Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 1
71% 35%36% Fr é tt a b la ð ið Fr é tt a b la ð ið M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007. LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið Föstudagur B la ð ið B la ð ið 30 10 20 40 0 50 60 80 70 Dögg Hjaltalín, fjárfestatengill hjá Eimskipi, var nýlega í Taílandi þar sem hún fór meðal annars á matreiðslunámskeið. Dögg og kærastinn hennar komu heim í síðustu viku úr skipulagðri tólf daga ferð um T íl vegum erl d segist Dögg ætla að vera dugleg að elda taílenskan mat. „Nú verður bara taílensk matarveisla einu sinni í viku,“ segir hún og hlær. „Ég hef samt ekki prófað að elda neitt annað en það sem ég eldaði á ná inu en það var svo gott ðið Helgartilboð í Flash 20% afsláttur af kjólum við buxur stærðir 36-46 si rk us 27. apríl 2007 Gjafmildur Jón Auðjöfurinn Jón Ólafs-son vann sex milljónir í spilavíti í Monte Carlo og gaf allt til munaðarleys- ingjahælis í Cannes. Bls. 2 Elskar pils og hælaskó Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir segir pils og hælaskó gera veröldina fallegri.Sirkus kíkti í fataskáp-inn hennar. Bls. 6 Í STRÍÐI VIÐ SAMVISKUBITIÐ SI RK US M YN D /V AL LI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir púslar saman vinnu og fjölskyldu Nýtt BS-nám í hestafræðum Hestasund Byggir upp vöðva og þol BLS. 4 fákar og fólkFÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 Eldar taílenskt í hverri viku www.xf.is MILLJÓN KRÓNA FRÍTEKJU- MARK FYRIR ALDRAÐA Kærir leikstjóra Silvíu Nætur fyrir meiðyrði Fjármálafyrirtækin Exista, Kaupþing og Straumur- Burðarás skiluðu uppgjörum fyrir fyrsta ársfjórðung í gær. Fyrstnefnda félagið hagnað- ist um 57,2 milljarða króna, sem er það mesta sem sést hefur á einum ársfjórðungi í Kauphöll Íslands. Þetta jafngildir því að Exista hafi hagnast um 636 milljónir króna á hverjum degi. Kaupþing hagnaðist um 20,3 milljarða króna en Straumur- Burðarás um sex milljarða. Fleiri fyrirtæki birtu afkomutölur í gær. Bakkavör Group hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og Mosaic Fashions 1,4 milljarða fyrir síðasta rekstrarár. 636 milljónir króna á dag Sigurjón Sighvatsson framleiðir næstu kvikmynd írska leikstjórans Jim Sheridan en kvik- myndaframleiðandinn keypti nýlega endurgerðarréttinn á kvikmynd danska leikstjórans Susanne Bier, Brödre. Sigurjón segir í samtali við Fréttablaðið að þótt leikstjórinn sé kominn um borð geti tökur á myndinni dregist eitthvað enda sé það vilji allra sem að myndinni komi að valinn maður sé í hverju rúmi. Handritshöfundurinn David Benioff hefur verið ráðinn til að skrifa handritið en hann er einhver launahæsti handrits- höfundurinn í Hollywood. Fjöldi stórleikara hefur lýst yfir áhuga sínum á að leika í myndinni og nægir þar að nefna Leonardo DiCaprio og Reese Witherspoon en Sigurjón segir þetta vissulega einhverjum annmörkum háð. „Margar af stærstu stjörnunum eru oft bókaðar marga mánuði, jafnvel ár, fram í tímann,“ segir Sigurjón. Witherspoon og DiCaprio Geir Haarde forsætis- ráðherra segir óvíst hversu víð- tækt varnarsamstarf Íslendinga verði við Norðmenn og Dani. Því sé erfitt að meta hugsanlegan kostnað þess. „Það liggur ekki fyrir. Okkar kostnaður mun felast í því að taka á móti fólki hér og flugvélum, sem kallað er gistiríkiskostnaður,“ segir Geir. Ekki sé útséð hversu oft hingað komi norrænir her- menn, né hversu fjölmennar sveit- irnar verði. Forsætisráðherra tekur fram að ekki sé verið að gefa út „óútfylltar ávísanir“. Eingöngu er um samstarf á friðartímum að ræða en ekki eiginlega varnarsamvinnu. Geir telur að samstarf af þessum toga hafi verið tímabært, jafnvel þótt bandaríski herinn hefði verið áfram á landinu. Hann bendir á hugsanlega olíuleit á Drekasvæð- inu nálægt Jan Mayen sem dæmi um það. „Þá geta menn rétt ímynd- að sér hve mikilvægt það er að hægt sé að hafa eftirlit.“ Geir segir þessa nýju þróun til merkis um það hve hugtakið um öryggi á friðartímum sé breytilegt. Enn víðtækara samstarf á sviði varnar- og öryggismála Íslendinga er í burðarliðnum. Geir segir sendinefnd Þjóðverja væntanlega um miðjan maí og vonast sé til að viðræður við Breta geti hafist í júní. Einnig standi til að ræða við Kanadamenn um hugsanlegt sam- starf. Geir segir til dæmis að unnið verði að sameiginlegum björgunarsamningi við Banda- ríkjamenn, Breta og Kanada- menn. Aðstaða erlendra ríkja fyrir hernað verður á svokölluðu öryggissvæði í Keflavík, sem er um átta ferkílómetrar að stærð. Geir segir það svæði sérhannað fyrir hernað, en Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar fari enn sem fyrr með forræði meginhluta fyrrum varnarsvæðisins. Ekkert um kostnað Forsætisráðherra segir óvíst hversu mikinn kostnað ríkið beri af varnarsam- starfi við Norðmenn og Dani. Rætt verður við fleiri þjóðir um öryggis- og varnarmál í sumar. Lítill hluti varnarsvæðisins fer undir hernaðarsamstarfið. Fulltrúar frá Landsvirkjun og Impregilo funduðu í gær með fulltrúum Heilbrigðis- stofnunar Austurlands vegna veikindanna sem komið hafa upp á Kárahnjúkum. Þorsteinn Njálsson, læknir við Kárahnjúka, hefur sakað Impregilo um að taka ófrjálsri hendi lista með nöfnum þeirra 180 einstakl- inga sem hafa veikst. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impreg- ilo, segir að tölur um veikindi vegna mengunar í aðrennslisgöngum séu stórlega ýktar. Í tilkynningu frá Landsvirkjun sem send var út eftir fundinn í gær segir að í aðeins átta tilfellum geti verið um veikindi vegna loftmengunar að ræða. Hins vegar hafi 180 starfsmenn leitað til heilsugæslunnar á tímabilinu. Þorsteinn vill ekki viðurkenna að tölurnar séu ýktar en bendir á að ævinlega sé erfitt að túlka gögn af þessu tagi. Hann gagnrýnir einnig starfsmenn Impregilo, sem hann segir hafa stolið listanum með nöfnunum. „Það var maður á þeirra vegum sem starfar á heilsugæslunni sem tekur þessar upplýs- ingar ófrjálsri hendi,“ segir Þorsteinn, sem hefur sent landlækni erindi vegna málsins. Matthías Halldórsson landlæknir segir vissulega alvarlegt að yfirmenn Impregilo hafi þessar upplýs- ingar undir höndum. „Ég hef óskað eftir nánari útlistun á þessu máli. Vinnuveitendur eiga alls ekki að hafa þessar upplýsingar,“ segir Matthías. Hann hefur einnig óskað eftir skýringum á því að ekki barst erindi til sóttvarnarlæknis vegna veikindanna á Kárahnjúkum en slíkt á að gera samkvæmt nýleg- um breytingum á sóttvarnarlögum. Deilt um fjölda sjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.