Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 105
Snæfell getur í dag
orðið fyrsta liðið í sjö ár til þess
að slá Keflavík út úr átta liða úr-
slitum úrslitakeppninnar en liðin
mætast í öðrum leik sínum í úr-
slitakepppnini klukkan 16.00 í
Keflavík. Snæfell vann fyrsta leik-
inn 84-67 í Hólminum og klárar
einvígið með sigri í dag.
Keflavík tapaði á fimmtudags-
kvöldið fyrsta leiknum sínum í
úrslitakeppni og er þetta aðeins
í þriðja skipti á síðustu 19 árum
sem Keflavík er 0-1 undir í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar. Það
hefur hins vegar gerst mun oftar
að Keflavíkurliðið hefur tapað
fyrsta leik í einvígi.
Þar hafa Keflvíkingar sýnt mik-
inn styrk því þeir hafa unnið þrjú
síðustu einvígin sem liðið hefur
tapað fyrsta leik. Þeir unnu ÍR 3-
1 í undanúrslitunum 2005 eftir að
hafa tapað fyrsta leik á heimavelli,
unnu úrslitaeinvígið gegn Snæfelli
2004 3-1 eftir að hafa tapað fyrsta
leik á útivelli og unnu undanúr-
slitaeinvígið 2004 gegn Grindavík
þrátt fyrir tap í Grindavík í fyrsta
leik.
Hefur komið til
baka í síðustu skipti
Fimmta árið í röð
verða „óvænt“ úrslit í fyrsta leik
í einvígi KR-inga í átta liða úr-
slitum, það er heimaliðið tapar
fyrsta leiknum.
KR-ingar töpuðu eins og kunn-
ugt er 65-73 fyrir ÍR í DHL-Höll-
inni í Iceland Express deildinni á
fimmtudagskvöldið og þurfa því
að vinna í Seljaskóla í dag til þess
að tryggja sér oddaleik.
KR-ingar þurfa ekki að örvænta
ef að sagan heldur áfram að end-
urtaka sig því þrjú síðustu ár
hefur einvígið farið í oddaleik og
það lið sem lenti 0-1 undir vann
síðan úrslitaleikinn og tryggði sér
sæti í undanúrslitunum.
KR-ingar sjálfir hafa samt að-
eins einu sinni komist upp úr átta
liða úrslitum í þessi fjögur skipti
en það var í fyrra þegar þeir töp-
uðu fyrsta leik í DHL-Höllinni en
unnu síðan tvo leiki í röð og fóru
áfram.
Kunnugleg
staða hjá KR
SKRÚFUDAGUR
Komdu og taktu þátt í skemmtilegri dagskrá og kynntu þér það
nám sem er í boði.
NÁMSKYNNING
Stúdentspróf
Einka- og atvinnuflugmannspróf
Vélstjórnar- skipstjórnarpróf
Alþjóðleg réttindi
DAGSKRÁ
Véla-, siglinga- og flughermar
Nemendur og kennarar að störfum við vélar og tæki
Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 13:30
Turninn verður opinn gestum
Ókeypis ferðir á milli Fjöltækniskólans og Flugskólans á
Reykjavíkurflugvelli
Dregið úr lukkupotti kl. 16:00. Tímar í flughermi og útsýnisflug yfir
Reykjavík í verðlaun. Útsýnisflugið er strax að útdrætti loknum
Kvenfélögin Hrönn og Keðjan selja kaffiveitingar gegn vægu gjaldi
Allir velkomnir
Opið hús í Fjöltækniskólanum við Háteigsveg í dag kl. 13:00 - 16:30.
Lukkupottur, heppnir gestir 15 ára og eldri geta unnið útsýnisflug yfir
Reykjavík og tíma í flughermi. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir
björgun kl. 13:30.
HÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 WWW.FTI.IS
Nám í Fjöltækniskóla Íslands hentar m.a. þeim sem vilja ljúka
stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með véltækni,- raftækni,- skipstækni-
eða einkaflugmannsprófi.
Þeim sem vilja verða skipstjórar, flugmenn, vélstjórar, vélfræðingar hjá
orkufyrirtækjum eða vilja undirbúa sig fyrir háskólanám á tæknisviði.
Tvær af stærstu stoð-
um Chelsea-liðsins, John Terry
og Frank Lampard, eru í samn-
ingaviðræðum við félagið þessa
dagana. José Mourinho, stjóri
Chelsea, segir að þeir eigi að vera
áfram enda tilheyri þeir félaginu.
„Það væri hreint frábært að
hafa þá hér áfram og ég tala nú
ekki um ef það er hægt til ársins
2010. Ég myndi elska að vera með
þá áfram hjá mér. Þeir tilheyra
Chelsea og eru hluti af sögu
Chelsea. Þegar leikmenn sem eru
svona sterkar stoðir innan félags-
ins og eru svona samofnir sögu
þess þá er alger óþarfi að gera
breytingar,“ sagði Portúgalinn
skemmtilegi sem staðfesti enn og
aftur að hann ætlaði sér ekki að
yfirgefa félagið - sama hvað sög-
urnar um ósætti hans og Abram-
ovich, eiganda Chelsea, væru há-
værar.
„Svona er bara fótboltinn. Það
er alltaf eitthvað ef. Ég er búinn
að endurtaka 50 sinnum á síð-
ustu tíu dögum að ég vil vera
áfram hjá Chelsea. Hvernig væri
að menn færu að taka mark á því
sem ég segi.“
Vill halda Terry
og Lampard