigandi og ónærgætið
af minni hálfu,” segir Páll Magn-
ússon útvarpsstjóri.
Í gær, á dramatískum fundi í Út-
varpshúsinu við Efstaleiti, kynnti
Páll umfangsmiklar breytingar á
skipuriti RÚV. Veruleg fækkun er
í yfirstjórn fyrirtækisins. Fimm
heyra beint undir Pál:
Þórhallur Gunnarsson er nú
dagskrárstjóri sjónvarps auk
þess að ritstýra áfram Kastljósi,
dr. Sigrún Stefánsdóttir er dag-
skrárstjóri útvarps, yfirmað-
ur fréttastofu útvarps er Óðinn
Jónsson, fréttastjóri sjónvarps er
Elín Hirst og Bjarni Kristjánsson
hefur verið ráðinn yfir rekstur og
fjármál. Bjarni er viðskiptafræð-
ingur, var eitt sinn fjármálastjóri
Íslenska útvarpsfélagsins og áður
framkvæmdastjóri
Áburðarverk-
smiðjunnar.
Að sögn
Páls er
þarna á
ferðinni
einföldun á
yfirstjórn-
inni, fækkun
yfirmanna í því skyni að auka skil-
virkni og stytta boðleiðir.
„Verið er að gera stjórnunar-
hlutann snarpari og hvassari en
er í dag. Stjórnendum fækkar
hér innan dyra og hver um sig á
að gera meira. Í gamla skipurit-
inu voru þrír framkvæmdastjór-
ar svokallaðir. Stöður þeirra ráð-
herraráðnu framkvæmdastjóra
eru nú lagðar niður,“ segir Páll.
„Sömuleiðis er staða dagskrár-
stjóra Rásar eitt og Rásar
tvö, og forstöðumanns svæð-
isútvarps gerð að einni.“
Staða Boga Ágústsson-
ar, forstöðumanns frétta-
sviðs, er þannig lögð niður og
Bjarna Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra sjónvarps. Til-
kynnt var í gær að
hann yrði tíma-
bundið skipaður
útvarpsstjóri í
15 daga hinnar
deyjandi stofn-
unar, áður en
hún verður
ohf-uð, sem
án efa mun styrkja eftirlaunarétt-
indi hans. Bjarni verður við svo
búið ráðinn sérlegur aðstoðarmað-
ur Páls.
Staða Rúnars Gunnarssonar,
dagskrárstjóra innlendrar dag-
skrárdeildar, breytist og fer,
staða Margrétar Oddsdóttur sem
áður stýrði Rás eitt einnig sem og
Dóru Ingvadóttur sem var fram-
kvæmdastjóri Útvarps. Þá verður
staða yfirmanns íþrótta-
deildar, þeirri sem
Samúel Örn Erlings-
son hefur gegnt,
lögð niður og heyr-
ir deildin undir Þór-
hall.
Ekki liggur fyrir
hvað verður um þetta
fólk á þessu stigi. Sumum
hefur verið boðin
staða eins og í til-
felli Sigrúnar
Stefánsdóttur, aðrir fara á eftir-
laun og aðrir velta því nú fyrir sér
hvort þeir þiggi áfram starf við
fyrirtækið í breyttri mynd. Svo
er til dæmis með Boga Ágústs-
son sem fagnar þessari breytingu.
Ætlar að halda áfram og þá taka
upp þráðinn í fréttamennsku.
„Ég er mjög sáttur við þetta
skipurit. Þetta eru nákvæmlega
þær áherslur sem ég hef verið
að berjast fyrir og því er hvorki
fyrir klögumálum né kvörtunum
hjá mér að fara. Það er verið að
leggja áherslu á dagskrármál-
in sem er einmitt það sem Ríkis-
útvarpið á að ganga út á,“ segir
Bogi Ágústsson en staða for-
stöðumanns fréttasviðs, sem
hann gegndi, var lögð niður sam-
kvæmt nýju skipuriti. „Ég er
ekki búinn að ákveða hvað ég
ætla að taka mér fyrir hendur
en hver veit nema ég setjist við
skrifborðið og fari aftur að skrifa
fréttir,“ bætir hann við.
Bogi sáttur við skipuritið
Gleði Þórhalls Gunnarssonar með
hina nýju stöðu var tvíbent þegar
Fréttablaðið náði af honum tali.
„Þetta þýðir meiri þrældóm.
Ef ég ætla að stýra Kastjósinu
áfram og bæta þessu við mig. En
við sjáum til,“ segir Þórhallur.
Aðspurður hvort þetta hafi
verið lengi í deiglunni segir hann
að það taki til nokkurs tíma. Og
rifar upp fyrir blaðamanni slúður
sem Fréttablaðið birti einmitt um
að þetta stæði til – að hann tæki
við þessari tilteknu stöðu.
Þórhallur segir breytinga að
vænta sem komi þá fram í haust.
En tíma taki að átta sig á því
úr hverju þeir hjá RÚV hafi að
moða. Með vísan til þess að Þór-
hallur er lærður leikari segir
hann drauminn að vinna meira
leikið efni, ef fjármagn sé til stað-
ar, og með vísan í mastersgráðu
hans þá segist Þórhallur einfald-
lega vilja halda áfram að búa til
gott sjónvarp.
„Ég veit hins vegar ekki hvað
mínum nánustu finnst um þetta.
Ég verð enn meira burtu frá heim-
ili mínu og hef þó verið mikið frá.
Ég verð að koma mér upp íbúð
hérna í Útvarpshúsinu,“ segir
Þórhallur.
Meiri þrældómur Þórhalls